Vertu memm

Uppskriftir

Pasta með laxi og ravioli

Birting:

þann

Laxasteikur - Lax - Ferskur

Pasta með laxi og ravioli

Fyrir fjóra

800g lax (úrbeinaöur og roðlaus), skorinn í steikur
400g ravioli með sveppafyliingu (soðið eftir leiðbeiningu)

Sósan:

3 msk sveppasmurostur
1 dl mjólk
1 msk pestó (úr krukku,eða laga sjálfur)
smá brot af kjúklingateningi eða fiskiteningi
salt og pipar

Aðferð:

Grillið laxinn þar til hanner við það að vera fulleldaður (einnig er hægt að steikja hann á pönnu).

Það er reyndar erfitt að segja til um eldunartímann þegar verið er að grilla vegna þess að hitinn er svo misjafn í grillunum.

Þá er pastað soðið og haldið volgu á meðan sósan er gerð.

Allt ráefnið í sósuna er sett í pott og soðið þar til rjómaosturinn er bráðnaður.

Þá er pastanu bætt út í sósuna og salti og pipar bætt við eftir smekk.

Borið fram með uppáhalds grænmeti, salati og brauði.

Höfundur er Ragnar Ómarsson matreiðslumeistari

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið