Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt kaffihús í Mosfellsbæ

Birting:

þann

Kaffi Áslákur - Hótel Laxnes

Nú á dögunum opnaði nýtt kaffihús í Mosfellbæ, sem ber heitið Kaffi Áslákur og er staðsett á Hótel Laxnesi.

Anddyri og móttökurými hótelsins var breytt í kaffihús. Góð aðstaða er fyrir börn að leika sér og billjardborð sem staðsett var í kjallara hótelsins hefur verið fært upp á efri hæðina.

Aðsóknin á hótelið hefur verið upp og niður eftir ástandinu í þjóðfélaginu. Stúdíóíbúðirnar í neðri hæð hótelsins hafa verið í langtímaleigu auk þess sem nokkrar íbúðir hafa verið leigðar til fólks í sóttkví og hefur því verið tekið vel. Annars hafa Íslendingar verið duglegir að sækja hótelið heim.

Kaffi Áslákur - Hótel Laxnes

„Ég byggði þetta hótel fyrir 12 árum, löngu áður en ferðamannabylgjan brast á. Þannig að við erum á svipuðum stað í dag, að þjónusta Íslendinga. Nú viljum við bjóða Mosfellinga sérstaklega velkomna á kaffihúsið.““

sagði Albert Sigurður Rútsson hóteleigandi á Hótel Laxnesi í samtali við Bæjarblaðið Mosfellingur.

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um Albert, þá mælum við með þessum pistli hér.

Myndir: facebook / Kaffi Áslákur

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið