Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Opnuðu veitingastað í miðju COVID-19 faraldri – Öflugt teymi fagmanna

Birting:

þann

Primo - Veitingastaður á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis

Búið er að opna Primo veitingastaðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis með nýjum og breyttum áherslum. Framreiðslumennirnir Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson gerðu sér lítið fyrir og opnuðu veitingastað í miðju Covid.

Öflugt teymi fagmanna

„Primo er ekta ítalskur veitingastaður með mikla sál. Við höfum tekið staðinn í gegn varðandi mat, drykk og þjónustu en hann er enn með gamla sjarmann sem húsið hefur upp á að bjóða. Við erum með fyrsta flokks fagmenn með okkur sem hafa unnið á veitingastöðum eins og Moss & Lava í Bláa Lóninu, Snaps, Essensia, og víðar,“

segir Kristján Nói.

Ekta ítalskur veitingastaður í miðborginni

Primo er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er betri stofa þar sem hægt er að setjast niður í drykki og Aperitivo sem er ítalskt heiti yfir drykki og snarl. Á efri hæðinni er svo rými fyrir allt að 60 manns sem einnig er hægt er að skipta niður fyrir 8-30 manna hópa.

„Þetta er frábær staður til að koma og njóta þess að fara út að borða með vinum og vandamönnum, hitta vinnufélaga og viðskiptavini í heimilislegu ítölsku andrúmslofti. Einnig er kjörið að koma og fá sér veitingar fyrir t.d leikhús og aðra listviðburði.

Í betri stofunni miðum við svolítið á svona eftirstríðsára þema og þú kemst hálfa leið til útlanda og í tímaflakk með því að kíkja þar við,“

segir Brynjar Ingvarsson. Að sjálfsögðu er öllum sóttvarnarreglum fylgt á Primo.

Strákarnir standa sjálfir vaktina

Strákarnir standa sjálfir vaktina að mestu leyti og vinna stöðugt með matreiðslumönnunum, þeim Magnúsi Ólafssyni, Jóhönnu Söru Jakobsdóttur og Gunnari Þorsteinssyni að ýmsum þróunum.

„Við leggjum núna aðal áherslu á kvöldin en einnig er opið í hádeginu á föstudögum og um helgar en þá er í boði ekta ítalskur brunch. Við byrjum bara að fikra okkur áfram með þetta en erum stöðugt að skoða hvað við getum gert meira.

Í þessu árferði sem nú er telja margir okkur kannski vera alveg klikkaða að opna veitingastað en við erum viss um að Íslendingar hætta ekki að fara út að borða og hvað er betra en að koma á ekta ítalskan stað og láta fagmenn dekra við sig í mat og drykk,“

segir Kristján Nói að lokum.

Þemað hjá Primo er ítalskt með eldbökuðum pizzum, pasta, steikum, risotto, fisk og fleira og ekki má gleyma dásamlegum eftirréttum á borð við Tiramisu og Affogato.

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Götumarkaðurinn og Just Wingin It opna fyrir „take away“ um helgina og næstu daga við Klapparstíg 28-30

Birting:

þann

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 er nýr „pop up“ veitingastaður þar sem áhersla er lögð á nýja spennandi söluaðila til að prófa sig áfram með ný skemmtileg konsept.

Götumarkaðurinn var með mjúk opnun þar síðustu helgi við frábærar undirtektir og var fyrirhugað að opna fyrir gesti strax helgina eftir.

„Í ljósi aðstæðna þá var það sett á ís, en nú í vikunni þá ætlum við að framlengja okkar mjúk opnun og verður því opið í „take away“ hjá Just Wingin It – Vængjavagninum.“

að því er fram kemur í tilkynningu.

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Hægt verður að panta fyrirfam í gegnum netið. Þess má geta að Just Wingin It sigruðu í keppninni um besta Götubitan 2020 í flokknum „Besti smábitinn 2020“ og var dómnefnd sammála um að þetta væru bestu kjúklingavængir á landinu.

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 Reykjavík

Þegar samkomutakmörkunum léttir þá verða 4 aðilar starfræktir á Götumarkaðinum. Þeir aðilar sem verða fyrst um sinn eru Just Wingin It – Vængjavagninn, Rvk Raclette, Mónópól bar og svo verða hinir ýmsu aðilar í kjallara húsnæðisins, og verður sú dagskrá auglýst nánar síðar en það eru gríðarlega spennandi ný konsept eins og, Borðhaldið, Sono matseljur sem einblína á grænkerafæði. Silli Kokkur mun svo vera með nokkurskonar yfirtöku á öllum staðnum með villibráða veislu í Nóvember.

Einnig eru aðstandendur Götumarkaðarins með til skoðunar að breyta húsnæðinu í takmarkaðan tíma í lítið „China Town“ eins og við þekkjum erlendis frá og þá verða 4 mismunandi asískir veitingastaðir sem verða með yfirtöku á húsnæðinu.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Matlifun er nýtt veitingafyrirtæki á Akureyri

Birting:

þann

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, framreiðslumeistari og Sveinn Hólmkelsson, matreiðslumeistari

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, framreiðslumeistari og Sveinn Hólmkelsson, matreiðslumeistari

Á næstunni opnar nýtt veitingafyrirtæki á Akureyri. Eigendur eru hjónin Sveinn Hólmkelsson, matreiðslumeistari og Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, framreiðslumeistari.

Fyrirtækið heitir Matlifun og mun selja foreldaða rétti til heimamanna, allt fyrir eldamennskuna sent heim að dyrum.

Matlifun er nú orðið að veruleika

„Við leitumst við að hafa eldamennskuna fyrir viðskiptavininn ekki meira en 15-30 mínútur. Til að byrja með erum við í tímabundu leiguhúsnæði. Varanlegt húsnæði er væntanlegt eftir áramót. Viðskiptavinir geta skoðað úrval rétta og pantað í gegnum heimasíðuna okkar, síðan verða allar sendingar verða keyrðar út hér á Akureyri.

Hugmyndin hefur verið lengi að malla í hausnum á okkur og hefur hún legið fullmótuð niðrí skúffu í einhvern tíma. Nú er hinsvegar tíminn til að hugsa hlutina upp á nýtt og láta verkin tala. Matlifun er nú orðið að veruleika og eru stór plön fyrir framtíðina.“

Jóhanna og Sveinn ætla að fara rólega af stað fram að áramótum en síðar munu þau bjóða uppá fjölbreyttari rétti og vel valdar sælkeravörur.

Matarnámskeið í vottuðu eldhúsi

Fljótlega eftir áramót mun Matlifun bjóða upp á allskonar námskeið fyrir matgæðinga ásamt öðrum spennandi viðburðum.

„Ætli pastanámskeiðið verði ekki fyrsta námskeiðið sem haldið verður, það hefur verið mikil eftirspurn eftir því. Draumurinn í framtíðarhúsnæðinu er síðan að geta boðið utanaðkomandi aðilum að koma inn og vera með matarnámskeið í vottuðu eldhúsi.“

Jóhanna Hildur og Sveinn eru bæði uppalin á Akureyri. Þau hafa starfað í veitingageiranum um árabil bæði hér á landi sem og erlendis.

„Okkur langaði mikið að leggja okkar að mörkum til að efla menningarlífið hér á Akureyri. Nú þegar er góð flóra veitingahúsa hér og því langaði okkur að gera eitthvað aðeins öðruvísi.

Við erum mjög spennt að heyra hvernig heimamenn taka á móti okkur.“

Mynd: aðsend

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Aggi Sverris opnar nýjan veitingastað á Hverfisgötu – Myndir

Birting:

þann

No Concept á Hverfisgötu 6, Reykjavík

No Concept á Hverfisgötu 6 í Reykjavík.
Mynd: facebook / No Concept

Agnar Sverrisson matreiðslumaður hefur opnað nýjan bar sem býður einnig upp á girnilegan matseðlil.

No Concept

Veitingastaðurinn No Concept er staðsettur við Hverfisgötu 6

Agnar Sverrisson, stofnandi Michelin veitingastaðarins Texture í London sem lokaði í fyrir nokkrum mánuðum, sagði í samtali við Hafliða Halldórsson í öðrum þætti Máltíðar, að hann væri hvergi nærri hættur.

No Concept

Bræðurnir Valþór Örn Sverrisson og Agnar Sverrisson

No Concept

Jón Örn Jóhannesson við eldhúsið

Agnar er í samstarfi við Jón Örn Jóhannesson sem er sonur Jóa í Múlakaffi og bróðir Agnars, Valþór Örn Sverrisson sem þekktastur er fyrir 24 Iceland úrin.

Nýi staðurinn sem ber nafnið No Concept er staðsettur við Hverfisgötu 6 þar sem Essensia var áður til húsa.

Boðið er upp á gott úrval af víni, kokteila og léttan matseðil.

 

No Concept á Hverfisgötu 6 í Reykjavík.

No Concept á Hverfisgötu 6 í Reykjavík.

Myndir: Styrmir Bjarki Smárason / Veitingageirinn.is

Lesa meira
  • Happy Hour – 50 þættir 10.10.2020
    Fyrir rúmlega ári síðan fékk ég þá hugmynd að búa til hlaðvarp þar sem eg spjallaði við fólk úr veitingabransanum. Verandi málglaður maður með ástríðu fyrir því sem ég hef gert hálfa ævina þótti mér tilvalið að ná að sameina þessa tvo hluti og varð til hlaðvarpið Happy Hour með the Viceman. Ég hafði ekki […]
  • Jónas Heiðarr 05.10.2020
    Jónas Heiðarr | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bang bang! Jónas Heiðarr er barþjónn sem á síðustu árum hefur komið eins og stormsveipur inn í barsenu landsins. Hann sigraði World Class Diageo bartender of the year árið 2017 og varð barþjónn ársins á Íslandi að mati Bartenders Choice Awards árið 2019. Hann er skagamaður […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag