Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr íslenskur veitingastaður opnar í bænum Torrevieja á Spáni

Birting:

þann

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan – SkyBar er nýr íslenskur veitingastaður í bænum Torrevieja á Spáni.  Eigendur eru kærustuparið Bjarni Haukur Magnússon og Laufey Eva Stefánsdóttir, en þau hafa undanfarin ár verið búsett á Spáni þar sem Bjarni hefur m.a. starfað við sölu fasteigna.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Séð yfir SkyBar

„Ég hef verið hér með hléum í átta ár og unnið við fasteignasölu og í ferðaþjónustu. Ég fann að sama skapi að það var kominn tími til að breyta um vettvang og gera eitthvað nýtt. Laufey var til í að koma með mér í þetta og planið var að opna talsvert minni stað. Eftir að við fundum svo þessa staðsetningu breyttust plönin og þetta gerðist allt mjög hratt,“

segir Bjarni í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Panorama mynd af útsýninu frá SkyBarnum.
Íbúar í Torrevieja eru tæplega 100 þúsund en yfir sumartímann margfaldast sú tala.

Smiðjan – SkyBar tekur 180 manns í sæti og býður upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig er boðið upp á beinar útsendingar með íslensku tali á öllum þeim viðburðum er vekja áhuga Íslendinga.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Blandaður bakki – andavindill, piri piri kjúklingavængir og reyktir sveppir

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Grillaðir Piri piri kjúklingavængir með amarillosósu, borið fram með spicy hrásalati

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

160 gr. nautahamborgari með cheddarosti, grilluðu chorizo, tómötum, pikkluðum lauk, káli og hamborgarasósu Smiðjunnar. Borinn fram með frönskum kartöflum

Matseðill

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Staðsetning

Myndir: facebook / Smiðjan – SkyBar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Opnuðu veitingastað í miðju COVID-19 faraldri – Öflugt teymi fagmanna

Birting:

þann

Primo - Veitingastaður á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis

Búið er að opna Primo veitingastaðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis með nýjum og breyttum áherslum. Framreiðslumennirnir Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson gerðu sér lítið fyrir og opnuðu veitingastað í miðju Covid.

Öflugt teymi fagmanna

„Primo er ekta ítalskur veitingastaður með mikla sál. Við höfum tekið staðinn í gegn varðandi mat, drykk og þjónustu en hann er enn með gamla sjarmann sem húsið hefur upp á að bjóða. Við erum með fyrsta flokks fagmenn með okkur sem hafa unnið á veitingastöðum eins og Moss & Lava í Bláa Lóninu, Snaps, Essensia, og víðar,“

segir Kristján Nói.

Ekta ítalskur veitingastaður í miðborginni

Primo er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er betri stofa þar sem hægt er að setjast niður í drykki og Aperitivo sem er ítalskt heiti yfir drykki og snarl. Á efri hæðinni er svo rými fyrir allt að 60 manns sem einnig er hægt er að skipta niður fyrir 8-30 manna hópa.

„Þetta er frábær staður til að koma og njóta þess að fara út að borða með vinum og vandamönnum, hitta vinnufélaga og viðskiptavini í heimilislegu ítölsku andrúmslofti. Einnig er kjörið að koma og fá sér veitingar fyrir t.d leikhús og aðra listviðburði.

Í betri stofunni miðum við svolítið á svona eftirstríðsára þema og þú kemst hálfa leið til útlanda og í tímaflakk með því að kíkja þar við,“

segir Brynjar Ingvarsson. Að sjálfsögðu er öllum sóttvarnarreglum fylgt á Primo.

Strákarnir standa sjálfir vaktina

Strákarnir standa sjálfir vaktina að mestu leyti og vinna stöðugt með matreiðslumönnunum, þeim Magnúsi Ólafssyni, Jóhönnu Söru Jakobsdóttur og Gunnari Þorsteinssyni að ýmsum þróunum.

„Við leggjum núna aðal áherslu á kvöldin en einnig er opið í hádeginu á föstudögum og um helgar en þá er í boði ekta ítalskur brunch. Við byrjum bara að fikra okkur áfram með þetta en erum stöðugt að skoða hvað við getum gert meira.

Í þessu árferði sem nú er telja margir okkur kannski vera alveg klikkaða að opna veitingastað en við erum viss um að Íslendingar hætta ekki að fara út að borða og hvað er betra en að koma á ekta ítalskan stað og láta fagmenn dekra við sig í mat og drykk,“

segir Kristján Nói að lokum.

Þemað hjá Primo er ítalskt með eldbökuðum pizzum, pasta, steikum, risotto, fisk og fleira og ekki má gleyma dásamlegum eftirréttum á borð við Tiramisu og Affogato.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Omnom opnar ísbúð

Birting:

þann

Ísbúð Omnom

Aðstandendur súkkulaðigerðinnar Omnom láta drauma sína rætast og ætla á morgun, föstudaginn 25. september kl. 16 að opna ísbúð í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina að Hólmaslóð 4 út á Granda.

Í ísbúð Omnom fær hugmyndaflugið lausan taum en á boðstólum eru girnilegir og spennandi ísréttir sem helst er hægt að lýsa sem einstakri bragðupplifun mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs.

Þessa fyrstu viku verður boðið upp á fimm rétti á ísseðlinum og munu bætast við fleiri spennandi og tilraunakenndir réttir eftir tilefnum og stemningu hverju sinni.

Á fyrsta ísseðli Omnom verða til dæmis Gyllti svanurinn sem sveipar njótandann suðrænum blæ, Kolkrabbinn sem sogar sig fastan á bragðlaukana með saltlakkrís og súrpræsi og svo er það sjálfur Ísbjörninn sem sumir eru kannski nægilega hugaðir að prófa.

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi Omnom, ásamt sérlegum smökkurum eru búin að liggja yfir gæða hráefnunum og uppskriftum og útkoman er dásamlegar sósur, krem, krömbl og kurl sem þjóna ekki aðeins þeim tilgangi að gleðja gómana heldur einnig augað.

Ísbúð Omnom er til húsa að Hólmaslóð 4 út á Granda og opnunartímar eru:

Þriðjudaga til föstudaga frá kl. 16 til kl. 22

Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til kl. 22

Mynd: facebook / Omnom

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Pizzan opnar nýjan stað

Birting:

þann

Pizzan - Skyndibitastaður

Pizzan opnar nýjan stað í Lóuhólum Breiðholti

Skyndibitastaðurinn Pizzan hefur opnað nýjan stað sem staðsettur er við Lóuhóla 2-6 í Breiðholti.

Veitingastaðir Pizzunnar eru nú orðnir sjö talsins, við Strandgötu 75 og Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, í Núpalind 1 í Kópavogi.  Í Reykjavík eru þeir staðsettir við Hverafold 1-3, Fellsmúla 26, Hringbraut 119 og sá nýjasti við Lóuhóla 2-6.

Mynd: facebook / Pizzan

Lesa meira
  • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
    Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag