Vertu memm

Starfsmannavelta

Ostabúðin á Skólavörðustíg lokar

Birting:

þann

Ostabúðin restaurant við Skólavörðustíg 8

Ostabúðin var opnuð árið 2000 og bauð upp á gott úrval af ferskum og óvenjulegum varningi

Í morgun var Ostabúðinni á Skólavörðustíg lokað fyrir fullt og allt.

„Rekstrarumhverfið var alveg galið“

Sagði Jóhann Jónsson matreiðslumaður og eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um lokunina. Jóhann sagði að það hefði verið nóg að gera, en það hefði samt þurft að fylla í fleiri sæti. Rekstrarkostnaður var orðinn of mikill og forsendur þess að halda lágu vöruverði brostnar.

Hjá Ostabúðinni störfuðu 15 manns og var þeim tilkynnt um lokunina á fundi í morgun.

Ostabúðin var opnuð árið 2000 og bauð upp á gott úrval af ferskum og óvenjulegum varningi og að auki var boðið upp á hádegisverð á neðri hæðinni.

Í maí árið 2015 opnaði Jóhann nýjan veitingastað en hann var staðsettur við hliðina á Ostabúðinni með allt að 50 manns í sæti og var þá kominn grundvöllur fyrir að bjóða upp á kvöldmat.

Sjá einnig:  Nýr veitingastaður á Skólavörðustíg

Nú hefur öllum rekstri Ostabúðarinnar verið hætt og verður hennar sárt saknað í veitingaflóru Reykjavíkur.

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar >>

Starfsmannavelta

Vill selja Brauðgerð Ólafsvíkur vegna erfiðs rekstrar

Birting:

þann

Brauðgerð Ólafsvíkur er staðsett við Ólafsbraut 19

Brauðgerð Ólafsvíkur er staðsett við Ólafsbraut 19

Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari í Ólafsvík, sem rekið hefur Brauðgerð Ólafsvíkur undanfarinn áratug en starfað þar í fjóra áratugi. Hann hefur nú ákveðið að selja brauðgerðina vegna erfiðs rekstrar.

Fyrirtækið hvílir á gömlum merg, var stofnað árið 1951.  Í samtali við Skessuhorn segir Jón Þór að hann hafi nýlega sagt öllu starfsfólki sínu upp og er nú einn að vinna.

„Ég ætla að halda áfram þangað til ég get selt þar sem það kostar að reka þetta húsnæði. Ég ætla að halda áfram á meðan heilsan leyfir en það tekur alltaf einhvern tíma að selja svona fyrirtæki. Aðal ástæðan fyrir því að vilja selja er heilsuleysi okkar hjónanna og minnkandi sala sem rekja má til aukinnar samkeppni við stóru bakaríin og innfluttar brauðvörur.

Ef þú horfir í hillurnar í búðunum sérð þú að við erum bara með lítið horn þar og hillurnar fullar af innfluttum og aðfluttum brauðvörum. Þá er ekki hægt að líta framhjá því að orkukostnaður hefur hækkað mikið og ekki síður hefur orðið gríðarleg hækkun launatengdra gjalda. Þetta leggst allt á eitt að gerir reksturinn erfiðari.“

Segir Jón Þór í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um sölu á bakaríinu hér.

Mynd: skjáskot af google korti

Lesa meira

Starfsmannavelta

JOY lokar – Sakar Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um að taka fyrirtækið opinberlega af lífi á mjög villandi hátt

Birting:

þann

Búst- og ísbarinn JOY

Búst- og ísbarinn JOY.
Mynd: af facebook síðu JOY

Í maí 2014 opnaði búst- og ísbarinn Joy við Vesturvegi 5 í Vestmannaeyjum þar sem boðið var upp á hollustu samlokur, boozt-drykki, ís, sælkeravörur svo fá eitt sé nefnt.

Sjá einnig: Nýr heilsu- og sælkerastaður í Vestmannaeyjum

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðstöðu á veitingastaðnum, s.s. húsnæðið og búnað, þrif, meindýravarnir, hreinlæti, vörn gegn mengun og mælingar á hitastigi matvæla.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tilkynnti nú í vikunni að starfsleyfi fyrirtækisins verði afturkallað á morgun föstudaginn 29. nóvember, ef þá hafi ekki verið gerðar úrbætur á aðstöðu fyrirtækisins og starfsemi, sem að mbl.is vakti m.a. athygli á.

Nú rétt í þessu birtir veitingastaðurinn Joy eftirfarandi tilkynningu á facebook þar sem segir að staðnum verði lokað um óákveðin tíma og sakar meðal annars Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um að taka fyrirtækið opinberlega af lífi á mjög villandi hátt:

Búst- og ísbarinn Joy - Tilkynning

Mynd: skjáskot af tilkynningu á facebook

Lesa meira

Starfsmannavelta

Nýr yfirmatreiðslumaður ráðinn á Skyrgerðina

Birting:

þann

Þorkell Garðarsson matreiðslumeistari

Þorkell Garðarsson matreiðslumeistari

Þorkell Garðarsson hefur tekið við stöðu Yfirmatreiðslumeistara á Skyrgerðinni.

Húsnæði Skyrgerðarinnar var byggt 1930 og gegndi þá hlutverki skyrgerðar annars vegar og þinghúss bæjarins hins vegar. Í húsinu er því rík hefð fyrir því að hittast, ræða málin og gera sér glaðan dag. Á þessu er engin breyting nú þegar bæjarbúum og gestum gefst tækifæri á því að njóta girnilegra og góðra veitinga í þessu fallega og sögufræga húsi.

Maturinn er nær allur eldaður frá grunni á staðnum og notast er við hágæða hráefni úr héraði. Matseðillinn er einfaldur og á góðu verði. Arfleifð gömlu skyrgerðarinnar er svo að sjálfsögðu í hávegum höfð í eldhúsinu og skyr sem búið er til á staðnum og er notað á fjölbreyttan og spennandi hátt í matreiðslunni.

Skyrgerðin

Boðið er upp á mismunandi matseðla eftir tíma dags, svo maturinn hæfi örugglega tilefninu.
Hádegisseðillinn er í boði frá klukkan 11:30 og þar má finna rétti dagsins og mat í léttari kantinum í bland við rétti sem metta vel út í daginn, svo sem kjötsúpu og plokkfisk.

Frá klukkan 14 tekur miðdegisseðillinn við þar sem má finna úrval af hádegisseðlinum auk góðgjörða sem hæfa vel milli máltíða.

Skyrgerðin

Kvöldverðarseðillinn er í boði frá klukkan 17:30. Þar leikur grillað, lífrænt kjöt stórt hlutverk auk girnilegra rétta með íslensku sjávarfangi og fjölbreyttra grænmetisrétta.

Stórglæsileg jólahlaðborð verður í boði hjá Skyrgerðinni og má vænta að mikill undirbúningur liggur að baki slíku hlaðborði hjá Þorkeli, enda er nær allt unnið frá grunni.

Jólahlaðborð Skyrgerðarinnar

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
  • Hjörvar Óli Sigurðsson 05.12.2019
    Hjörvar Óli Sigurðsson | BjórdælanHappy Hour með The Viceman Viceman heldur áfram að breikka sjóndeildarhringinn þegar kemur að veigum í fljótandi formi. Að þessu sinni með fyrsta þátt af Bjórdælunni þar sem fyrsti bjór spekingurinn var Hjörvar Óli Sigurðsson sem starfar á Brewdog Reykjavík. Hjörvar er alinn upp á Akureyri en eftir að hafa heillast […]
  • Selma Slabiak 03.12.2019
    Happy Hour með The VicemanSelma Slabiak | Íslandsvinurinn Selma er frá Danmörku en fluttist til New York til að vinna með og læra af þeim bestu í heimi kokteilana. Síðan þá hefur hún smátt og smátt orðið einskonar sendiherra Norrænu kokteilsenunar sem hún tekur hinsvegar fram að hafi komið til vegna uppruna síns í Danmörku […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar