Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Omnom vakti mikla athygli á súkkulaðihátíð í Salt Lake City – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Nú í nóvember mánuði hélt Omnom til Salt Lake City, þar sem súkkulaðiframleiðandinn hlaut þann heiður að vera miðdepill hinnar árlegu „Caputo’s Chocolate Festival“.

Hátíðin var haldin í áttunda sinn, en megin markmið hennar er að afla fjár til styrktar Heirloom Cacao Preservation sem vinnur markvisst að því að varðveita og viðhalda viðkvæmum stofnum kakóplöntunnar.

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Á hverju ári er nýr framleiðandi valinn, sem sérhæfir sig í súkkulaði gerðu úr baun í bita og í ár var það hin íslenska súkkulaðigerð Omnom sem varð fyrir valinu.

Allir helstu veitingamenn, bakarar, kaffibarþjónar og kokteilbarþjónar Salt Lake City koma að hátíðinni og færa henni sinn sérstæða blæ með því að vinna með hin ýmsu hráefni frá Omnom.

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Viðvera Omnom í Salt Lake City vakti víðsvegar áhuga, en var Kjartani Gíslasyni súkkulaðigerðarmanni meðal annars boðið að koma í spjallþáttinn „The Place“ á Fox 13 þar sem rætt var um innblástur og ástríðu Omnom á súkkulaði.

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Kjartan Gíslason matreiðslumaður í spjallþættinum “The Place“

Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Utah og er óhætt að segja að Kjartan hafi slegið í gegn með litríkri kynningu sinni.

Þáttinn er hægt að horfa á hér að neðan:

Omnom Chocolate

Calling all choc-a-holics!We try chocolate made with ‘black, Icelandic lava salt’ and other unique ingredients.You can find Omnom at Caputo's.

Posted by Fox 13's The PLACE on Thursday, November 14, 2019

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið