Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri

Birting:

þann

Kaffi og list

Auður B. Ólafsdóttir og Hlynur Hallsson

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri 29. febrúar s.l. var meðal annars komandi starfsár, sýningaskrá ársins 2020 og nýtt kaffihús kynnt.

Einnig var farið yfir starfsemi safnsins í heild sinni sem og áframhaldandi samstarf við Icelandair Hotel Akureyri. Í lok fundarins undirrituðu Hlynur Hallsson, safnstjóri, og Auður B. Ólafsdóttir samning um rekstur kaffihúss í Listasafninu.

Kaffihúsið sem mun bera heitið Kaffi og list hefur starfsemi 1. mars næstkomandi, að því er fram kemur á heimasíðu listak.is

„Ég er mjög spennt og full tilhlökkunar yfir að hefja starfsemi í þessu glæsilega húsi og fá að taka þátt í lifandi starfsemi safnsins og Listagilsins“

, sagði Auður við undirritun.

„Kaffi og list mun bjóða upp á gott úrval kaffidrykkja úr fyrsta flokks kaffibaunum frá Te og kaffi ásamt öðrum fjölbreyttum veitingum. Hér eru miklir möguleikar á líflegri starfsemi kaffihúss og ekki síst á sumrin þegar hægt verður að taka útisvæðið til notkunar og jafnvel útisvalir Listasafnsins þegar aðstæður leyfa“.

Gil Kaffihús var áður með reksturinn í Listasafninu á Akureyri, en það opnaði í september 2018.

Sjá einnig: Nýtt kaffihús opnar á Akureyri

Mynd: listak.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr kebab staður opnar á Selfossi

Birting:

þann

Kebab Selfoss

Nú um mánaðamótin s.l. opnaði Selfyssingurinn Gunnar Valgeir Reynisson, eða Valli Reynis eins og hann er oftast kallaður, nýjan veitingastað sem ber nafnið Kebab Selfoss.

Kebab Selfoss

Fréttamiðillinn DFS leit við hjá honum þar sem hann var á fullu að undirbúa opnunardaginn. Í myndbandinu segir Valli meðal annars frá því hvernig hugmyndin kviknaði að opna kebab-stað á Selfossi.

 

Myndir: facebook / KEBAB-Selfoss

Lesa meira

Áhugavert

Þessir veitingastaðir opnuðu á árinu 2019

Birting:

þann

Veitingastaður

Að fylgjast með öllum nýju veitingastöðunum sem opnuðu á síðasta ári hefur verið erfitt enda greinilegt vinsælt að opna veitingastaði á árinu sem var að líða.

Hér fyrir neðan er listi (listinn er ekki tæmandi) yfir þá veitingastaði sem opnuðu á árinu 2019 á Íslandi og einnig íslenskir fagmenn úr veitingabransanum sem opnuðu veitingastaði erlendis:

Kex hostel opnar í Portland í Bandaríkjunum

Nýr veitingastaður opnar – Teppanyaki í fyrsta sinn á Íslandi

O´Learys breytist í Sport & Grill heimavöllur Ella

Skúrinn flytur og Skipperinn opnar

Jungle opnar í miðbænum – Jónas Heiðarr: „þetta verður skemmtilegasti kokteilbar landsins“

Nýr veitingaaðili tekur við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi

Matarhjallinn opnar bráðlega

Kurdo Kebab er nýr veitingastaður á Akureyri

Reykjavík fish opnar nýtt útibú

Dill opnar að nýju á Laugavegi 59

Þórarinn bakari opnar veitingastað

Simmi Vill breytir banka í veitingastað

Vitinn mathús opnar á Akureyri

Axel opnar níunda staðinn í miðausturlöndunum

Íslenskur yfirmatreiðslumaður og meðeigandi á nýjum veitingastað í Noregi

Matstöðin opnar á Höfðabakka

Gló Engjateig opnar á ný – Myndir – Flottur og girnilegur Gló matseðill

Stökk er nýr veitingastaður á Laugaveginum

Centrum Kitchen & Bar er nýr veitingastaður í göngugötunni á Akureyri

Elías kokkur opnar litríkan Tacobíl í Reykjanesbæ – Allt seldist upp á fyrsta degi

Nýr veitingastaður á Selfossi – Skyndibitastaður í hollari kantinum

RiF er nýr veitingastaður í Hafnarfirði

Hofland Eatery er nýr veitingastaður í Hveragerði

Almar bakari opnar nýtt bakarí og kaffhús á Selfossi

Nýr veitingastaður á Laugavegi 178

Nýr hamborgarastaður opnar í september

Verksmiðjan á Akureyri opnar formlegra í dag – Myndir

Þriðji Lemon veitingastaðurinn á norðurlandi opnar

Ís-listasafn og bar opnar á Laugaveginum

Nýr og glæsilegur veislusalur opnar í Grindavík

Bergsson taco by night opnar formlega – Alvöru upplifun fyrir bragðlaukana

Nýr veitingastaður opnar í miðbæ Reykjavíkur

Nýr veitingastaður í Hveragerði

Laundromat enduropnað

Bæjarins Beztu Pylsur opnar loksins á Akureyri

Nýr Kore staður í Kringlunni

Nýr skandinavískur veitingastaður á Spáni – Einar býður upp á skandinavískan mat í bland við spænskan

Nýtt hótel í Borgarfirðinum

Kári Þorsteins til Egilsstaða – Opnar veitingastað í Nielsenshúsinu

Smurstöðin hættir og nýr veitingastaður tekur við

Eiriksson Brasserie opnar formlega

Opna fjórða veitingastaðinn

Íslenskir þjónar opna veitingastað á eyjunni Bornholm

Metnaðarfullir fagmenn við stjórnvölinn á nýjum veitingastað í Keflavík

Mathöll Höfða – framkvæmdum miðar vel áfram – Myndir

Nýr Lemon veitingastaður opnar á Akureyri

Systir er nýr veitingastaður á Hverfisgötu 12

 

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt bakarí opnar á Selfossi

Birting:

þann

Kjartan og Guðmundur eru bakarar að mennt

Kjartan og Guðmundur eru bakarar að mennt

Í fyrramálið, fimmtudaginn 2. janúar 2020, opnar nýtt bakarí á Selfossi. Bakaríið hefur fengið nafnið G.K. bakarí og eigendur eru Guðmundur Helgi Harðarson og Kjartan Ásbjörnsson.

Kjartan starfaði áður í bakaríinu hjá IKEA og Guðmundur hjá Brauð & co.

G.K. bakaríið er eins og áður segir staðsett á Selfossi, við Austurveg 31b.

Mynd: facebook / G.K. Bakarí

Lesa meira
  • Þó vindar blás´ á móti 14.02.2020
    Valentínusardagur 2020Þó vindar blás´ á móti Þessi setning, gripin úr laginu Spenntur með Á Móti Sól,  á vel við á þessum vindhvassa Valentínusardegi.Lagið heldur svo áfram, Ég er miklu meir´ en spenntur fyrir þér.  Þrátt fyrir að Viceman sérhæfi sig ekki í sambands ráðgjöf þá veit hann að eigin raun að þessi spenna sem kemur […]
  • Dark & Stormy (original) 14.02.2020
    Dark & Stormy 45 ml Dökkt RommToppað Gingerbeer (engifer bjór) Tækni: ByggðurGlas: HighballSkreyting: Lime sneið (myntutoppur ef maður vill)  Aðferð: Gingerbeer hellt í Highball glas með klaka og dökku rommi bætt við.Drykkurinn hrærður létt saman og skreyttur með lime sneið.

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag