Vertu memm

Markaðurinn

Nýtt sterkt hveiti frá Kornax – Manitoba nýtist vel í súrdeigsbakstur

Birting:

þann

Nýtt sterkt hveiti frá Kornax - Manitoba nýtist vel í súrdeigsbakstur

Undanfarna mánuði hafa matvæla og gæðasvið Líflands/Kornax staðið í ströngu við að þróa nýtt sterkt hveiti sem nýtist vel í súrdeigsbakstur og annan bakstur þar sem þörf er á sterku hveiti.

Við heyrðum í Jóhannesi Frey Baldurssyni, deildarstjóra matvælasviðs Líflands/Kornax og spurðum hann út í hvers vegna farið var í að framleiða þetta nýja hveiti?

„Við erum í sífelldri þróun með hveitið okkar og reynum að fylgjast vel með því sem er að gerast á markaðnum, til þess að geta mætt þörfum viðskiptavina okkar.

Við höfum séð að súrdeigsbakstur hefur verið að færast í vöxt í bakaríum og að sama skapi hefur eftirspurn eftir sterkara hveiti aukist til þess að mæta þeim þörfum sem góður súrdeigsbakstur krefst.

Við höfðum áhuga á að taka þátt í þessari þróun með viðskiptavinum okkar og úr varð að setja á markaðinn þetta nýja hveiti sem heitir Kornax Manitoba. Þetta sterka hveiti uppfyllir alþjóðlega gæðastaðla sem Manitoba hveitið er þekkt fyrir og er nú komið á lager hjá okkur í 25 kg. pokum til þess að byrja með.

Hugmyndin er síðan að koma þessu inn á neytendamarkaðinn líka þegar fram líða stundir þar sem brauðabakstur í heimahúsum hefur aukist gríðarlega að undaförnu og margir farnir að reyna sig við súrdeigsbaksturinn“

segir Jóhannes.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Markaðurinn

Þessir barþjónar keppa til úrslita um Finlandia Vetrarkokteilinn í ár

Birting:

þann

Pekka Pellinen, Finlandia Global Brand Mixologic

Íslandsvinurinn Pekka Pellinen

Óhætt að segja að margar flottar uppskriftir hafa skilað sér inn í keppnina um Finlandia Vetrarkokteilinn í ár.

Öfunduðum við ekki Pekka Pellinen, Finlandia Global Brand Mixologic og meðdómara hans að velja þá 8 kokteila sem keppa til úrslita.

Kokteilarnir voru sendir erlendis án nafn keppanda til að passa sem best upp á hlutleysi og leyfa uppskriftunum og myndinni af kokteilnum að njóta sín.

Vakti Pekka athygli á því hve gaman er að sjá þróunina í kokteilþróun hefur orðið hér á landi frá því hann kom hingað fyrst fyrir 13 árum síðan og vildi hann þakka öllum barþjónum sem tóku þátt fyrir þátttökuna enda allt kokteilar að í hæðsta gæðaflokki.

Í lok dags þurfti að velja 8 kokteila sem verða prófaðir af innlendri dómnefnd á fimmtudaginn næsta og þeir eru:

Drykkurinn “After Eight” eftir Ivan Svan Corvasce frá Snaps
Drykkurinn “Alcyone’s cherry” eftir Ko Fos frá Apótek Kitchen/bar
Drykkurinn “Beet it“ eftir Jakob Eggertsson frá Jungle bar
Drykkurinn “Bláberg” eftir Jakob Arnarson frá Bastard
Drykkurinn “Espelette” eftir Fannar Loga Jónsson frá Sushi Social
Drykkurinn “Finish it” eftir Patrick Hansen frá Public House
Drykkurinn “Poomkin Patch” eftir Víkingur Thorsteinsson frá Jungle bar
Drykkurinn “Revenge is a radish, best served cold” eftir Hrafnkell Gissurarson frá Apótek Kitchen/bar

Á fimmtudaginn næsta milli kl.16-20 mun dómnefnd kíkja á bar keppenda eða bjóða keppendum að nota Mekka barinn til að búa til kokteilinn fyrir dómnefndina.

Mynd: facebook / Pekka Pellinen – Finlandia Global Mixologist

Lesa meira

Markaðurinn

Spennandi nýjungar frá Zwiesel

Birting:

þann

Zweisel er eitt þekktasta gler og kristalsfyrirtæki í Evrópu, en Zwiesel framleiðir kristalsglös og glervörur undir sínu eigin merki, en einnig framleiða þeir glös og glervörur fyrir þekktustu merki veraldar.

Zwiesel framleiðir einnig sína eigin línu og hafa glösin þeirra heldur betur slegið í gegn

Zwiesel framleiðir ótal línur og tegundir af glösum og má meðal annars finna Zwiesel glös á mörgum af flottustu veitingastöðum og hótelum veraldar.

Gler og kristall - Zwiesel

Hér má sjá glænýja kampavínsskál frá Zwiesel úr tvöföldu stáli sem gerir það að verkum að kælingin er mun betri.

Skálin er einskalega vel hönnuð og tilheyrir margverðlaunuðu ZWIESEL 1872 línunni sem er sú allra flottasta hjá Zwiesel.

Gler og kristall - Zwiesel

Hér kynnum við fallega Cirquo handgerða meistaraverkið frá Zwiesel er unnið úr trítan kristal, en ekkert blý er notað í framleiðslu Zwiesel.
Þessi karafla er hönnuð með einstakri tækni en hún þolir uppþvottavél, glerið verður ekki skýjað, rispu vörn og hönnunin er einstök og er hún þannig hönnuð að það falla ekki dropar þegar búið er að hella og karaflan látin standa.
Stærð: 0.75 Lítrar
Handgerður blýlaus trítan kristall
Rispuvörn
Þolir uppþvottavél
SMELLTU HÉR til að skoða karöfluna

Þessi karafla frá Zwiesel heitir Bergerac en heitið er eftir lögun karöflunnar, en lögunin gerir það að verkum að þegar víninu er umhellt ýtir lögun karöflunnar undir upplifun á bragði og áferð vínsins.

Karaflan er úr trítan kristal sem er blýlaus kristall og er hann högg- og rispuþolinn, en þessi kristall er elskaður af fagfólki um allan heim bæði sommeliers, veitingastöðum, lúxus hótelum og skemmtiferðaskipum um allan heim.

Gler og kristall - Zwiesel

Viðskiptavinir okkar þekkja margir hverjir SENSA glösin frá Zwiesel, en þau eru margverðlaunuð fyrir hönnun sína og gæði ,en þau eru sérhönnuð með ólíkar vínþrúgur í huga og hentar því sama rauðvínsglasið undir ólík rauðvín sem dæmi.  Það er í raun ekki hægt að lýsa muninum á því að drekka úr SENSA til samanburðar við önnur þekkt merki sem selja glös með svipuðu sniði, þú verður eiginlega að upplifa þessa einstöku hönnun og upplifun sjálfur.

Gler og kristall - Zwiesel

Nýjasta línan sem við vorum að taka í sölu er með svokölluðu túlip sniði og heitir línan PURE, enda eru hún með afar fallegu sniði og einstök upplifun að drekka úr glösunum í línunni … það má með sanni segja að sjón er sögu ríkari og því bjóðum við ykkur að kíkja í verslun okkar Höfðabakka 9 til að skoða þessa einstöku línu.

Við hjá Bako Ísberg eru stoltur umboðs- og söluaðili Zwiesel á Íslandi og eru óendanlega þakklát þeim frábæru viðbrögðum sem að Zwiesel hefur fengið á Íslandi.
Í vikunni fengum við nýjar og spennandi hágæða kristalsvörur frá Zwiesel auk þess sem við bættum við nýrri glasalínu frá þeim sem kallast PURE.

Lesa meira

Markaðurinn

Fermingar og hátíðartilboð Norðanfisks í mars

Fermingar og hátíðartilboð Norðanfisks í mars

Birting:

þann

Fermingar og hátíðartilboð Norðanfisks í mars

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið