Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Punto Caffé er nýr matarvagn í Borgarnesi

Birting:

þann

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Punto Caffé er nýr matarvagn í Borgarnesi, staðsettur á planinu hjá Menntaskóla Borgarfjarðar.

Eigendur eru feðgarnir Móses Kjartan Jósefsson og Philip Stefán Mósesson, en þeir bjóða upp á fimm tegundir af samlokum og úrval af gæðakaffi, eins og cappuccino, espresso, americano, caffe latte og einnig gos, ís úr vél og prótein smákökur.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Langvinsælasta samlokan á Punto Caffé er Lomito Italiano sem inniheldur rifið grísakjöt, tómata, avakadó og majones.

Í stuttu spjalli við blaðamann Skessuhornsins sagði Móses að hann væri ættaður frá Chile en hefði komið til Íslands árið 1998 en flutt í Borgarnes 2017.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Splunku nýjar tegundir af samlokum eru að skríða á matseðil þessa dagana, þær heita ave pimiento og ave palta Í Ave pimiento er mayjones salat með mæjónesi kjúklingabringu, grilluð papriku og í Ave Palta er kjúklingabringu með avókadó.
Einnig býður Punto Cafféupp á nýja vegan samloku með vegan snitseli.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Myndir: facebook / Punto Caffé

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Monkeys opnar formlega – Svona lítur staðurinn út – Myndir

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Monkeys

Monkeys opnaði formlega nú á dögunum, en staðurinn er staðsettur við Klapparstíg 28-30 í Hjartagarðinum í Reykjavík.

Staðnum stýra þeir Gunnar Rafn Heiðarsson veitingastjóri, Snorri Sigfússon yfirmatreiðslumeistari og Martyn Lourenco yfirkokteilbarþjónn. Allir hafa þeir áratuga reynslu í því að skapa framúrskarandi upplifun gesta sinna.

Veitingastaðurinn Monkeys

Veitingastaðurinn Monkeys

Sjá einnig:

Veitingastaðurinn Monkeys opnar í sumar – Sjáðu myndirnar af réttunum

Matseðill

Staðurinn er smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan.

Sjá matseðilinn hér.

Veitingastaðurinn Monkeys

Vínseðill

Mikil áhersla er á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum og búið er að para hið fullkomna glas með hverjum rétti ásamt frábærum kokteilum.

Myndir: facebook / Monkeys Reykjavík

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Iðnó opnar aftur – Sagan heldur áfram

Birting:

þann

Iðnó, menningarhúsið við Tjörnina í Reykjavík

Iðnó, menningarhúsið við Tjörnina í Reykjavík, lokaði fyrir rúmlega ári síðan, en rekstraraðilar á Iðnó þeir Þórir Bergsson matreiðslumaður og René Boonekamp sögðu á sínum tíma að ástæðan væri að það reyndist fjárhagslega ómögulegt að halda áfram með reksturinn á þessum fordæmalausu Covid tímum.

Í framhaldi þess auglýsti Reykjavíkurborg eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styður við starfsemi þess og eykur líf í húsinu.

Það er Björgvin Sigvaldason sem er nýr verkefnastjóri í Iðnó og Guðfinnur Sölvi Karlsson hjá Prikinu og Hressingarskálanum er rekstraraðili Iðnó.

Sjá einnig:

Iðnó til leigu – ertu með góða hugmynd?

Í tilkynningu frá Iðnó kemur fram að húsið mun opna á allra næstu dögum.

Í dag eru rekstraraðilar að standsetja húsið, sem hefur verið lokað eins og áður segir í meira en ár, og því af nægu að taka við að koma því í gang.

Iðnó

Iðnó, menningarhúsið við Tjörnina í Reykjavík

Iðnó verður opið alla daga frá morgni til kvölds. Áfram verður rekinn matsölustaður/kaffihús í hluta hússins þar sem boðið verður upp á mat, drykk, kökur og kleinur.

Rekstraraðilar lofa því að Iðnó verði lifandi hús, miðstöð tónlistar, dans, leiklistar, myndlistar og hins talaða orðs í Reykjavík eins og það hefur verið síðan 1896, segir í tilkynningu sem endar á orðunum: Sagan heldur áfram.

Myndir: facebook / Iðnó

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Fleiri veitingastaðir opna í nýja miðbænum á Selfossi

Birting:

þann

Nýi miðbærinn á Selfossi hefur fengið miklu betri viðtökur en forsvarsmenn verkefnisins áttu nokkurn tíma von á.

Sjá einnig:

Ein flottasta mathöll Íslands opnar – Myndir og vídeó

Framkvæmdir hefjast fljótlega við annan áfanga miðbæjarins, sem verður um 17 þúsund fermetrar með mörgum sögufrægum húsum og fleiri veitingastöðum og verslunum.

Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns þróunarfélags

Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns þróunarfélags
Mynd: skjáskot úr myndbandi

„Þetta hefur í rauninni verið eitt ævintýri frá því að við opnuðum 10. júlí, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar, bæði á meðal heimamanna og mikil ánægja með það og svo höfum við fengið mikið af gestum.

Aðsóknin hefur verið miklu meiri en við reiknuðum með, þetta er búið að vera ótrúlegt og hreint ævintýri. Það eru líka viðbrögðin, sem hafa verið ofboðslega jákvæð og styrkir okkur í trúnni um að við höfum verið að gera rétt.

Já, þessi fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og nú erum við í lokadrögum í teikningum með næsta áfanga, sem er um 17 þúsund fermetrar og við byrjum á öðrum hvorum megin við áramót og verður sá áfangin tilbúin eftir um þrjú ár.“

segir Leó í samtali við fréttastofu stöðvar 2.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið