Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

René Redzepi kíkti í 6 rétta á Geira Smart

Birting:

þann

Íslandsvinurinn og danski stjörnukokkurinn René Redzepi er staddur hér á landi og borðaði meðal annars á Geira Smart og fékk sér 6 rétta máltíð. Ragnar Pétursson matreiðslumeistari fékk að sjálfsögðu „selfie“ með Redzepi.  Ekki er vitað hve lengi René Redzepi ætlar að dvelja hér á Íslandi.

René Redzepi er yfirkokkur og stofnandi Noma í Kaupmannahöfn og er sannkallaður sendiherra norrænu matargerðar. Noma hefur unnið fjórum sinnum til verðlauna sem besta veitingahús í heimi ásamt því að vera valið veitingahús ársins á Norðurlöndunum.  Noma hefur verið lokað fyrir fullt og allt og vinnur nú René Redzepi að því að opna nýjan veitingastað í Kristjaníu í Danmörku, en áætlað er að opna í desember næstkomandi.

Lumar þú á skemmtilegri sögu af Íslandsferð René Redzepi? Láttu okkur endilega vita á [email protected] eða í gegnum þetta einfalda form hér.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið