Vertu memm

Starfsmannavelta

Rekstur Ice+Fries á Hafnartorgi hættir – Tvennt kemur til greina……

Birting:

þann

ICE+FRIES Glacierfire - Hafnartorg í Reykjavík

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Covid árið hefur verið erfitt fyrir veitingahús og bari.

Eigendur Ice+fries, hafa því verið að leggja drög að hætta með núverandi rekstur.

Tvennt kemur til greina, eitt er að gefa áhugasömum aðilum tækifæri taka yfir reksturinn án skilyrða. Eða að selja nýlegt og vel með farið eldhús og selja tæki og tól, til áhugasamra aðila.

Það er ljós í enda gangana, nú þegar Covid faraldurinn er senn á enda og þetta gæti því verið áhugavert fyrir ferska aðila.

Áhugasamir geta haft samband við [email protected] eða [email protected]

Kynningarmyndband um Ice+Fries

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Starfsmannavelta

Nýir rekstraraðilar taka við Tryggvaskála

Birting:

þann

Tómas Þóroddsson, Ívar Þór Elíasson og Margrét Rún Guðjónsdóttir hafa tekið við rekstri Tryggvaskála á Selfossi .

Fyrirtæki þeirra Tryggvaskáli ehf. mun áfram halda úti veitingarekstri í húsnæðinu og munu þau kynna helstu áherslur síðar en stefnt er á opnun staðarins eftir miðjan maí. Leigusamningurinn er til 5 ára með möguleika á framlengingu og hefur Tryggvaskáli ehf. nú tekið formlega við húsnæðinu.

Aðspurð um við hverju fólk megi búast segja þau:

„Það verða breytingar, reyndar ekki mikið hér inni. Andrúmsloftið verður hlýtt, en við komum þó til með að létta stemninguna töluvert. Maturinn verður allt öðruvísi og meira lagt upp úr að hægt sé að koma og fá sér drykk og eitthvað létt að borða. Tómas skýtur inn að matseðillinn verði stilltur af í verði og hægt að koma og fá sér að borða oftar en þegar fólk á afmæli. Svolítið hugsað að vera með minni rétti og hægt verði að deila matnum með borðinu. Steikurnar og fiskurinn eru ekkert að hverfa, en þetta verður fjölbreytt,“

að því er fram kemur á dfs.is sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd: úr safni / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Starfsmannavelta

Kaffitár lokar tveimur kaffihúsum

Birting:

þann

Kaffitár

“Við lokum tímabundið í Bankastræti um næstu mánaðamót og erum búin að loka endanlega í Þjóðminjasafninu þar sem við höfum verið lengi,”

segir Sólrún Guðmundsdóttir sölustjóri hjá Kaffitár í samtali við Eirík Jónsson, en hún hefur rekið sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu sem nú verða bara fimm.

Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári segir í samtali við visir.is, að Kaffitár hafi þurft að ráðast í uppsagnir vegna lokunarinnar á Þjóðminjasafninu sem tók gildi 1. febrúar en vildi ekki gefa upp fjölda þeirra sem misstu vinnuna. Sú tala væri þó undir tíu manns.

Hún bætir við að stjórnendur Kaffitárs séu hvergi bangnir og vonist til að geta opnað kaffihúsið á Bankastræti hið fyrsta. Þá standi ekki til að draga saman seglin heldur séu stjórnendur frekar að skoða nýjar staðsetningar.

„Öll hin kaffihúsin eru í góðu gengi og eru ekkert að fara að loka. Við stefnum áfram veginn en þetta var því miður mjög erfið ákvörðun. Vonandi sjáum við betri tíma í þjóðfélaginu og opnum fyrr en seinna. Ég hef fulla trú á okkur.“

Segir Marta í samtali við visir.is.

Þau fimm Kaffitár sem eftir standa eru í Borgartúni, Kringlunni, Stórhöfða, Nýbýlavegi og Háskólanum í Reykjavík.

Mynd: facebook / Kaffitár

Lesa meira

Starfsmannavelta

Kaffi og list á Akureyri hættir rekstri – Auður: „Ástæðan er einföld: Covid-19“

Birting:

þann

Listasafnið á Akureyri

Kaffi og list á Akureyri hættir rekstri

Listasafnið á Akureyri leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á kaffihúsi í Listasafninu eftir að Kaffi og list hætti rekstri.

Sjá einnig:

Nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri

Auður B. Ólafsdóttir rekstraraðili kaffihúsins Kaffi og list sendi frá sér tilkynningu sem hægt er að lesa í heild sinni hér að neðan:

Kæru Kaffi & list vinir.
Það er mér þungbært, en því miður óhjákvæmilegt, að tilkynna um lokun á okkar yndislega kaffihúsi, Kaffi & list, í Listasafninu á Akureyri. Ástæðan er einföld: Covid-19. Aðeins nokkrum vikum eftir opnun, 1. mars 2020, var rekstrargrundvelli kaffihússins í raun kippt undan því.

Sögu þessa heimsfaraldurs þekkjum við öll og fyrir utan lagalegar lokanir kaffihússins féllu einnig niður flest allir viðburðir sem Listasafnið hafði skipulagt árið 2020. Auk þess sem aðrir viðburðir s.s. málþing, ráðstefnur, afmæli, brúðkaup, fermingar o.s.frv. fóru ekki fram. Það var því synt á móti straumnum nánast frá upphafi. Ég hélt lengi í þá von að Kaffi & list gæti staðið þetta af sér, en því miður er ekki svo. Þetta eru erfið skref, en hjá þeim verður ekki komist.

Ég vil þakka fyrir frábærar móttökur og óska næsta rekstraraðila, hver sem hann verður, velfarnaðar og minna á að hér er svo sannarlega hægt að gera góða hluti við eðlilegar aðstæður.

Þrátt fyrir allt er ég þakklát fyrir tækifærið og viðtökurnar að ógleymdu því góða fólki sem ég hef kynnst á þessum tíma. Starfsfólki Listasafnsins vil ég þakka sérstaklega fyrir samstarfið og samvinnuna. Það vantaði ekki viljann til að halda áfram, en því miður verður að láta hér staðar numið.

Ég óska ykkur öllum alls hins besta,
kær kveðja,
Auður B. Ólafsdóttir og Kaffi & list teymið.“

Í tilkynningu frá Listasafninu á Akureyri kemur fram að góð aðstaða er fyrir kaffihús á jarðhæð Listasafnsins. Kaffihúsið er sjálfstæð eining á góðum stað í Listagilinu en jafnframt mikilvægur hluti af safninu.

Útboðsgögn er hægt að nálgast á vef listasafnsins hér, en nánari upplýsingar veitir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins [email protected] og í síma 461 2619 og 659 4744.

Mynd: facebook / Kaffi & list

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið