Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ný stjórn Vínþjónasamtaka Íslands – Alba: „I speak for my association when I say we believe that we can make an impact, one guest at a time.”

Birting:

þann

Alba E. H. Hough

Þann 9. desember síðastliðinn tók Alba E. H. Hough við sem forseti Vínþjónasamtakanna en hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu varaforseta samtakanna og ætti að vera flestum kunn. Með henni í brúnni er áfram Þorleifur “Tolli” Sigurbjörnsson og nú nýr varaforseti, Peter Hansen.

Vínþjónasamtökin þakka fráfarandi forseta, Brandi Sigfússyni, fyrir óeigingjarnt starf sitt í þágu samtakanna á undanförum árum, með fullvissu um að framundan sé þó ekkert lát á tækifærum til áframhaldandi samstarfs.

Með nýrri stjórn og hækkandi sól, er stefnan tekin í átt að því að efla samtökin ennfrekar og leggja áherslu á aukna fræðslu og fjölgun áhugasamra um vínfræði. Tilkynning um næstu skref í starfi Vínþjónasamtakanna verður send út um leið og ástandinu léttir og línur skýrast.

“As sommeliers I believe we have a responsibility to guide our guests towards a deeper understanding of beverages within all categories and assist in broadening palates.

Equally important, especially in an age where climate change is having a tangible effect on our world, is that we all share the responsibility to defend the very agricultural product that built our careers.

I speak for my association when I say we believe that we can make an impact, one guest at a time.”

segir Alba í samtali við Alþjóðlegu Vínþjónasamtökin, ASI.

Mynd: aðsend

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið