Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Ramón Bilbao Crianza 2016 – Hentar vel með grillkjöti

Birting:

þann

Ramón Bilbao Crianza 2016 - Rauðvín

Rauðvínið Ramón Bilbao Crianza 2016

Ramón Bilbao Crianza er klassískt Rioja-vín framleitt af Bodegas Ramon Bilbao, en víngerðin á sér meira en aldargamla sögu.

Víngerðin var stofnuð árið 1924 af Don Ramón Bilbao Murga, en þar á undan hafði Don Ramón rekið litla víngerð í Haro frá árinu 1896 þar sem hann seldi fyrstu vínin sín. Ramón Bilbao Crianza er afbrigðagott vín úr Tempranillo vínberjum, dæmigerð úrval af La Rioja.

Vínberin eru tekin upp þegar þau eru orðin fullþroskuð og gerjuð við hitastig 28-29 ° C.

Ramón Bilbao Crianza er í 14 mánuði í amerískum eikartunnum. Þegar það er búið að ná réttu jafnvægi, þá er það geymt í 8 mánuði í flöskunni áður en það fer á markað.

Ramón Bilbao er ávaxtaríkt, yfirvegað og gott bragð og er á fínu verði í Vínbúðinni eða 2.399 kr , en það hentar t.a.m. mjög vel með grillkjöti, og jafnvel með ekta heimatilbúnum grillborgara:

Heimatilbúinn grillborgari

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Vín, drykkir og keppni

Vandaður þáttur um vinsælasta bandaríska viskí heims – Vídeó – National Geographic

Birting:

þann

Víski - Jack Daniel’s

Á hverju ári eru framleiddar um 120 milljón flöskur sem seldar eru út um allan heim.
Mynd: skjáskot úr myndbandi

Það er eflaust erfitt að finna viskíaðdáanda sem þekkir ekki vel til Jack Daniel’s, en það er söluhæsta og vinsælasta bandaríska viskí heims.  Það er bruggað í bænum Lynchburg í Tennessee fylki í Bandaríkjunum, en þar hafa heimkynni Jack Daniel’s verið frá stofnun þess árið 1875. Eru þar nú framleiddar um 120 milljón flöskur af ári sem seldar eru út um allan heim.

Við framleiðslu þessa rafgullna viskís er gríðarmikil áhersla lögð á fyrsta flokks hráefni og skilar það sér svo sannarlega í bragðinu, sem einkennist sérstaklega af brenndum sykurhlyn og hinum handgerðu eikartunnum sem viskíið er geymt í eftir bruggun.

Þökk sé þessu vandaða framleiðsluferli og hágæða hráefni trónir Jack Daniel’s á öllum helstu topplistum yfir vinsælustu og söluhæstu viskí heimsins – og þegar þú smakkar það munt þú skilja af hverju.

Stikla úr þættinum er í spilaranum hér fyrir neðan, en National Geographic þáttinn er hægt að horfa í heild sinni á Sky, Virgin Media, TalkTalk, og BT.

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

Öðruvísi nálgun á hinn sígilda Negroni – Einföld og góð uppskrift

Birting:

þann

Peroni Negroni

Við sáum á samfélagsmiðli öðruvísi nálgun á hinn sígilda Negroni og við urðum að smakka og deila uppskriftinni af Peroni Negroni með ykkur.

Þessi drykkur kemur skemmtilega á óvart og eittvað sem Negroni aðdáendur myndu hafa gaman að prófa.

Uppskriftin:

15 ml Bitter Italian Aperitif (Við notuðum Martini Bitter)

15 ml Gin (Við notuðum Bombay Sapphire)

15 ml Sætur Vermouth (Við notuðum Martini Rosso)

180 ml Peroni Nastro Azzurro

Blandað í 40 cl bjórglas, fyllt með klaka og skreytt með appelsínusneið.

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

Bakkelsið verður að bjór

Birting:

þann

Brugghúsið Ölverk í Hveragerði - GK bakarí á Selfossi

Það var eftirvænting í loftinu í brugghúsi Ölverks í Hveragerði þegar piltarnir úr GK bakaríi á Selfossi mættu með sneisafullann bíl af snúðum. Eins girnilegir og þeir voru og eru var markmiðið ekki að smakka þá að sinni. Ölgerðarmeistari Ölverks mun fara höndum um þá og gæða þá lífi og áfengisprósentu, að því er fram kemur á fréttavefnum dfs.is.

Piltarnir hjá GK bakaríi hafa aðeins verið að fikta með að taka bjór og hrat frá Ölverk í brauðin sín. Svo ruku möffins með bjórkremi út og margir geta ekki beðið eftir því að slegið verði í aðra slíka veislu. Nú skal snúa dæminu við, bakkelsið verður að bjór.

Myndir: Instagram Story / @olverkbrugghus

Myndir og vídeó: Instagram / @gkbakari

Lesa meira
  • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
    Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag