Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýir rekstraraðilar á Litlu kaffistofunni

Birting:

þann

Litla kaffistofan

Litla kaffistofan

Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var Litlu kaffistofunn á þjóðvegi 1, Suðurlandsveginum, í Svínahrauni lokað, en þá hafði hjónin Katrín Hjaltadóttir og Svanur Gunnarsson séð um reksturinn í fimm ár.  Litla kaffistofan er í eigu Olís.

Sjá einnig:

Loka Litlu kaffistofunni

Ekki er vitað hvaða rekstraðilar taka við, en í skriflegu svari til mbl.is segjast þeir vel kunnugir því að reka veitingahús.

Stefnt er á að opna Litlu kaffistofuna fyrri hluta ágústmánaðar, en nú standa yfir breytingar.

Mynd: facebook / Litla Kaffistofan

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Punto Caffé er nýr matarvagn í Borgarnesi

Birting:

þann

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Punto Caffé er nýr matarvagn í Borgarnesi, staðsettur á planinu hjá Menntaskóla Borgarfjarðar.

Eigendur eru feðgarnir Móses Kjartan Jósefsson og Philip Stefán Mósesson, en þeir bjóða upp á fimm tegundir af samlokum og úrval af gæðakaffi, eins og cappuccino, espresso, americano, caffe latte og einnig gos, ís úr vél og prótein smákökur.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Langvinsælasta samlokan á Punto Caffé er Lomito Italiano sem inniheldur rifið grísakjöt, tómata, avakadó og majones.

Í stuttu spjalli við blaðamann Skessuhornsins sagði Móses að hann væri ættaður frá Chile en hefði komið til Íslands árið 1998 en flutt í Borgarnes 2017.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Splunku nýjar tegundir af samlokum eru að skríða á matseðil þessa dagana, þær heita ave pimiento og ave palta Í Ave pimiento er mayjones salat með mæjónesi kjúklingabringu, grilluð papriku og í Ave Palta er kjúklingabringu með avókadó.
Einnig býður Punto Cafféupp á nýja vegan samloku með vegan snitseli.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Myndir: facebook / Punto Caffé

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Monkeys opnar formlega – Svona lítur staðurinn út – Myndir

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Monkeys

Monkeys opnaði formlega nú á dögunum, en staðurinn er staðsettur við Klapparstíg 28-30 í Hjartagarðinum í Reykjavík.

Staðnum stýra þeir Gunnar Rafn Heiðarsson veitingastjóri, Snorri Sigfússon yfirmatreiðslumeistari og Martyn Lourenco yfirkokteilbarþjónn. Allir hafa þeir áratuga reynslu í því að skapa framúrskarandi upplifun gesta sinna.

Veitingastaðurinn Monkeys

Veitingastaðurinn Monkeys

Sjá einnig:

Veitingastaðurinn Monkeys opnar í sumar – Sjáðu myndirnar af réttunum

Matseðill

Staðurinn er smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan.

Sjá matseðilinn hér.

Veitingastaðurinn Monkeys

Vínseðill

Mikil áhersla er á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum og búið er að para hið fullkomna glas með hverjum rétti ásamt frábærum kokteilum.

Myndir: facebook / Monkeys Reykjavík

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Iðnó opnar aftur – Sagan heldur áfram

Birting:

þann

Iðnó, menningarhúsið við Tjörnina í Reykjavík

Iðnó, menningarhúsið við Tjörnina í Reykjavík, lokaði fyrir rúmlega ári síðan, en rekstraraðilar á Iðnó þeir Þórir Bergsson matreiðslumaður og René Boonekamp sögðu á sínum tíma að ástæðan væri að það reyndist fjárhagslega ómögulegt að halda áfram með reksturinn á þessum fordæmalausu Covid tímum.

Í framhaldi þess auglýsti Reykjavíkurborg eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styður við starfsemi þess og eykur líf í húsinu.

Það er Björgvin Sigvaldason sem er nýr verkefnastjóri í Iðnó og Guðfinnur Sölvi Karlsson hjá Prikinu og Hressingarskálanum er rekstraraðili Iðnó.

Sjá einnig:

Iðnó til leigu – ertu með góða hugmynd?

Í tilkynningu frá Iðnó kemur fram að húsið mun opna á allra næstu dögum.

Í dag eru rekstraraðilar að standsetja húsið, sem hefur verið lokað eins og áður segir í meira en ár, og því af nægu að taka við að koma því í gang.

Iðnó

Iðnó, menningarhúsið við Tjörnina í Reykjavík

Iðnó verður opið alla daga frá morgni til kvölds. Áfram verður rekinn matsölustaður/kaffihús í hluta hússins þar sem boðið verður upp á mat, drykk, kökur og kleinur.

Rekstraraðilar lofa því að Iðnó verði lifandi hús, miðstöð tónlistar, dans, leiklistar, myndlistar og hins talaða orðs í Reykjavík eins og það hefur verið síðan 1896, segir í tilkynningu sem endar á orðunum: Sagan heldur áfram.

Myndir: facebook / Iðnó

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið