Vertu memm

Frétt

Raymond Blanc ánægður með heimsókn sína til Íslands

Birting:

þann

Agnar Sverrisson og Raymond Blanc

Hressir Michelin kokkar.
Agnar Sverrisson og Raymond Blanc.

Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Raymond Blanc var staddur á Íslandi nú á dögunum ásamt eiginkonu sinni Natalíu Traxel.

„Natalíu og mér var boðið af góða vini mínum Agga hjá Texture í London, en hann er fyrrum aðstoðaryfirkokkur Belmond Le Manoir.“

Skrifar Raymond á twitter, en eins og kunnugt er þá er Raymond eigandi Michelin veitingastaðarins Belmond Le Manoir. Agnar Sverrisson matreiðslumaður og eigandi Michelin veitingastaðarins Texture í London sem í daglegu tali er nefndur Aggi Texture, fór með Raymond og Natalíu á ferðalag um landið okkar fagra. Raymond og Natalía gistu á nýju hóteli Bláa Lónsins, The Retreat.

Agnar Sverrisson og Raymond Blanc

Raymond og Agnar í Bláa lóninu

Raymond Blanc lýsir á twitter síðu sinni landslaginu í kringum hótelið:

„Landslagið er sannarlega súrrealískt, heitt mjólkurblátt vatn sem umkringt er svörtu hrauni“

 

Samkvæmt twitter síðu Raymond, þá er hann kominn til London að fagna Good France hátíðinni sem einnig er haldin hér á Íslandi.   Myndir: Twitter / Raymond Blanc

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið