Vertu memm

Keppni

RCW drykkur ársins er frá Public House Gastropub

Birting:

þann

Public House Gastropub

Samhliða kokteilhátíðinni Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) var haldin keppni um besta kokteilinn í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík þar sem dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands gekk á milli og smakkaði valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna.

Það voru 30 veitingastaðir sem kepptu og komust 5 kokteilar áfram í úrslit sem voru frá eftirfarandi stöðum:

– Apótek Restaurant

– Geiri Smart

– Út í bláinn

– Sushi Social

– Public House Gastropub

Úrslit voru kynnt í Gamla bíó rétt í þessu við hátíðlega viðhöfn og vinningsdrykkurinn sem hlýtur nafngiftina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2018 kemur frá vinsæla veitingastaðnum Public House Gastropub.

Dómnefnd:

 • Andri Davíð Pétursson – Varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands (BCI)
 • Alan Hudkins – Stjórnarmeðlimur BCI
 • Nonni Quest – Hárgreiðslumesistari og viskí sérfræðingur
 • Margét Gunnarsdóttir – Fyrrum Heimsmeistari í faglegum vinnubrögðum
 • Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Mynd af instagram síðu /publichousegastropub

Myndir frá hátíðinni væntanlegar.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Bocuse d´Or

Bocuse d’Or úrslitakeppnin færist fram til júní 2021

Birting:

þann

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson - Bocuse d´or Europe 2020

Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu keppir fyrir hönd Íslands.

Ákveðið hefur að Bocuse D’or úrslitakeppnin mun færast frá janúar 2021 fram til júní 2021 vegna yfirstandandi heimsfaraldri Covid-19.

Nú eru aðeins rúmlega þrjár vikur þar til að Ísland keppir í evrópska Bocuse d’Or, til að komast í úrslitakeppnina í Lyon.

Það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu sem keppir fyrir hönd Íslands.

Evrópumeistaramótið Bocuse d’Or 2020 fer fram dagana 15. til 16. október í Tallinn Eistlandi í höllinni Saku Suurhall. Matreiðslumenn frá 19 Evrópulöndum taka þátt í keppninni og sæti meðal tíu efstu tryggir þátttöku í úrslitakeppni Bocuse D’or sem haldin verður eins og áður segir, 1. – 2. júní 2021 í Lyon í Frakklandi.

Þjálfari Sigurðar er Þráinn Freyr Vigfússon, Bocuse d´Or keppandi 2010 og 2011, og aðstoðarmenn eru Gabríel Kristinn Bjarnason og Sigþór Kristinsson.

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Lesa meira

Keppni

Nýr Heimur – Þema og skylduhráefni fyrir Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020 !!

Birting:

þann

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020

Nú er komið þema og skylduhráefni fyrir Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020.

Þemað í ár er Nýr Heimur og verður skilyrði að allir eftirréttir og konfektmolar séu vegan, þá höfum við bætt Omed olíum í hráefnalistann en það þykir framúrstefnulegt, hollt og áhugavert samspil fyrir bragðlaukana að samtvinna ólífuolíur og súkkulaði.

Nýi Vegan Rizzo rjóminn kemur líka virkilega sterkur inn í þetta þema!

Skylduhráefni:

Súkkulaði – Cacao Barry Ocoa 70%

Púrrur – Capfruit Exotic Ginger og/eða Berriolette (Our creations)

Ólífuolíur – Omed Picual, Arbequina, Yuzu og/eða Reykolía

Rjómi – Rizzo Chanty vegan rjómi

Keppnin verður haldin 29. október í Perlunni og hefst skráning í byrjun október, það stefnir því í ótrúlega spennandi viðburð og keppni í ár!

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins

Posted by Garri on Monday, 14 September 2020

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Keppni

Íslandsmóti-, og Norðurlandamóti vínþjóna 2020 frestað

Birting:

þann

Vínþjónn - Vín - Léttvín - Rauðvín - Vínglas

Íslandsmóti vínþjóna sem átti að halda miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi hefur verið frestað um óákveðin tíma í ljósi aðstæðna vegna covid-19.

Norðurlandamót Vínþjóna sem til stóð að halda hér á landi í október næstkomandi hefur einnig verið frestað.

„Ömurlegt að þurfa fresta öllum viðburðum.“

Segir Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, ritari Vínþjónasamtaka Íslands.

Sjá einnig:

Íslandsmót vínþjóna 2020 – Skráning hafin

Mynd: úr safni

Lesa meira
 • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
  Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
 • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
  Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag