Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður slær í gegn – Atli Snær: „… oft er röð út úr dyrum“

Birting:

þann

Chikin við Ingólfsstræti 2

Chikin við Ingólfsstræti 2

Chikin er nýr veitingastaður við Ingólfsstræti 2 (beint á móti Prikinu), en Chikin er samheiti á kóresku og japönsku yfir djúpsteiktan kjúkling.

Eigendur eru báðir matreiðslumenn að mennt, þeir Atli Snær sem á einnig fræga veitingastaðinn Kore og Jón Þorberg Óttarson.

K-town

K-town

K-town

K-town

Staðurinn sækir innblástur í Asíska matargerð en við þróunina á kjúklingnum þá horfðu eigendur mikið til suðurríkja Bandaríkjanna.

Chikin wings

Chikin wings

Chikin wings

Chikin wings

„Okkur langaði að endurskapa þá hefð sem þekkist til í Suðurríkjunum að setjast niður í góðravona hóp að borða sterkan kjúkling. Okkur langaði að opna stað þar sem conceptið væri fyrst og fremst að fókusera á kjúkling. Við teljum að okkur hafi tekist ágætlega til allavega og oft er röð út úr dyrum, og þá sérstaklega í kúklingaburgerinn, en hann á nú þegar marga Die hard aðdáendur.

Við erum líka með Bao bun, Kjúklingalundir og aðeins örðuvísi nálgun í grænmetis réttunum. Því mætti segja að við séum að fera ótroðnar slóðir með því að sameina þessar ólíku matarhefðir.“

Sagði Atli Snær í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um matargerðina.

Eigendur Chikin hafa flutt inn mikið magn að sterkustu chilium heims og er staðurinn að bjóða upp á sterkasta kjúklingaborgara landsins, svo vitað er um.

„Á matseðlinum erum við með kjúklingaborgara sem fólk er byrjað að titla sem besta kjúklingaborgara landsins, við höfum því verið í basli með að anna þeirri stjarnfræðilegu eftirspurn sem myndast hefur eftir borgaranum.“

Sagði Atli Snær og bætir við í léttu gríni:

„Einnig má til gamans geta að Helgi í Góu liggur hér reglulega á glugganum til að reyna að sjá hvernig dýrðin er gerð, við höfum þurft að reka hann nokkrum sinnum í burtu.“

Myndir: aðsendar / Chikin

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið