Vertu memm

Keppni

Orlando Marzo sigraði World Class kokteilkeppnina | Orri Páll á meðal 20 bestu barþjónum heims

Birting:

þann

Orri Páll Vilhjálmsson -  World Class kokteilkeppnin 2018

Orri Páll Vilhjálmsson

Úrslitakeppnin í World Class kokteilkeppninni sem haldin var í Berlín var bæði hörð og spennandi.

Það var Orri Páll Vilhjálmsson frá Apótekinu sem keppti fyrir Íslands hönd, en hann náði þeim frábæra árangri að komast í úrslit á meðal 20 bestu barþjóna af 58 keppendum.

Orri Páll Vilhjálmsson -  World Class kokteilkeppnin 2018

20 bestu barþjónar heims

Barþjónakeppnin World class hefur verið haldin í í 10 ár og er þetta í þriðja sinn sem að Ísland tekur þátt í keppninni og er þetta besti árangur sem Íslendingar hafa náð.

World Class kokteilkeppnin 2018

Fjórir efstu keppendurnir í World Class Kokteilkeppninni

Orlando Marzo -  World Class kokteilkeppnin 2018

Orlando Marzo

Þau lönd sem komust í efstu fjögur sætin voru Bretland, Bandaríkin, Ástralía, Tyrkland. Það var síðan Orlando Marzo frá Ástralíu sem hreppti titilinn World Class barþjónn ársins 2018.

Myndir: aðsendar

 

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið