Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður slær í gegn – Atli Snær: „… oft er röð út úr dyrum“

Birting:

þann

Chikin við Ingólfsstræti 2

Chikin við Ingólfsstræti 2

Chikin er nýr veitingastaður við Ingólfsstræti 2 (beint á móti Prikinu), en Chikin er samheiti á kóresku og japönsku yfir djúpsteiktan kjúkling.

Eigendur eru báðir matreiðslumenn að mennt, þeir Atli Snær sem á einnig fræga veitingastaðinn Kore og Jón Þorberg Óttarson.

K-town

K-town

K-town

K-town

Staðurinn sækir innblástur í Asíska matargerð en við þróunina á kjúklingnum þá horfðu eigendur mikið til suðurríkja Bandaríkjanna.

Chikin wings

Chikin wings

Chikin wings

Chikin wings

„Okkur langaði að endurskapa þá hefð sem þekkist til í Suðurríkjunum að setjast niður í góðravona hóp að borða sterkan kjúkling. Okkur langaði að opna stað þar sem conceptið væri fyrst og fremst að fókusera á kjúkling. Við teljum að okkur hafi tekist ágætlega til allavega og oft er röð út úr dyrum, og þá sérstaklega í kúklingaburgerinn, en hann á nú þegar marga Die hard aðdáendur.

Við erum líka með Bao bun, Kjúklingalundir og aðeins örðuvísi nálgun í grænmetis réttunum. Því mætti segja að við séum að fera ótroðnar slóðir með því að sameina þessar ólíku matarhefðir.“

Sagði Atli Snær í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um matargerðina.

Eigendur Chikin hafa flutt inn mikið magn að sterkustu chilium heims og er staðurinn að bjóða upp á sterkasta kjúklingaborgara landsins, svo vitað er um.

„Á matseðlinum erum við með kjúklingaborgara sem fólk er byrjað að titla sem besta kjúklingaborgara landsins, við höfum því verið í basli með að anna þeirri stjarnfræðilegu eftirspurn sem myndast hefur eftir borgaranum.“

Sagði Atli Snær og bætir við í léttu gríni:

„Einnig má til gamans geta að Helgi í Góu liggur hér reglulega á glugganum til að reyna að sjá hvernig dýrðin er gerð, við höfum þurft að reka hann nokkrum sinnum í burtu.“

Myndir: aðsendar / Chikin

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Hannes Boy breytist í PopUp Vegan Boy – Myndir

Birting:

þann

Rekstraraðilar veitingadeildar Sigló hótels

Rekstraraðilar veitingadeildar Sigló hótels. Saman reka þau veitingastaðinn Sunnu á Sigló hótel, Kaffi Rauðku, og Hannes Boy.
F.v. Jimmy Wallster, Sólrún Guðjónsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette ásamt börnum þeirra.
Mynd: aðsend

Veitingastaðurinn Hannes Boy á Siglufirði er einstaklega fallegur staður sem býður upp á huggulegt og rómantískt umhverfi með útsýni yfir fallega smábátahöfnina og tignarleg fjöllin.

Staðurinn stendur í sólgulu húsi við smábátahöfnina og er nefndur eftir sjóaranum Hannesi.

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Veitingastaðurinn opnaði árið 2010 og hefur verið boðið upp á fínni mat. Nú hafa rekstraraðilar breytt konseptinu á staðnum og bjóða nú upp á grænkera sælkeraverslun og veitingastað í sumar og heitir staðurinn Vegan Boy – Deli & Boutique og er PopUp staður.

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Réttur dagsins og súpa dagsins er unnin úr þeim vörum sem er til sölu í versluninni. Fersk salöt og boost eru í handhægum og umhverfisvænum umbúðum sem henta vel til að taka með. Svo má einni tilla sér í sólinni fyrir utan og neyta réttanna þar. Einnig er til sölu fallegar vörur eins og glös, hnífaparasett, ýmis borðbúnaður og spennandi gjafavörur og margt fleira.

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

„Það er skemmtileg áskorun fyrir okkur að opna stað sem er alveg vegan og höfum við fundið fyrir þörfinni fyrir því hérna fyrir norðan. Við höfum mikinn áhuga á vegan matargerð og gaman að sjá hvað þróunin í grænkera matargerð er langt á veg komin.

Vegan hópurinn á Íslandi er fer stækkandi með hverju ári og langar okkur að mæta þeim hóp með áhuga og fjölbreytni.“

Sagði Halldóra Guðjónsdóttir í samtali við veitingageirinn.is

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Grænmetislasagna með grillaðri papriku. Verð: 2690,-
Virkilega gott.

Hannes Boy - PopUp Vegan Boy

Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýir rekstraraðilar á Litlu kaffistofunni

Birting:

þann

Litla kaffistofan

Litla kaffistofan

Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var Litlu kaffistofunn á þjóðvegi 1, Suðurlandsveginum, í Svínahrauni lokað, en þá hafði hjónin Katrín Hjaltadóttir og Svanur Gunnarsson séð um reksturinn í fimm ár.  Litla kaffistofan er í eigu Olís.

Sjá einnig:

Loka Litlu kaffistofunni

Ekki er vitað hvaða rekstraðilar taka við, en í skriflegu svari til mbl.is segjast þeir vel kunnugir því að reka veitingahús.

Stefnt er á að opna Litlu kaffistofuna fyrri hluta ágústmánaðar, en nú standa yfir breytingar.

Mynd: facebook / Litla Kaffistofan

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ný mathöll opnar við Austurbakka í Reykjavík

Birting:

þann

Mathöll við Austurbakka í Reykjavík

Að opna mathallir virðist vera í tísku, enda spretta þær upp eins og gorkúlur.

Fasteignafélagið Reginn sækir um að innrétta mathöll, verslanir og veitingastaði á 1. og að hluta 2. hæð við Austurbakka 2 í Reykjavík, samkvæmt fundargerð byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar.

Frá afgreiðslu byggingarfulltrúa:
Austurbakki 2(11.198.01) 209357Mál nr. BN059633630109-1080 Reginn hf.,Hagasmára 1, 201 Kópavogur.
Sótt er um leyfi til að innrétta mathöll, verslanir og veitingastaði á 1. og að hluta 2. hæð og í kjallara íbúðar-og atvinnuhúss sem er mhl. 05 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 12.100
Frestað.

Mynd: skjáskot af google korti

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið