Vertu memm

Eldlinan

Ragnar Ómarsson í nærmynd

Birting:

þann

Ragnar ÓmarssonRagnar Ómarsson er án efa einn af okkar betri matreiðslumönnum hér á Íslandi, já og ef lengra væri leitað, því að Ragnar var fulltrúi Íslands í Bocuse d´Or 2005 og náði þeim feikna góða árangri að næla sér í 5. sæti.  Hann hefur unnið á ýmsum veitingastöðum í Frakklandi og Bandaríkjunum. 

Þegar heim var komið varð hann yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti og þess má geta að Holtið var einn af styrktaraðilum hans í Bocuse d´Or keppninni.  Ragnar gekk i Landslið Íslands í matreiðslu árið 1999 og er ennþá Ragnar Ómarsson á Scot Hot 2005 virkur þátttakandi í sigursælustu landsliði hingað til.  Ragnar hlaut titilinn “Matreiðslumaður ársins” árið 1999 og aftur árið 2002.  Árið 2003 hlaut hann svo titilinn “Matreiðslumaður Norðurlanda”.

Lagðar voru nokkrar spurningar fyrir Ragnar, sem hann svaraði með léttu yfirbragði, enda skemmtilegur karakter, líkt og sannur matreiðslumaður á að vera.
 
Fullt nafn?
Ragnar Ómarsson
 
Eiginkona?
Erla Snorradóttir
 

Börn?
María Lív Ragnarsdóttir  (7 ára)
 
Bíll?
VW Golf 2004 módel (eðalvagn)
 
Hvar ertu að vinna núna?
SALT veitingarhús í gamla Eimskipshúsinu
 
Hvaða kokkar eru að vinna með þér?
Baldur Guðbjörns (Baldur bolla,,enn hann er í átaki,,, segir hann allavega!)
Jóhannes Jóhannesson (Jói hnefi)
Johan Andersson (Jói sænski)
Jónas Jónasson  (jónas)
síðan fjórir nemar
 
Sáttur með launin?
Er maður einhvern tímann sáttur!
 
Hvar lærðir þú kokkinn?
Glóðinni í Keflavík
 
Ragnar Ómarsson á Scot Hot 2005 Hvað hét, fyrsta hnífasettið sem þú eignaðist?
Það var F.Dick-hnífar sem hafa horfið hægt og rólega,,,enn voru fínir þá!
 
Ætlarðu að opna þitt eigið veitingahús?
Veit ekki ,,,er nú búinn að prófa að reka eitt og skeit á mig.
 
Hvað er góður matur?
Allt það æta hráefni sem er rétt eldað, rétt kryddað og lítur vel út.
 
Uppáhalds Íslenski kokkur?
Kalli sem var kokkur á Glóðinni þegar ég var að læra og er nú eigandi á Móðir Náttúra, það kalla ég snilling í eldhúsi!!
 
Nú er Friðgeir Eiríksson næsti fulltrúi Íslands í Bocuse d´Or 2007, kemur þú til með að aðstoða hann?
Já að sjálfsögðu, ef hann hefur einhvern áhuga á að fá mann sem náði bara 5 sæti.til að hjálpa sér þá geri ég það
 
Hvaða stöðu gegnirðu í Kokkalandsliðinu?
Spilandi Landsliðsþjálfari, ásamt Bjarna í Grillinu
 
Hverjir eru í liðinu?

  • Bjarni Gunnar Kristinsson, Grillið
  • Ragnar Ómarsson, SALT
  • Alfreð Ómar Alfreðsson, G.V heildverslun
  • Sigurður Gíslason, VOX
  • Gunnar Karl Gíslason, B5
  • Eyþór Rúnarsson, Siggi Hall óðinsvéum
  • Hrefna Rós Jóhannesdóttir Sætran, Sjávarkjallarinn
  • Örvar Birgirsson, Nýja Kökuhúsinu

Aðstoðarmenn:

  • Gunnlaugur, Sjávarkjallarinn
  • Jónas Oddur Björnsson, VOX

Síðan eru sérlegur ráðgjafi Ásgeir Sandholt

Hvað er framundan hjá Kokkalandsliðinu?
Heimsmeistarkeppninn í Luxemborg í lok Nóvember og náttúrulega æfingarnar sem fara núna fram í Hótel og matvælaskólanum , þar sem við erum komin með flotta aðstöðu þar og erum í samstarfi við skólann.

Við þökkum Ragnari kærlega fyrir spjallið.

Myndartaka:
Freisting.is og
Bjarni G. Kristinsson

 

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið