Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Pylsa eða Pulsa nýr veitingastaður á Hlemmur Square hótel | Veitingarýni

Birting:

þann

Pulsa eða Pylsa - Veitingastaður á Hlemmur Square hótel

Pylsa eða Pulsa er nýr veitingastaður á Hlemmur Square hótel

Þjóðverjinn Klaus Ortlib rekur þetta bæði sem hotel á 1. hæð og hostel á 2. hæðum, svo er bar og gesta móttaka á jarðhæðinni og svo nýi staðurinn sem er með bráðabyrgðarnafnið pylsa eða pulsa , en það mun verða hugmyndasamkeppni um endanlegt nafn á honum.

Pulsa eða Pylsa - Veitingastaður á Hlemmur Square hótel

Pulsa eða Pylsa - Veitingastaður á Hlemmur Square hótel

Þjóðverjinn Klaus Ortlib

Klaus Ortlib.
Mynd: aðsend

Klaus er enginn nýgræðingur í hótelbransanum og hefur unnið beggja vegna Atlandsála og rekur í dag hótel í New York, Los Angeles, New Orelens sem og í Evrópu, þannig að þarna er á ferð aðili sem veit hvað hann er að gera og kannski skemmtilegast að hann gerir hlutina á annan hátt en flestir aðrir.

Pulsa eða Pylsa - Veitingastaður á Hlemmur Square hótel

Klaus fannst pylsumenningin ekki vera upp á marga fiska hér á landi og vill með veitingastaðnum og matseðlinum leggja sitt af mörkum til að breyta því og ber að fagna því.

Okkur var vísað til sætis og afhentur matseðillinn og eftir smástund vorum við búnir að ákveða hvað okkur langaði að smakka, diet komið á kantinn og svo byrjaði veislan.

Pulsa eða Pylsa - Veitingastaður á Hlemmur Square hótel

Currywurst
Hefðbundin þýsk karrípylsa með frönskum kartöflum og brauðbollu

Þessi pylsa er upphaflega frá Bayern þar sem kúltur Tyrkja og þjóðverja gáfu af sér þessa vöru og þó það sé óraunverulegt þá er það hefð að bera franskar kartöflur með. Pylsan var mjög góð, en í sterkari kantinum, kartöflurnar voru alveg til fyrirmyndar vel steiktar stökkar og mjúkar inní frekar sjaldgæft nú til dags.

Pulsa eða Pylsa - Veitingastaður á Hlemmur Square hótel

Börbon naut
Heimalöguð nautapylsa með sætum og reyktum keim framborið með þýsku kartöflusalati og súrkáli

Þarna fannst manni aðeins vanta upp á karakterinn, það var ekki laust við að maður héldi að maður væri að borða bufftartar í pylsuformi, sennilega var kjötið of fitulítið, meðlætið var þýskt, en það vantaði þýskt sinnep.

Pulsa eða Pylsa - Veitingastaður á Hlemmur Square hótel

Rósmarin og epli
Heimalöguð söltuð og sæt svína pylsa með stöppuðum kartöflum og brúnni sósu

Bragðið hefði mátt vera sterkara, því meðlætið leyfði það alveg, en heilt yfir prýðileg.

Pulsa eða Pylsa - Veitingastaður á Hlemmur Square hótel

Nueremberger bratwurst
Austurrísk bratwurst pylsa með súrsuðu rauðkáli, dömplings og brúnni sósu

Þarna var þýski pylsukarakterinn á heimavelli, meðlæti gott og klárlega sigurvegari kvöldsins.

Ég átti gott samtal með einum þjónanna og voru það skemmtilegar umræður og kom fram í þeim að þetta sé byrjunin og svo verði skipt út seðlum með jöfnu millibili þar til alvöru söluseðill er klár og að smekk markaðarins hér í borg.

 

Læt ég matseðillinn fylgja með hér að neðan:

Pulsa eða Pylsa - Veitingastaður á Hlemmur Square hótel

pdf_icon Smellið hér til að skoða matseðilinn.

Við þökkuðum fyrir okkur og héldu glaðir út í lífið eftir þessa upplifun.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið