Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Restaurant Dill á ferð og flugi

Birting:

þann

Gunnar Karl og Ólafur eru að vonum glaðir með tilnefninguna

Eins og Freisting.is sagði frá í haust þá hefur The Nordic Prize tilnefnt Dill (www.dillrestaurant.is) veitingahús Norrænahúsinu sem framlag Íslands sem keppanda um titilinn The Nordic Prize veitingahús ársins 2009.

Á meðal tilnefninga á Íslandi voru:

– Dill
– Friðrik V
– Grillið Hótel Sögu
– The Gallery Hótel Holti
– Orange
– Vox Hilton Nordica Hotel

Eins og áður sagði þá varð Dill hlutskarpast í valinu hér á Íslandi og eru þeir félagar Ólafur og Gunnar Karl eigendur Dill á leið til Kaupmannhafnar á morgun til að vera viðstaddir verðlaunaafhendingu nú um helgina.

Þess má geta að þau veitingahús sem Dill er að keppa við um titilinn eru ekki af verri endanum, en þau eru:

Noregur, Bagatelle, Osló
Danmörk, Noma, Kaupmannahöfn
Finland, Savoy, Helsinki
Svíþjóð, Mathias Dahlgren, Stokkhólmi

Óskum við hjá Freisting.is þeim félögum góðs gengis og flytjum ykkur fréttir af úrslitum um leið og þau eru kunngerð!

Mynd: Matthías

Matthías nam fræðin fyrir margt löngu, fór fljótlega að ganga um í bláum slopp og seldi fisk til kollega um nokkurra ára skeið. Starfar nú sem svokallaður skrifstofukokkur ásamt því að kenna námskeið í matreiðslu fyrir fróðleiksfúsa.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið