Vertu memm

Starfsmannavelta

Nýir rekstraraðilar taka við Tryggvaskála

Birting:

þann

Tómas Þóroddsson, Ívar Þór Elíasson og Margrét Rún Guðjónsdóttir hafa tekið við rekstri Tryggvaskála á Selfossi .

Fyrirtæki þeirra Tryggvaskáli ehf. mun áfram halda úti veitingarekstri í húsnæðinu og munu þau kynna helstu áherslur síðar en stefnt er á opnun staðarins eftir miðjan maí. Leigusamningurinn er til 5 ára með möguleika á framlengingu og hefur Tryggvaskáli ehf. nú tekið formlega við húsnæðinu.

Aðspurð um við hverju fólk megi búast segja þau:

„Það verða breytingar, reyndar ekki mikið hér inni. Andrúmsloftið verður hlýtt, en við komum þó til með að létta stemninguna töluvert. Maturinn verður allt öðruvísi og meira lagt upp úr að hægt sé að koma og fá sér drykk og eitthvað létt að borða. Tómas skýtur inn að matseðillinn verði stilltur af í verði og hægt að koma og fá sér að borða oftar en þegar fólk á afmæli. Svolítið hugsað að vera með minni rétti og hægt verði að deila matnum með borðinu. Steikurnar og fiskurinn eru ekkert að hverfa, en þetta verður fjölbreytt,“

að því er fram kemur á dfs.is sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd: úr safni / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið