Vertu memm

Uppskriftir

Óhefðbundið kartöflusalat

Birting:

þann

Ratte-kartöflur ( Í hýðinu )

Hér er frekar óhefðbundið kartöflusalat sem ég hef fengið mjög góð comment á. Mjög létt og einfalt salat. þetta salat má líka framreiða volgt.

Uppskriftin er fyrir 4-6

Innihald:

400 gr soðnar Ratte-kartöflur (Í hýðinu) og kældar
50 gr Ancienne korna-Sinnep
50 ml Extra Virgin Ólífuolía
100 gr saxaður Blaðlaukur eða Vorlaukur
80 gr Rauð paprika skorin í teninga
Salt og Pipar

Skerið kartöflurnar niður í sneiðar. Blandið síðan öllu saman og kryddið til með salti og pipar. Framreiðið með köldu eða heitu kjöti, eða fiskréttum.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Hummus og Naan brauð – Uppskriftir

Birting:

þann

Hummus og Naan brauð

Hummus og Naan brauð

Hummus

2 bollar kjúklingabaunir
2 hvítlauksrif söxuð
1 msk Tahini
1/3 tsk cumin
Klípa cayennepipar
1 lime safi og ze
Smakka til með salti

Aðferð:

Allt í matvinnsluvél og blandað vel þar til kremað.

Naan brauð

2 bollar hveiti (hvernig hveiti sem we)
2 msk hrásykur
2 tsk ger
3/4 bolli volgt vatn (37 gráður)
1/2 tsk sjávarsalt
4 msk hreint vegan jógúrt
2 msk ólívuolía

Aðferð:

Setjið gerið og sykurinn í volgt vatn og blandið vel.
Látið standa á heitum stað í 20 mínútur
Bætið öllu öðru í og hnoðið vel saman.
Látið hefast í 60 mínútur.
Gerið 40-50 gr kúlur og fletjið út með kökukefli.
Steikið á pönnu eða grillið.

Ágúst Már Garðarsson

Höfundur: Ágúst Már Garðarsson matreiðslumaður

Lesa meira

Uppskriftir

Heit Vanillusósa – Cremé Anglaise

Birting:

þann

Vanillusósa - Vöfflur - Vaffla - Hindber - Þeyttur rjómi

Vanillusósan hentar vel með mörgum eftirréttum

Innihald:
250 ml rjómi
250 mj mjólk
Skaf innan úr einni vanillustöng
70 gr sykur
5 eggjarauður

Aðferð:
Hrærið saman sykur og eggjarauður í stálskál. Setjið rjóma og mjólk í pott ásamt vanilluskafinu (vanilla skorinn langsum) og hitið að suðumarki.

Blandið 4-6 matskeiðum af mjólkurblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið rösklega í á meðan. Hellið síðan restinni af mjólkurblöndunni saman við eggin, smátt og smátt. Hrærið í á meðan.

Komið skálinni fyrir yfir vatnsbaði (Pottur með vatni á rólegri suðu). Þeytið rösklega þar til sósan þykknar.

Sósan er tilbúin þegar hún rennur ekki auðveldlega af baki plast eða trésleifar.

Sósuna má framreiða volga eða kalda.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Þessi sósa er upplögð með frönsku súkkulaðikökunni eða með ferskum ávöxtum.

Frönsk súkkulaðikaka

Mynd: úr safni

Lesa meira

Uppskriftir

Harira súpa

Birting:

þann

Harira súpa

Hér er uppskrift að Harira súpu sem er Marokkósk grænmetissúpa. Hún er mjög hefðbundin súpa sem er borðuð á Ramadan og föstum hjá Ísraelum jafnt sem Aröbum.

Hráefni:

1 laukur í teningum
5 hvítlauksgeirar í sneiðum
3 stilkar sellerý í teningum
3 gulrætur í sneiðum
1/2 tsk túrmerik
1 tsk malað cumin
1/2 rauður chili
1 búnt steinselja söxuð
1 búnt koreander saxað
1 dós(450gr) niðursoðnir tómatar
1,75 lítrar grænmetissoð
1 bolli kjúklingabaunir
1 bolli rauðar linsubaunir(má nota grænar en súpan verður fallegri með rauðum)
1 tsk nýmalaður svartur pipar
2 sítrónur safi og zest
1 lime safi og zest

Aðferð:

Skera grænmetið og steikja það varlega í olíunni, ekki brúna. Bæta kryddum úti, svo tómötum og grænmetissoði.

Sjóða rólega í 10 mín. Bæta í baunum og sjóða rólega í 30 mínútur. Sítrónur og lime.

Smakka til með salti og pipar.

Ágúst Már Garðarsson

Höfundur: Ágúst Már Garðarsson matreiðslumaður

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag