Vertu memm

Markaðurinn

Ný vörumerki hjá Ásbirni Ólafssyni ehf

Birting:

þann

Ásbjörn Ólafsson - Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður

Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður og sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni ehf., segir að miklar breytingar séu hjá fyrirtækinu og spennandi nýjungar að líta dagsins ljós.

Ásbjörn Ólafsson hefur boðið upp á frábært úrval af matvörum fyrir hótel, veitingastaði og stóreldhús. Nú er verið að breikka vörulínuna til muna og margt spennandi að gerast. Fyrirtækið er þekkt fyrir að bjóða viðskiptavinum upp á breitt úrval af gæðavörum og góða, persónulega þjónustu. Hægt er að skoða vörur á netsíðu fyrirtækisins.

„Við erum virkilega spennt fyrir því að kynna fjölmörg ný vörumerki til sögunnar á íslenskan veitingamarkað,“

segir Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður og sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. Það eru breytingar í vændum hjá fyrirtækinu en Reynir segir starfsfólkið horfa björtum augum fram á við. Stóreldhúsahluti Knorr og annarra vörumerkja frá Unilever sem hafa verið í höndum Ásbjörns í áratugi eru að færast annað og við taka nýjar áskoranir og skemmtileg verkefni.

„Við erum búin að tryggja okkur sterk ný vörumerki og erum full eftirvæntingar fyrir komandi tímum. Til að mynda verðum við með norska vörumerkið Salsus sem býður upp á soð og fljótandi krafta í hæsta gæðaflokki. Þá munum við einnig bjóða upp á vörur frá breska merkinu Major, en þar er um að ræða bæði duftkrafta, fljótandi krafta, marineringar og ýmislegt fleira spennandi ásamt því að Riscossa pasta er væntanlegt beint frá Ítalíu. Svo eru fleiri merki væntanleg sem ég get ekki nefnt enn þá,“

segir Reynir kankvís og ljóst er að margt spennandi er í pípunum á næstunni.

Ásbjörn Ólafsson

Norska vörumerkið Salsus sem býður upp á soð og fljótandi krafta.

Frábært vöruúrval

„Heilt yfir er Ásbjörn með frábært úrval af matvörum fyrir hótel, veitingastaði og stóreldhús. Má þar nefna brauð, kökur, frosið grænmeti, franskar kartöflur, súpur, sósur, krydd, sultur, rjóma, hrísgrjón og svo mætti lengi telja. Við höfum undanfarið breikkað vöruflóruna talsvert og bjóðum nú til að mynda upp á nautakjöt, svínakjöt og kjúkling í mjög góðum gæðum, að ógleymdri ekta íberískum hráskinkum og pylsum frá Jamones Blázquez á Spáni.“

Þó svo að kjötið standi alltaf fyrir sínu má ekki gleyma þeim hópi sem kýs að borða ekki dýraafurðir.

„Það er lykilatriði í dag fyrir bæði veitingastaði sem og mötuneyti að bjóða upp á rétti sem henta fyrir vegan og grænmetisætur. Anamma vörumerkið býður upp á einfaldar lausnir fyrir stóreldhús þegar kemur að vegan mat og einnig erum við með vegan kökur frá Erlenbacher, vegan majónes, frábæran vegan rjóma frá Rama og margt fleira sem hentar fyrir þennan hóp.“

segir Reynir.

Hjá Ásbirni má einnig finna talsvert úrval af sælkeravörum.

„Dæmi um vörumerki sem hefur verið að slá í gegn undanfarið eru ávaxtapúrrurnar frá Ponthier í Frakklandi, sem bæði eru til frosnar og kældar. Þarna fer saman sanngjarnt verð og frábær gæði. La Rose Noire er svo annað mjög spennandi merki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir fyrir smárétti og eftirrétti, svo sem súkkulaðiskeljar og litlar bökuskeljar, bæði sætar og ósætar. Við hlökkum mikið til að sjá það fara á fullt þegar veisluhöld fara á flug aftur.“

segir Reynir.

Ásbjörn Ólafsson

Frá Churchill kemur borðbúnaður í hæstu gæðum sem er sérhannaður fyrir mikla notkun.

Vörurnar frá Greci þekkja margir en um er að ræða góða línu af niðursoðnu góðgæti beint frá Ítalíu.

„Þetta var án efa eitt af því sem sló hvað mest í gegn á básnum okkar á Stóreldhúsinu 2019 og við hlökkum til að endurtaka leikinn í haust.  Þá býður fyrirtækið einnig upp á vatn og aðra drykki frá S. Pellegrino á Ítalíu en það merki má finna inni á mörgum bestu veitingastöðum og hótelum heimsins og því tilvalið fyrir íslenska staði að slást í hópinn.“

Ekki bara matvörur

Hjá Ásbirni er ekki einungis hægt að kaupa matvöru, heldur má þar finna ýmsan borðbúnað og sérvörur fyrir veitingastaði og stóreldhús.

„Til að mynda erum við með vörur frá APS, en það vörumerki býður upp á sérvörur og eldhúsáhöld sem eru sniðin að hótelum og veitingahúsum. Frá Churchill kemur borðbúnaður í hæstu gæðum sem er sérhannaður fyrir mikla notkun. Þá erum við einnig með vinsælu hnífapörin frá Amefa að ógleymdum glösum frá Libbey sem er eitt þekktasta glasamerki heims þegar kemur að hótelum, börum og veitingastöðum.“

Einnig má finna þjóna- og kokkafatnað ásamt skóm sem henta í öll eldhús.

„Við bjóðum upp á góða línu af hágæða þjóna- og kokkafatnaði frá danska merkinu Kentaur, en þar er áhersla lögð á að sameina útlit og þægindi. Svo þolir fatnaðurinn mikinn þvott á háum hita sem er lykilatriði. Þess má til gamans geta að Kokkalandsliðið og meðlimir Bocuse D’Or klæðast fatnaði frá Kentaur en Ásbjörn Ólafsson hefur verið í samstarfi við bæði Kokkalandsliðið og Bocuse d’Or akademíuna hérlendis undanfarin ár. Skórnir frá Shoes for Crews eru með sérhönnuðum gripsóla sem gerir skóna einstaklega stama og örugga fyrir vikið sem er algjörlega nauðsynlegt fyrir kokka og framreiðslufólk,

segir Reynir.

Hægt er að skoða úrvalið og spjalla við sölufulltrúa í glæsilegu sýningarherbergi í húsakynnum fyrirtækisins að Köllunarklettsvegi 6 í Reykjavík.

Ásbjörn Ólafsson

Viðskiptavinurinn í fyrsta sæti

Ásbjörn Ólafsson ehf. er með BRCvottun í birgðahaldi og dreifingu, og er eina matvælaheildsala landsins sem er með slíka vottun. Í síðustu gæðaúttekt hlaut fyrirtækið hæstu mögulegu einkunn.

„Okkur fannst afar mikilvægt að fá slíka vottun. Með henni geta viðskiptavinir okkar treyst því að við höfum gæði og fagmennsku að leiðarljósi við val á nýjum birgjum og nýjum vörum. Einnig verðum við fýsilegri kostur fyrir erlenda birgja þegar kemur að því að velja sér samstarfsaðila á íslenskum markaði.“

Ásbjörn Ólafsson

Hjá Ásbirni Ólafssyni er viðskiptavinurinn alltaf í fyrsta sæti.

„Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu og góðum tengslum við okkar viðskiptavini. Við viljum að hver heimsókn skilji eitthvað eftir sig fyrir viðskiptavininn, hvort sem við komum með innblástur, uppskrift eða nýja vöru. Þetta skiptir virkilega miklu máli og er jákvætt fyrir alla aðila.  Vefverslunin er í stöðugri þróun. Hún fékk nýlega uppfærslu og er nú betri en nokkru sinni fyrr. Við hvetjum áhugasama aðila til að sækja um aðgang og kynna sér vöruúrvalið og möguleikana.“

segir Reynir að lokum.

Á heimasíðu Ásbjörns, asbjorn.is, er hægt að fræðast betur um vörumerkin og vörurnar sem eru í boði og sömuleiðis er hægt að panta á þessari glæsilega vefverslun.

Heimasíða: www.asbjorn.is

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið