Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýir rekstraraðilar á Hólabúðinni og 380 veitingastaðnum á Reykhólum

Birting:

þann

Arnþór Sigurðsson og Helga Guðmundsdóttir

Arnþór Sigurðsson og Helga Guðmundsdóttir

Í október í fyrra lokaði Hólabúðin og 380 veitingastaðurinn á Reykhólum, en þá höfðu þá Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson staðið vaktina frá opnun verslunarinnar frá árinu 2015. Veitingastaðurinn opnaði árið 2018.

Sjá einnig:

Nýr veitingastaður á Reykhólum – Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum

Húsnæði verslunarinnar og veitingastaðarins, sem er í eigu sveitarfélagsins, var auglýst til leigu og barst ein umsókn, frá Helgu Guðmundsdóttur og Arnþóri Sigurðssyni og var gengið til samninga við þau.

Í tilkynningu segir að Helga mun stjórna versluninni, sem enn hefur ekki fengið nafn. Sveitarfélagið veitti styrk á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, til opnunar og reksturs verslunar á Reykhólum. Það mun létta róðurinn við undirbúninginn.

380 Restaurant á Reykhólum - Veitingastaður

Veitingastaðurinn 380 á Reykhólum, en nafnið er til komið vegna póstnúmers Reykhóla 380.
Lagt verður meiri áhersla á verslunina til að byrja með.

Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl næstkomandi, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað. Aðspurð segjast þau leggja áherslu á verslunina til að byrja með, því mikilvægast er að koma henni í gang. Þau segjast hlakka mikið til að koma vestur og takast á við þetta verkefni.

Myndir: facebook / Hólabúð Reykhólahreppi og reykholar.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Stefna á að opna veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi í sumar

Birting:

þann

Ráðagerði á Seltjarnarnesi var byggt á árunum 1880-1885

Ráðagerði á Seltjarnarnesi var byggt á árunum 1880-1885

Gísli Björnsson áformar ásamt félögum sínum, þeim Jóni Ágústi Hreinssyni og Viktori Má Kristjánssyni, að opna veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi í sumar.

Gísli segir í samtali við mbl.is að þeir félagar hafi lengi unnið saman, séu vanir veitingamenn og rekstraraðilar á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík. Beðið er eftir að hefja framkvæmdir við veitingahúsið þegar deiliskipulagið liggur fyrir, en bærinn seldi húsið á síðasta ári og er nú verið að kynna nýtt deiliskipulag sem leyfir breytta notkun þess.

„Við ætlum að bjóða upp á mat og drykk með ítölsku ívafi með áherslu á aperitivostemninguna sem hefur svo lengi verið í hávegum höfð á Ítalíu. Boðið verður upp á ýmsa smárétti, eldbakaðar pítsur, tartinesamlokur og ýmislegt fleira spennandi. Markmiðið er að gera notalegan stað sem allir aldurshópar geta notið sín frá klukkan 9-23,“

segir Gísli að lokum við mbl.is.

Mynd: seltjarnarnes.is

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Sono Matseljur opnar í Norræna húsinu

Birting:

þann

Sono Matseljur, í samstarfi við Matr, hefur opnað í Norræna húsinu. Sono Matseljur verður opið fyrst um sinn á kvöldin um helgar. Kaffihúsið Matr er opið frá klukkan 12 til 16 frá þriðjudag til föstudags og býður upp á gómsæta rétti í hádeginu og sér um þjónustu við ýmsa viðburði í húsinu og yfir daginn er sænska hugtakið „fika“ haft að leiðarljósi; það að slaka á og njóta þess að fá sér kaffi og meðí í góðra vina hópi.

Sjá einnig:

Matr opnar í Norræna húsinu

Sono Matseljur er í eigu þeirra Hildigunnar Einarsdóttur og Sigurlaugar Knudsen Stefánsdóttur.

Sono verður í svipaðri mynd og síðasta sumar á Flateyrarvagninum og aftur á Götumarkaðnum fyrir nokkrum vikum síðan.

Sjá einnig:

Sono Matseljur “pop up” verða á Götumarkaðnum næstu tvær helgar

Sérstök mjúk opnun er í kvöld föstudaginn 5. mars og opið fyrir almenning alla helgina og verður svo opið næstu helgar frá föstudegi til sunnudags, frá kl. 17:30 – 22:00.

„Ef vel gengur er von okkar sú að fá að vera áfram. Þá verður skoðað að hafa fleiri opnunartíma,“

segir Sigurlaug Knudsen í samtali við veitingageirinn.is

Hildigunnur og Sigurlaug bjóða upp á heilnæman grænkeramat þar sem nær allt er gert frá grunni.

Matseðill helgarinnar 5. til 7. mars 2021

Myndir: facebook / Sono Matseljur

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Blue Hótel Fagralund opnar í Reykholti

Birting:

þann

Hótel - Hótelherbergi

Stefnt er á að opna nýtt 40 herbergja hótel í Reykholti í Bláskógabyggð um miðjan júní næstkomandi.

Framkvæmdir ganga vel, undirstöður eru tilbúnar, en hótelbyggingn sjálf er smíðuð úti í Noregi og er húsi væntanlegt um miðjan apríl.  Hótelið heitir Blue Hótel Fagralund.

Jóhann Guðni Reynisson, framkvæmdastjóri Stakrar gulrótar ehf. sem byggir hót­elið, segir að það taki aðeins nokkra daga að setja húsið upp.

„Við reiknum frekar með Íslendingum í sumar, að minnsta kosti framan af. Íslendingar vilja hafa heita potta og hluti af okkar viðbrögðum við breyttri stöðu er að koma upp pottum og heilsulind fyrir gestina.

Mér heyrist á öllu að það gangi vel að bólusetja í Bretlandi og Bandríkjunum sem verið hafa okkar helstu markaðir og ég vonast til að gestir þaðan fari að skila sér þegar líður á sumarið,“

segir Jóhann Guðni í samtali við mbl.is.

Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið