Vertu memm

Íslandsmót barþjóna

Reykjavík Cocktail Weekend og Íslandsmót barþjóna 13. – 16. febrúar 2014

Birting:

þann

kokteill

Reykjavík Cocktail Weekend er haldið af Barþjónaklúbbi Íslands, í samstarfi við vínbirgja, veitingastaði í Reykjavík og Fréttablaðið.

Hátíðin verður með því sniði að veitingastaðir munu vera með sérstakan kokteilseðil með völdum drykkjum og einum óáfengum drykk á tilboðsverði fimmtudag, föstudag og laugardag. Drykkirnir munu endurspegla áherslur og hugmyndasköpun veitingastaðana í kokteilgerð.  Jafnframt munu erlendir aðilar á vegum vínbirgja koma á staðina og kynna vörur sínar ásamt því að halda námskeið og fyrirlestra fyrir almenning jafnt og fagfólk.

Efla kokteilmenningu
Markmið Reykjavík Cocktail Weekend er að skapa jákvæða ímynd og auka þekkingu vöruframboðs tengdu kokteilgerð.  Efla fagmennsku veitingastaða í framboði kokteila og efla kokteilmenningu í borginni.  Á sunnudeginum verður síðan haldið Íslandsmót barþjóna á Hilton Reykjavík Nordica sem hefur verið haldið síðan 1964 ásamt vinnustaðakeppni barþjóna.

Á Íslandsmóti barþjóna keppa barþjónar landsins eftir reglum alþjóðasamtaka barþjóna (International Bartender Association) en í vinnustaðakeppninni má keppandi nota sérlagað hráefni sem vinnustaður hans notar í kokteilgerð, sýna fagmennsku og fylgja þeim reglum sem Barþjónaklúbbur Íslands setur.
Það er von okkar í Barþjónaklúbbi Íslands að Reykjavík Cocktail Weekend verði árlegur viðburður sem muni vaxa og dafna.

Fréttablaðið gefur út sérblað
Fréttablaðið mun gefa út sérblað helgina á undan þar sem veitingastaðirnir sem taka þátt verða kynntir og dagskrá hátíðarinnar kynnt ásamt götukorti sem staðsetur uppákomur.
Vínbirgjar og gestir þeirra fá tækifæri á umfjöllunum tengdum vörum sínum ásamt auglýstum uppákomum og kynningum á þeirra vegum.  Einnig verða í blaðinu greinar og viðtöl tengd Barþjónaklúbbi Íslands og sögu kokteilsins á Íslandi.

„Tasting Room” í þrjá daga
Einnig verður svokallað “Tasting Room” í gangi fyrstu þrjá dagana þar sem kynnt verða gin, romm og whisky frá hinum ýmsu framleiðendum og er aðgangseyrir 1000 kr. pr. kvöld.
Gin á fimmtudeginum, romm á föstudeginum og whisky á laugardeginum.

Íslandsmót og Vinnustaðamót barþjóna
Sunnudaginn 16. febrúar verður Íslandsmót og Vinnustaðamót barþjóna haldið á Hilton Reykjavík Nordica frá kl.15.00 – 21.00 og munu styrktaraðilar keppninnar kynna vörur sínar á meðan keppni stendur og er aðgangseyrir 1000 kr.
Hátíðinni lýkur síðan með verðlaunaafhendingu.

Allir velkomnir.

Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum og samstarfi á hátíðinni vinsamlega hafið samband við Tómas Kristjánsson Steikhúsinu í síma 7772521 eða email [email protected]

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið