Vertu memm

Keppni

Orri Páll á Apótekinu Besti barþjónn Íslands árið 2018

Birting:

þann

World Class Barþjónakeppnin á Íslandi 2018

Orri Páll fagnaði sigrinum vel og innilega

World Class Barþjónakeppnin fór fram nú fyrir stuttu og var hún haldin með pompi og prakt í Íshellinum í Perlunni. Undankeppni átti sér stað fyrr um daginn og voru þar 10 bestu barþjónar íslands að keppa og komust 4 þeirra í úrslit í Perlunni um kvöldið.

World Class Barþjónakeppnin á Íslandi 2018

Keppendurnir í úrslitunum

Jónmundur frá Apótekinu, Julia frá Geira Smart, Marcin frá Pablo Diskóbar og Orri Páll frá Apótekinu voru í úrslitum og þurftu að útbúa 8 mismunandi drykki á 8 mínútum (auðvitað alla mismunandi).

World Class Barþjónakeppnin á Íslandi 2018

Orri Páll Vilhjálmsson

Orri Páll frá Apótekinu stóð uppi sem sigurvegari og verður fulltrúi íslands í Berlín og keppir við bestu barþjóna í heiminum um að verða Sigurvegari World Class barþjónakeppninnar 2018.

Dómarar kvöldsins voru 2 gestadómarar þau Kenji Jesse Global World Class Guru og Lauren Mote Global World Class Ambassador ásamt ofurbarþjónununum og Veitingargeiragoðsögnum þeim Andra Davíð og Jónas Heiðarr en þeir eru fyrrum sigurvegarar World Class keppninnar hér heima.

Þetta er 3. árið sem World Class barþjónakeppnin er haldin hér á Íslandi og verður þetta 10. árið sem keppnin verður haldin og að þessu sinni verður hún haldin eins og áður segir í Berlín.

Hér er skemmtilegt myndband frá kvöldinu.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið