Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr sjávarréttastaður opnar í miðborg Reykjavíkur
Þar sem veitingastaðurinn Veiðikofinn var áður til húsa við Lækjargötu er kominn nýr sjávarréttastaður sem ber nafnið Messinn.
Messinn opnaði formlega 21. júní síðastliðinn og hefur fengið afar jákvæðar undirtektir.
„Við ætlum að fanga andann á Tjöruhúsinu á Ísafirði og flytja hann hingað til Reykjavíkur. Ég og Maggi, eigandi Tjöruhússins, erum systkinabörn og ég kokkaði þar í dálítinn tíma. Hann hefur lagt blessun sína yfir staðinn og ætlar meira að segja að koma í heimsókn og elda fyrir okkur,“
segir Jón Mýrdal veitingamaður í samtali við Fréttatímann en Messinn er í anda Tjöruhússins á Ísafirði.
„Getur maður loksins fengið fisk í Reykjavík sem er ekki léttsteiktur á báðum hliðum, með smá aspas og brokkólí, 3 gljáðum kartöflum og svo einhverja froðu með,“
skrifar einn gestur á facebook síðu Messans sem er greinilega mjög ánægður með þessa viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur.
Á twitter má sjá fjölmarga gesti ánægða með veitingastaðinn:
1/10 af skammti f einn. Af besta kola mannkynssögunnar. #messinn pic.twitter.com/NDabpPWOIF
— Björn Teitsson (@bjornteits) June 7, 2016
Haraldurinn 1 úr improv Ísland fór á Messann. Nú erum við svo mett að við getum ekki hreyft okkur. #iceland #messinn pic.twitter.com/4cJ0VEAdG7
— Atli Viðar (@atli_vidar) June 9, 2016
Hands down besti fiskur í Reykjavík á Messanum! Er búin að hugsa um matinn þar stanslaust síðan ég smakkaði! #messinn
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 6, 2016
Leikarinn frægi úr þáttunum Office Rainn Wilson var ánægður Messann
Best fish I’ve ever eaten:
Messinn #Reykjavik— RainnWilson (@rainnwilson) June 26, 2016
Snorri Sigfinnsson er yfirmatreiðslumaður Messans, en hann hefur áður starfað hjá Argentínu Steikhúsi, Center Hótelinu Arnarhvoll svo fátt eitt sé nefnt.
Matseðillinn er skemmtilegur og ferskur að sjá og þar er ekki mikið um flækjustig, þrír forréttir, saltfiskmús, graflax og humarsúpu og fínt verð eða frá 1.650 til 1.850 krónur. Aðalréttir þar sem fiskipönnurnar leika aðalhlutverkið, s.s. plokkfisk, gellur, bleikja, einfalt og girnilegt að sjá. Kjötréttir eru ekki í boði, en hey, þetta er nú sjávarréttarstaður.
Fjórir eftirréttir er á matseðlinum sem heita Berjabrjálæði sem er vegan réttur, döðlukaka, súkkulaðikaka og hvítsúkkulaði skyrmús.
Spennandi matseðill sem er allt í senn, góður fyrir budduna.
Myndir: facebook / Messinn Reykjavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó













