Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Nýtt nafn á Dixie bjórinn vegna mótmæla Black Lives Matter og kynþáttafordóma

Birting:

þann

Dixie beer

Dixie bruggsmiðjan

Dixie bjórinn sem bruggaður hefur verið í New Orleans í meira en 110 ár, mun brátt fá nýtt nafn.

Í fréttatilkynningu frá Dixie eigendunum Gayle og Tom Benson segir að í ljósi mótmæla „Black Lives Matter“ og kynþáttafordóma þá verður nafninu breytt á öllum Dixie vörumerkjum, en nýja nafnið verður opinbert á næstu vikum.

Dixie beer

Dixie bruggsmiðjan var stofnuð árið 1907

Gayle og Tom Benson keyptu fyrirtækið fyrir þremur árum, en Dixie bruggsmiðjan var stofnuð árið 1907.

Dixie er gælunafn fyrir suðurhluta Bandaríkjanna, sem einu sinni var skipt frá Norður-ríkjum og var kallað Mason-Dixon línan.

Lag með sama nafni varð síðan óopinber þjóðsöngur fyrir Samtökin í borgarastyrjöldinni. Í þessari viku tilkynnti sveitatónlistartríóið Dixie Chicks að þeir munu sleppa orðinu „Dixie“ úr nafni hljómsveitarinnar og heita nú „The Chicks.“

Myndir: dixiebeer.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected]is Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Íslandsmót vínþjóna 2020 – Skráning hafin

Birting:

þann

Mynd frá síðasta Norðulandamóti vínþjóna hér á Íslandi árið 2015

Mynd frá síðasta Norðulandamóti vínþjóna hér á Íslandi árið 2015

Miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi fer fram Íslandsmót vínþjóna. Auk þess að þreyta skriflegt próf, þurfa keppendur að blindsmakka og greina vín, geta sýnt rétta meðhöndlun mismunandi víntegunda (s.s. umhellingu léttvíns og/eða opnun kampavíns) og skila vínpörun með matseðli.

Prófið og keppnin fer fram á ensku. Sú/sá sem fer með sigur af hólmi hlýtur titillinn Vínþjónn Íslands og mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti Vínþjóna sem fram fer á Íslandi í ár, sem og á Evrópumóti vínþjóna sem haldið verður á Kýpur í nóvember.

Viku fyrir Íslandsmótið, miðvikudaginn 19. ágúst, bjóða Vínþjónasamtök Íslands uppá frían fyrirlestur og kynningarfund þar sem Alba E. H. Hough, margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna og Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, núverandi Íslandsmeistari, bjóða væntanlegum keppendum og öðrum áhugasömum upp á tækifæri til að kynna sér og fara ítarlega yfir keppnisaðferðir og reglur.

Skráning og fyrirspurnir sendist forseta vínþjónasamtakanna, á netfangið: [email protected]

Staðsetning verður auglýst síðar.

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

Duck & Rose veisla fyrir veitingageirann

Birting:

þann

Hendricks Midsummer Spritz

Á laugardaginn 20. júní milli kl. 16.00 – 18.00 verður haldin vegleg veisla á Duck & Rose.

Allir sem vinna í veitingargeiranum eru velkomnir að koma og njóta veitingar frá matreiðslumeisturum Duck & Rose.

Einnig er í boði Hendricks Midsummer Spritz þar sem innblásturinn er sóttur í sumarsólstöður en þetta einstaka og blómlega gin minnir okkur á angan af blómum, appelsínum og fjólum. Hendricks Midsummer Solstice verður einungis til sölu fram að jólum enda magnið takmarkað. Sjá nánar hér.

Lesa meira

Keppni

Verðlaunavín Gyllta Glasið 2020 – fyrri partur

Birting:

þann

Gyllta Glasið 2020

Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2020 sem var er undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni. Í þessum fyrri parti voru vín frá suður við miðbaug tekinn fyrir ásamt Norður Ameríku ásamt sérstökum rósavínsflokki, en þar var ekkert verðþak og máttu vínin koma hvaðan sem er úr heiminum, þurftu bara vera árgangsmerkt.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Grand Hótel 7. júní sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir aðstoðina, svo viljum við sérstakalega þakka Ásmundi á Grand Hóteli fyrir að veita okkur fyrsta flokks aðstöðu með mjög stuttum fyrirvara.

Gyllta Glasið 2020

Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.

6 hvítvín ( tvö voru hnífjöfn ), 10 rauðvín og 4 rósavín hlutu Gyllta glasið 2020 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavínin

Hvítvín:

J. Lohr Cardonnay 2018

Peter Lehmann Portrait Riesling Eden Valley 2017

Beringer Founder’s Estate Chardonnay 2016

Chateau Ste Michelle Riesling 2018

Saint Clair Vicar’s Choice Riesling 2016

Beringer Napa Valley Chardonnay 2015

Rauðvín:

Trivento Golden Reserve Malbec 2018

Hess Select North Coast Cabernet Sauvignon 2016

Thelema Mountain Shiraz 2015

Emiliana Coyam 2017

Peter Lehmann The Barossan Shiraz 2018

Trapiche Gran Medalla Malbec 2016

Alamos Malbec 2018

Trapiche Perfiles Malbec 2018

Matua Valley Pinot Noir 2018

Brancott Pinot Noir 2016

Rósavín:

La Baume Pinot Noir Rosé 2019

Cameleon Pink Shiraz 2018

Tommasi Baciorosa 2019

Stemmari Rosé 2019

Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.

f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Tolli

Gyllta Glasið 2020

Gyllta Glasið 2020

Gyllta Glasið 2020

Gyllta Glasið 2020

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag