Vertu memm

Markaðurinn

Nýr og spennandi kryddostur með Camembert sem smellpassar í sósuna

Birting:

þann

Kryddostur með Camembert

Nýjasti osturinn frá MS er kryddostur með Camembert sem kemur skemmtilega á óvart. Ólíkt hefðbundnum Camembert ostum bakast hann og bráðnar einstaklega vel og hentar því sérstaklega vel í matargerð af ýmsu tagi.

Ostinn er upplagt að rífa og nota til að bragðbæta sósur, hann bráðnar vel og smellpassar á pizzur og fjölbreytta ofnrétti, svo má skera hann í teninga og baka í ofni með hnetum og sírópi. Þá er ótalin sú staðreynd að osturinn smakkast dásamlega einn sér og nýtur sín vel niðursneiddur ofan á brauð og kex.

Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum MS en til gamans fylgir hér uppskrift að sósu sem smellpassar með grillmatnum.

Kryddostur með Camembert

Camembert sveppasósa sem smellpassar með grillmatnum

1 ½ Kryddostur með Camembert
200 g sveppir
30 g smjör
2 hvítlauksrif
500 ml rjómi
1 msk. nautakraftur
2 tsk. rifsberjasulta
Salt og pipar

1. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri þar til þeir mýkjast. Rífið hvítlaukinn saman við í lokin og kryddið eftir smekk með salti og pipar.

2. Rífið næst Camembert ostinn niður og hellið rjómanum saman við og hrærið þar til osturinn er bráðinn.

3. Bætið þá krafti og sultu saman við og leyfið að malla í að minnsta kosti 15 mínútur áður en sósan er borin fram.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Markaðurinn

Síríus kannan 2021 komin í verslanir

Birting:

þann

Síríus suðusúkkulaði

Eins og farfuglarnir á vorin kemur Síríus kannan á haustin og nú er kanna ársins 2021 fáanleg í verslunum. Kannan kemur í fjórum fallegum litum og er fullkomin fyrir heita súkkulaðið í vetur.

„Þegar könnurnar komu fyrst á markað árið 2014 held ég að ekkert okkar hafi grunað að það yrði upphafið að þessari skemmtilegu hefð sem nú hefur myndast fyrir könnunum,“

segir Silja Mist Sigurkarlsdóttir markaðsstjóri Nóa Síríus. Aðspurð segist Silja vita af fjölda fólks sem leggi mikið kapp á að eignast allar útgáfur af könnunni, enda mikið lagt í þær.

„Okkur þykir mjög vænt um þessa hefð og því er mikill metnaður lagður í það ár hvert að finna nýja og skemmtilega hönnun sem hentar vel undir heita súkkulaðið og sómir sér jafnframt vel í eldhúsum landsmanna.“

Síríus suðusúkkulaði hefur verið uppáhald íslensku þjóðarinnar síðan 1933. Öll þekkjum við þetta klassíska en uppskriftin að því hefur verið óbreytt frá upphafi. Nýjungar líta þó reglulega dagsins ljós og nú fæst suðusúkkulaðið líka með myntubragði, appelsínubragði, karamellu og salti og 70% dökkt.

Lesa meira

Markaðurinn

Einstakar handunnar skálar úr rekavið

Birting:

þann

Einstakar handunnar skálar úr rekavið

Ný vara frá icelandcraft.is, engin skál er eins og hér ræður rekaviðar drumburinn lögun og lagi, eru komnar í vefverslunina hjá okkur.

Einstakar handunnar skálar úr rekavið

Einstakar handunnar skálar úr rekavið

Einstakar handunnar skálar úr rekavið

Lesa meira

Markaðurinn

Vinsæll veitingastaður á Húsavík til sölu

Birting:

þann

Naustið á Húsavík

Naustið á Húsavík

Til sölu er veitingastaðurinn Naustið á Húsavík. Staðurinn hefur verið rekinn við góðan orðstír sl. 11 ár og er með framúrskarandi einkunnir á öllum miðlum.

Naustið hefur verið einn vinsælasti veitingastaðurinn á norðurlandi meðal heimamanna jafnt sem ferðamanna frá upphafi. Staðsetningin er miðsvæðis við aðal hótel- og gistiþjónusvæði bæjarins og er með rekstarleyfi fyrir 60 manns. Mikil tækifæri í fallegum bæ sem er í örum vexti og með þekktustu áningastöðum landsins.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson, löggiltur fasteingasali, [email protected]

Naustið á Húsavík

Naustið á Húsavík

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið