Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr matarvagn/veitingastaður opnar á Akureyri – Ingi matreiðslumaður: „Við verðum með smá fine dining infusion“
Nýr matarvagn lítur dagsins ljós á Akureyri nú á næstunni sem heitir Mosi – streetfood. Vagninn er ekki fullkláraður að utan, en stefnan er að opna í byrjun maí.
Nákvæm dagsetning á opnun og staðsetning á vagninum verður auglýst á facebook síðu Mosi – streetfood, fylgist vel með. Eigendur eru Ingi Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin. Ingi er matreiðslumaður að mennt.
„Við stefnum á að vera með þokkalegan hollan streetfood með smá svona fine dining infusion, en ætlum ekki að missa okkur í pinsettunum og perraskap. Við munum bjóða upp á nánast alla rétti vegeterian líka.“
Sagði Ingi í samtali við veitingageirinn.is. Matseðillinn er ennþá á lokaskrefunum, en eftirfarandi réttir verða t.a.m. á boðstólnum:
Pulled-pork taco, með sýrðu hvítkáli, pikkli og mayo „ponzu“.
Dirty franskar, heimagerðar franskar með cheddarsósu, beikoni og vorlauk.
Bbq quesadilla með djúpsteiktum kjúkling og salsa.
Djúpsteikt Burek með grískujógúrti.
Marokkóskur kjúklingur á naanbrauði með eplachutney og japönsku mayo.
Sticky brokkoli „wings“ með pikkluðum chilli og chilli mayo.
Myndir: facebook / Mosi – streetfood.
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin






