Nýr Lemon veitingastaður opnar á Akureyri

Nýr Lemon veitingastaður opnaði í dag við Ráðhústorgið á Akureyri. Staðirnir eru þá orðnir tveir á Akureyri en fyrri staðurinn opnaði 19. maí árið 2017 við Glerárgötu 32. Lemon veitingastaðirnir eru þá orðnir sex talsins, tveir í Reykjavík, einn í Hafnarfirði, einn í París í Frakklandi og tveir á Akureyri. Mynd: facebook / Lemon