Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýir eigendur og rekstraraðilar í Hreðavatnsskála – Kaupverð er 86 milljónir króna

Birting:

þann

Hreðavatnsskáli

Hreðavatnsskáli

Síðastliðinn föstudag var gengið frá sölu á hinum rótgróna Hreðavatnsskála í Borgarfirði. Lítil starfsemi hefur verið í húsunum síðustu árin en nú verður breyting þar á.

Sjá einnig:

Norðurfjörður | Lokakafli | Malarkaffi og Hreðavatnsskáli | Veitingarýni

Kaupendur eru ungt par sem býr og starfar í sveitinni, þau Adam Logi og Hera Jóhannsdóttir. Hreðavatnsskáli er á fjögurra hektara eignarlandi en auk veitingaskálans er gistihús á lóðinni, tankar fyrir eldsneyti fylgja fasteigninni og í brekkunni ofan við skálann er íbúðarhús og tvö sumarhús.

Aðspurð segja þau Adam og Hera að kaupverðið sé 86 milljónir króna og sé það ásættanlegt verð í ljósi þess að framundan eru töluvert miklar lagfæringar á húsum með það fyrir augum að þar verði hægt að opna veitingastað og gistiþjónustu í sumar.

Unga fólkið mun sjálft ekki reka skálann en það munu hins vegar foreldrar Heru gera, þau Brynja Brynjarsdóttir og Jóhann Harðarson, ferðaþjónustubændur á Hraunsnefi sveitahóteli.

„Við stefnum ótrauð á að opna hér veitingasölu, nýlenduvöruverslun og hostel 16. júní í sumar. Þann dag verða rétt 16 ár frá því við tókum á móti fyrstu næturgestunum á Hraunsnefi sveitahóteli,“

segir Brynja í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd úr safni, tekin árið 2014 / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið