Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr íslenskur veitingastaður opnar í bænum Torrevieja á Spáni

Birting:

þann

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan – SkyBar er nýr íslenskur veitingastaður í bænum Torrevieja á Spáni.  Eigendur eru kærustuparið Bjarni Haukur Magnússon og Laufey Eva Stefánsdóttir, en þau hafa undanfarin ár verið búsett á Spáni þar sem Bjarni hefur m.a. starfað við sölu fasteigna.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Séð yfir SkyBar

„Ég hef verið hér með hléum í átta ár og unnið við fasteignasölu og í ferðaþjónustu. Ég fann að sama skapi að það var kominn tími til að breyta um vettvang og gera eitthvað nýtt. Laufey var til í að koma með mér í þetta og planið var að opna talsvert minni stað. Eftir að við fundum svo þessa staðsetningu breyttust plönin og þetta gerðist allt mjög hratt,“

segir Bjarni í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Panorama mynd af útsýninu frá SkyBarnum.
Íbúar í Torrevieja eru tæplega 100 þúsund en yfir sumartímann margfaldast sú tala.

Smiðjan – SkyBar tekur 180 manns í sæti og býður upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig er boðið upp á beinar útsendingar með íslensku tali á öllum þeim viðburðum er vekja áhuga Íslendinga.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Blandaður bakki – andavindill, piri piri kjúklingavængir og reyktir sveppir

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Grillaðir Piri piri kjúklingavængir með amarillosósu, borið fram með spicy hrásalati

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

160 gr. nautahamborgari með cheddarosti, grilluðu chorizo, tómötum, pikkluðum lauk, káli og hamborgarasósu Smiðjunnar. Borinn fram með frönskum kartöflum

Matseðill

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Staðsetning

Myndir: facebook / Smiðjan – SkyBar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið