Vertu memm

Frétt

Paul Bocuse missir eina Michelin stjörnu

Birting:

þann

Paul Bocuse

Paul Bocuse lést fyrir um ári, 91 árs að aldri, og tók sonur hans þá við rekstri veitingastaðarins.

Franski matarheimurinn nötrar eftir að fréttir hófu að berast af því að eftir rúmlega hálfa öld með þrjár Michelin-stjörnur mun veitingastaðurinn Auberge du Pont de Collonges, sem er betur þekktur sem „Paul Bocuse“ í Lyon missa eina stjörnuna.

Stjörnukokkurinn Paul Bocuse fékk þriðju Michelin-stjörnuna árið 1965 og hefur veitingastaðurinn haldið þremur stjörnum í öllum veitingahandbókum Michelin síðan. Staðurinn er sá sem hefur lengst geta stært sig af þremur stjörnum, að því er fram kemur á visir.is sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd: bocuse.fr

Theodór Páll Theodórsson er matreiðslumaður að mennt. Útskrifaðist frá Hótel og matvælaskólanum árið 2013. Hægt er að hafa samband við Theodór á netfangið: [email protected] ... skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Ertu verðugur kandídat í keppnina Vínþjónn ársins? Taktu prófið hér

Birting:

þann

Vínhérað - Moselle river

Hvað ert þú vel að þér um vínfræði? Með fylgir hluti af 10 ára gömlu prófi frá keppninni Vínþjónn ársins.

Vínþjónasamtökin stefna á frá miðjum maí n.k. að halda keppni um titilinn Vínþjónn ársins 2020 ef ástandið batnar vegna COVID-19 faraldursins. Þema keppninnar verður allur heimurinn, þ.e. skriflegt próf, blindsmökkun á léttu og sterkum vínum, umhelling, matar og vín samsetning ofl.

Takið prófið hér:

Niðurstaða

Share your score!
Tweet your score!

#1 Vínrækt í Chile liggur á milli eftirfarandi breiddargráðu:

#2 Hvað heitir nyrsta vínhérað Chile?

#3 Hvaða þrúgur eru mest plantaðar (skv. tölum frá 2007)

#4 Hvaða vín framleiðir Casa Lapostolle meðal annars?#5 Hvenær var syrah fyrst ræktuð í Chile (og vínið úr henni framleitt)?

#6 Hvaða logo á Montes (Alpha M)?

#7 Hvaða ár var Carmenère tilgreind sem sérþrúga fyrir víst?

#8 Hvaða ár er talið að vínrækt hafi byrjað í Chile?#9 Er skylt að hafa uppruna á flöskumiðanum (DO)?

#10 Skv. chílenskum lögum, verður vín sem er talið vera frá héraðinu sem kemur fram á miðanum (DO) að vera minnst:

#11 Hver var vínframleiðsla Argentínu í 2008? (síðustu tölur aðgengilegar)

#12 Clos de los Siete er erlend fjárfesting í Argentínu – hver er aðalforsprakkinn?#13 Hvar eru hæstu vínekrur Argentínu?

#14 Hver er uppruni þrúgunnar Torrontes?

#15 Hvaðan kemur Malbec?

Ljúka

Fleiri spurningar hér.

Átt þú gömul próf?

Átt þú spurningar/svör eða gömul próf um matreiðsluna eða vínfræðina? Vinsamlegast sendist á [email protected]

Lesa meira

Frétt

Matarvagnar ferðast um borgina – Vel heppnuð Mathöll á hjólum, sjáðu myndbandið

Birting:

þann

Reykjavík Street Food heldur áfram að bjóða upp á Götubita víðsvegar í kringum stór Reykjavikur svæðið.

Sjá einnig:

Matarvagnar ferðast um borgina – „Mathöll á hjólum“

Síðustu helgi þá voru matarvagnarnir staðsettir í Skeifunni og Garðabænum og voru viðtökur framar vonum, eins og sést á meðfylgjandi myndbandi:

Helgin 3. til 5. apríl 2020

Næstkomandi helgi verður flakkað á milli þriggja staða með fjóra matarvagna, sem munu afgreiða beint í bílinn.

Dagskráin er eftirfarandi:
Föstudagur – Breiðholt (bílastæðaplanið hjá Sundlaug Breiðholts) frá kl 17.30-20.00
Laugardagur – Hafnarfjörður (bílastæðaplanið hjá Flensborg) frá kl 17.30-20.00
Sunnudagur – Grafarvogu (bílastæðið hjá Sundlaug Grafarvogs) frá kl 17.30-20.00

Þeir vagnar sem verða eru: Gastro Truck, Tasty, Vöffluvagninn og Lobster Hut.

Nánari upplýsingar er að finna inná Facebook síðu Reykjavik Street Food og instagram.

Myndir: Facebook / Reykjavik Street Food

Lesa meira

Frétt

Mjólkursamsalan biðst velvirðingar á óstöðugleika á rjómaostinum

Birting:

þann

Rjómaostur til matargerðar

Undanfarið hafa staðið yfir breytingar á framleiðslulínunni á rjómaostinum hjá Mjólkursamsölunni og er markmiðið að koma með mýkri og betri rjómaost.

Sjá einnig:

Rjómaostur til matargerðar mýkri en áður

Osturinn átti ekki að tapa neinum af eiginleikum þess gamla heldur að bæta við, segir í tilkynningu frá MS. Ný vél var keypt í framleiðsluna enda var sú sem fyrir var komin vel á aldur og úrelt á marga vegu. Nýja framleiðsluaðferðin tryggir mun betri nýtingu á mjólkinni og framleiðsla á rjómaosti er því mun umhverfisvænni en áður.

Í vöruþróunarferlinu var mikil áhersla lögð á að prófa rjómaostinn í matargerð og bakstur og tókust þær tilraunir vel. Nú þegar framleiðsla er hafin með nýju vélinni þá hafa komið upp vandamál og hefur osturinn stundum verið of linur eða kornóttur. Í sumum tilvikum breytist áferðin á rjómaostinum þegar hann er hitaður.

Unnið er hörðum höndum að ná stöðugleika í framleiðsluna og MS þykir mjög leitt að sumir viðskiptavinir hafi fengið ost sem stóðst ekki væntingar. Margar gagnlegar ábendingar hafa borist frá neytendum og er reynt að koma til móts við sem flesta og vonandi verða allir sáttir að lokum.

Biðst MS velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar breytingar hafa haft í för með sér og vonast er að þessir byrjunarörðugleikar heyri brátt sögunni til.

Mynd: ms.is

Lesa meira
  • Viceman kynnir nýjan liðsmann 29.03.2020
    Hjörvar Óli Sigurðsson hefur gengið til liðs við Viceman og mun sjá um bjór skrif inná síðunni. Taka skal fram að skrifin munu að engu leyti raska aðal starfi Hjörvars á Brewdog Reykjavík og munu fastagestir staðarins áfram getað notið nærveru Hjörvars þar. Hjörvar er eini Cicerone á Íslandi. Um er að ræða viðurkennda gráðu […]
  • Ivan Svanur Corvace 29.03.2020
    Ivan Svanur | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Það er óhætt að segja að Ivan sé einn allra vinalegasti barþjónn landsins. Hann hefur ekki langt að sækja það því hann er hálfur Ítali og þeir gjarnan þekktir fyrir mikla gestrisni.  Ivan hefur verið fyrirferða mikill barþjónn í barsenu Íslands á undanförnum árum. Hefur hann […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag