Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Ný stjórn í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna

Birting:

þann

Fagkeppni Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna - Mars 2014

Björn Ingi Björnsson (fyrir miðju) var í fyrstu stjórn félagsins.

Aðalfundur Meistarafélags kjötiðnaðarmanna var haldinn þann 14. febrúar síðastliðinn.

Þar var farið yfir starf félagsins síðastliðið ár og framtíðin skoðuð.  Ný stjórn var kosin og er hún skipuð eftirtöldum meisturum:

 • Halldór Jökull Ragnarsson, formaður
 • Oddur Árnason, varaformaður
 • Magnús Friðbergsson, ritari
 • Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, gjaldkeri
 • Kristján G Kristjánsson, meðstjórnandi

Varamenn í stjórn voru kosnir þeir:

 • Kjartan Bragason
 • Þorsteinn Þórhallsson

Þennan sama dag hélt MFK upp á 25 ára afmæli sitt, en félagið var stofnað 10. febrúar 1990. Stofnfélagar voru 23, en félagsmenn í dag eru nú 86.

Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:  Þorvaldur Guðmundsson, Síld og fiski, formaður, Björn Ingi Björnsson, Höfn á Selfossi, varaformaður, Gísli Árnason, Afurðasölu Sambandsins, ritari, Leifur Þórsson, Sláturfélagi Suðurlands, gjaldkeri og Tómas Kristinsson, Kjötsölunni, meðstjórnandi.

Árið 2009 voru félagarnir samtals 39 en þá var ákveðið að opna félagið meira og var fólk með meistararéttindi hvatt til að ganga í félagið. Á þessum tímamótum eru félagar nú 86 talsins.

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna er ekki eiginlegt hagsmunagæslufélag sem hefur launabaráttu á stefnuskrá sinni en þau mál eru á könnu MATVÍS, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum.  Hér er um að ræða hóp af fólki sem hefur áhuga á því að gera kjötiðnaðinn betri.  Við þessi tímamót bættum við nýju tákni við einkennisbúning meistara, en hann notum við hátíðleg tækifæri. Það er svartur kúluhattur sem við setjum upp í staðinn fyrir hvítu hattana sem notaðir hafa verið um nokkurt skeið.

Þar feta íslenskir kjötiðnaðarmeistarar í smiðju kollega sinna í Bretlandi og í Danmörku en þar eru kúluhattar hluti af einkennum kjötiðnaðarmanna.

Á heimasíðu félagsins er jafnan fróðleikur um félagið og störf þess og sögu.

Fleira tengt efni:

[feed url=“http://veitingageirinn.is/tag/meistarafelag-kjotidnadarmanna/feed/“ number=“3″ ]

 

Mynd / Björk Guðbrandsdóttir: frá fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna í mars 2014.

Pistill þessi birtist í Matvís blaðinu.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Myndir frá forkeppni Kokkur ársins 2018

Birting:

þann

Núna stendur yfir undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018 á Kolabrautinni í Hörpu.

Sjá nánar hér um keppnina í dag.

Meðfylgjandi myndir tók Matthías Þórarinsson matreiðslumaður frá forkeppninni í dag.

Mynd: Matthías Þórarinsson matreiðslumaður

Lesa meira

Keppni

Kokkur ársins – Myndband

Birting:

þann

Spennan magnast, innsýn í keppnina 2017 sem Hafsteinn Ólafsson sigraði. Skilafrestur í keppnina í ár rennur út á miðnætti 5. febrúar 2018.

Lesa meira

Keppni

Grétar Matthíasson er Íslandsmeistari Barþjóna

Birting:

þann

Gamla bíó

Gamla bíó

Íslandsmót barþjóna var haldið í kvöld í Gamla bíó, en þar voru samankomnir einhverjar bestu barþjónar Íslands að keppa um Íslandsmeistaratitil Barþjóna.

Keppt var eftir alþjóðareglum International Bartenders Association (IBA).

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson
Mynd: úr einkasafni

Þeir sem kepptu voru Árni Gunnarsson frá veitingastaðnum Soho, Grétar Matthíasson frá Grillmarkaðinum og Elna María Tómasdóttir frá Nauthól.

Eftir harða keppni urðu úrslit á þessa leið:

 1. sæti – Grétar Matthíasson (Grillmarkaðurinn) með drykkinn “Peach Perfect”
 2. sæti – Elna María Tómasdóttir (Nauthóll) með drykkinn “Orion”
 3. sæti – Árni Gunnarsson (Soho) með drykkinn “My precius”

Einnig voru veitt verðlaun fyrir útlit drykkja og fagleg vinnubrögð:

 • Grétar Matthíasson – Fagleg vinnubrögð
 • Elna María Tómasdóttir – Besta skreytingin

Dómnefnd:

 • Jóhann Gunnar Arnarsson – Butler Íslands
 • Jónína Unnur Gunnarsdóttir – Hótelstjóri
 • Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
 • Sigurjón Ragnarsson – Stjörnuljósmyndari
 • Alba E. Hough – Vínsérfræðingur

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Myndir væntanlegar

Lesa meira
 • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
  Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
 • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
  Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag