Vertu memm

Andreas Jacobsen

Öllu starfsfólki sagt upp á Vegamótum | Neyðast til að loka

Birting:

þann

Vegamót

Vegamót hefur fengið mjög góð ummæli, þá bæði á Google og á TripAdvisor og trjónir í 61. sæti af 368 veitingastöðum í Reykjavík

Nú í vikunni var öllu starfsfólki sagt upp á veitinga- og skemmtistaðnum Vegamót sem kemur til með að loka í byrjun október.

Ástæðan er vegna tíma- og plássfrekra framkvæmda fyrir framan staðinn.

Óli Már Ólason, eigandi Vegamóta, segir í samtali við visir.is að framkvæmdirnar hafi gjörbreytt rekstrinum, en framkvæmdirnar hafa tekið rúmlega eitt ár hjá borgaryfirvöldum og talið er að þær verða áfram að minnsta kosti í eitt ár í viðbót.

Samsett mynd: skjáskot af google korti og TripAdvisor

Veitingageirinn.is - Fréttavefur um mat og vín. Netfang: [email protected]

Andreas Jacobsen

Bjarni Gunnar Kristinsson sæmdur æðstu orðu NKF

Birting:

þann

Bjarni Gunnar Kristinsson sæmdur æðstu orðu NKF

Bjarni Gunnar Kristinsson

Á Norðurlandaþingi NKF í Lahti var Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari, félagi í Klúbbi matreiðslumeistara sæmdur Cordon Rouge orðu samtakanna.

Bjarni er 11. meðlimur Klúbbs matreiðslumeistara sem hlýtur þessa nafnbót.  Við óskum Bjarna innilega til hamingju.

Mynd: Andreas Jacobsen

Lesa meira

Andreas Jacobsen

Úrslit úr Norðurlandakeppnunum í Finnlandi

Birting:

þann

Íslensku keppendurnir - NKF 2017

Íslensku keppendurnir
F.v. Leó Pálsson keppti í keppninni Framreiðslumaður Norðurlanda, Denis Grbic keppti í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda og Þorsteinn Geir Kristinsson keppti í Ungliðakeppni Norðurlanda

Nú rétt í þessu voru úrslitin úr keppnunum Framreiðslumaður Norðurlanda, Matreiðslumaður Norðurlanda, Ungliðakeppni Norðurlanda kynnt við hátíðlega athöfn, en keppnirnar fóru fram í borginni Lahti í Finnlandi samhliða Norræna kokkaþinginu.

Úrslit urðu þessi:

Framreiðslumaður Norðurlanda

1. sæti – Noregur
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Finnland

Matreiðslumaður Norðurlanda

1. sæti – Svíþjóð
2. sæti – Noregur
3. sæti – Finnland

NKF 2017

Hinrik Eriksson frá Svíþjóð, keppandi í Matreiðslumaður Norðurlanda

Ungliðakeppni Norðurlanda

1. sæti – Svíþjóð
2. sæti – Finnland
3. sæti – Noregur

Hinrik Eriksson frá Svíþjóð varð sigurvegari kvöldsins með mestu heildarstigin af öllum keppendum í Matreiðslumaður-, og Ungliðakeppni Norðurlanda.

Myndir: Andreas Jacobsen.

Lesa meira

Ágúst Valves Jóhannesson

Veitingageirinn á Tumblr

Birting:

þann

Tumblr

Síðustu daga hefur Veitingageirinn.is verið að koma sér fyrir á Tumblr.  Áður en samfélagsmiðlar komu til sögunnar voru bloggsíður gríðarlega vinsælar, en Tumblr er blanda af hvoru tveggja.

Tumblr: veitingageirinn.tumblr.com

Hægt er að fylgjast með okkur á eftirfarandi samfélagsmiðlum:

Google+Plúsinn

Facebook

Twitter

Tumblr

Instagram

Youtube

Uppskriftavefurinn á facebook

Fylgist vel með okkur

Kær kveðja
Fréttamenn veitingageirans

 

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Paloma dagurinn 22.05.2020
    Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn.  Hvað er Paloma?  Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla. Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin […]
  • Ameríski Handverks Bjórdagurinn 19.05.2020
    Síðastliðin sunnudag var hin árlegi American Craft Beer Day haldin. Í tilefni þess ákváðu Viceman og bjórsérfæðingurinn Hjörvar Óli að halda Bjórsmakk á facebook síðu Viceman. Teknir voru fyrir sex bjór stílar og tveir bjórar smakkaðir í hverjum stíl. Annarsvegar Amerískur bjór og hinsvegar Íslenskur bjór. Samtals voru því smakkaðir tólf bjórar í heildina . […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag