Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður opnar í miðbæ Reykjavíkur

Birting:

þann

Fjallkonan

Fjallkonan er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur, sem staðsettur er við Hafnarstræti 1-3 þar sem UNO var áður til húsa. Eigendur eru þeir sömu og reka Apótekið, Sush social, Sæta svínið og Tapas.

Fjallkonan

Fjallkonan

Á meðal rétta er grillaður BBQ hlýri með blómkáli, byggi, granateplum, pistasíum og skyr-tahini

 

Myndir: facebook / Fjallkonan

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Gordon Ramsay opnar stærsta hamborgarastaðinn í veitingaveldi sínu

Birting:

þann

Gordon Ramsay - 02 Arena

Í júlí næstkomandi opnar Gordon Ramsay nýjan veitingastað 02 höllinni í London og er þetta stærsti skyndibitastaðurinn sem hann opnar í veitingaveldi sínu.  Í fyrra sendi hann frá sér tilkynningu að hann hefur hug á því að opna 50 nýja veitingastaði.

Ekki er um að ræða fine dining veitingastaði heldur meira í takt við skyndibitastaði, þó er hamborgarinn á nýja veitingastaðnum á Harrods í Bretlandi í dýrari kantinum eða um 15 þúsund krónur og þá á eftir að kaupa franskar og sósu.

Einnig hefur Gordon opnað „Street Burger“ veitingastaði sem staðsettir eru við St Paul’s, Covent Garden, Charing Cross Road og Woking í London og pizzustaðina „Street Pizza“ sem staðsettir eru í Battersea, Southwark, St Paul og Camden í London.

Hamborgarastaðurinn í 02 höllinni tekur 175 manns í sæti og er þar með stærsti skyndibitastaðurinn sem hann hefur opnað fram að þessu.

Sjá einnig:

Gordon Ramsay opnar þrjá nýja veitingastaði – Svona líta hamborgararnir út – Myndir og vídeó

Fleiri fréttir: Gordon Ramsay

Mynd: theo2.co.uk

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr íslenskur veitingastaður með fullt hús stiga á Google – Sveinn: „…næsti bær við fullnægingu“

Birting:

þann

Kröns veitingastaður við Lækjargötu 8 í Reykjavík

Beikonborgari

Kröns er nýr streetfood staður sem opnaði í miðju Covid í nóvember í fyrra. Markmið staðarins er að vera með sanngjörn verð, hágæða hráefni og notalega stemningu sem hefur klárlega slegið í gegn, en víðs vegar má lesa ummæli ánægðra viðskiptavina sem gefa staðnum toppeinkunn.

Kröns veitingastaður við Lækjargötu 8 í Reykjavík

Franklín Jóhann Margrétarson

Eigendur staðarins eru Franklín Jóhann Margrétarson matreiðslumaður sem lærði fræðin sín í Danmörku og Alma Lísa Jóhannsdóttir en þau hafa einnig rekið veitingastaðinn á Hótel Bifröst undanfarin ár.

Hamborgarar staðarins hafa hlotið mikilla vinsælda en þeir eru svokallaðir „Jucy Lucy“ borgarar, í stað þess að setja ost ofan á hamborgarann, þá eru þeir fylltir með osti, en hugmyndin af þeim er sótt til Minneapolis í Bandaríkjunum.

Kröns veitingastaður við Lækjargötu 8 í Reykjavík

Jack Daniels BBQ kjúklingavængir með lime zest og sósu

Staðurinn er opinn frá kl. 12 og er opið til kl. 20 eins og er frá mánudag til laugardags. Fljótlega stendur til að bjóða upp á morgunverð og verður þá staðurinn opinn frá kl. 07 á morgnana.

Kröns er staðsettur við Lækjargötu 8 á milli Messans og Hraðlestarinnar, þ.e. í húsnæðinu sem Icelandic streetfood var áður til húsa.

Kröns veitingastaður við Lækjargötu 8 í Reykjavík

Humartaco

„Ógleymanlegur unaður og næsti bær við fullnægingu“ skrifar Sveinn Dal Sigmarsson á facebook, þar sem hann segir skemmtilega frá upplifun sinni á staðnum hér.

„Allt sem ég hef smakkað þarna er gott og ekkert verið að spara í hráefninu. Mæli 100% með. Frábært í take away“ skrifar ánægður viðskiptavinur.

Flest stig eða umfjallanir er hægt að lesa á Google og fær staðurinn topp einkunn frá öllum. Á TripAdvisor er Kröns með „Excellent“ stig.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

KFC opnar á Akureyri? Helgi í Góu: „…þeir sem stjórna bæjarfélaginu hafa ekkert haft áhuga á okkur.“

Birting:

þann

Akureyri - Hyrna - KFC

Lóðin við Sjafnargötu 1 stendur nálægt þjóðvegi 1 í útjaðri Akureyrar, við hliðina á bensínstöð ÓB og hinu nýopnaða Norðurtorgi. Á myndinni sést glitta í húsnæði BM Vallár og Byggingafélagsins Hyrnu.

Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár.

„Það er ekki komin nein alvara í þetta en þetta eru heitar umræður myndi ég segja svo það kemur í ljós hvað við gerum,“

segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri KFC, í samtali við Vísi.

„Við erum búin að vera að skoða staði síðustu tíu árin en þeir sem stjórna bæjarfélaginu hafa ekkert haft áhuga á okkur,“

bætir hann við og segist hafa fundið fyrir miklum áhuga Akureyringa á sköpunarverki ofurstans.

Skyndibitakeðjan sóttist lengi eftir því að opna veitingastað við Drottningarbraut á Akureyri en mætti andstöðu skipulagsyfirvalda. Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar féllst ekki á að breyta deiliskipulagi á svonefndum Drottningarbrautarreit árið 2010 til að verða við óskum KFC, að því er fram kemur á visir.is

Fram kom í opnu bréfi á visir.is sem Helgi sendi bæjarstjórn Akureyrar skömmu síðar að tíu ár væru liðin frá því að KFC sótti fyrst um byggingarleyfi fyrir veitingastað á Akureyri.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að deiliskipulag hafi gert ráð fyrir íbúðauppbyggingu og hóteli á umræddum reit. Lóðin stendur enn auð en henni var nýverið úthlutað undir íbúðir og þjónusturekstur eftir að fallið var frá fyrirhugaðri hóteluppbyggingu.

„Á þeim tíma var gert ráð fyrir miklu meira byggingamagni á reitnum en Helgi var tilbúinn til að byggja og við vildum nýta þennan reit undir meira byggingamagn til að þétta byggðina enn frekar,“

segir Halla Björk.

Ef samkomulag næst um uppbyggingu á Akureyri hyggst KFC byggja nýjan veitingastað frá grunni með bílalúgu og góðri aðstöðu fyrir löngunarfulla aðdáendur keðjunnar.

Mynd: skjáskot af google korti

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið