Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Ný reglugerð um vinnustaðanám

Birting:

þann

Veitingahús - Vínglas

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um vinnustaðanám nema í iðngreinum, sem felur í sér grundvallarbreytingu í þjónustu við nemendur.

Fram til þessa hafa nemar í iðngreinum verið sjálfir ábyrgir fyrir því að komast á námssamning, en með nýju reglugerðinni færist ábyrgðin á þessum námsþætti frá nemanum og yfir á skólana sjálfa. Skólarnir bera ábyrgð á að finna vinnustað þar sem neminn fær leiðsögn og æfingu við raunaðstæður.

Önnur breyting er sú að ef ekki tekst að koma nema á samning hjá iðnmeistara tekur svokölluð skólaleið við þar sem skólinn þarf að sjá til þess að neminn fái nauðsynlega þjálfun jafnvel á fleiri en einum vinnustað.

Þriðja breytingin er sú að horft verður til hæfni nemans við ákvörðun um lengd vinnustaðanáms. Skilgreindir hafa verið hæfniþættir fyrir hverja námsgrein og þarf nemi að ná tökum á þeim handbrögðum sem þar eru tilgreind. Vinnustaðanámið verður því mun markvissara en verið hefur og nemar hafa tök á því að útskrifast fyrr en áður.

Drög reglugerðarinnar voru birt á Samráðsgátt stjórnvalda í desember sl. og hafa nú verið endurskoðuð, sjá texta reglugerðarinnar hér. Hún mun taka gildi 1. ágúst nk. og mun ráðuneytið vinna náið með hagsmunaaðilum að frekari þróun verkferla er henni tengjast sem og skipulagi náms.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nemendur & nemakeppni

Umsóknarfrestur í bakstur, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu fyrir haustönn 2021 lengdur

Birting:

þann

Hótel-, og matvælaskólinn

Hótel-, og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi

Ákveðið hefur verið að lengja frest til innritunar í bakstur, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu fyrir haustönn 2021 til 20. apríl. að því er fram kemur á heimasíðu mk.is.

Nemendur sækja um rafrænt í gegnum menntagátt, miðlægt umsóknarkerfi og nota til þess íslykil eða rafræn skilríki. Sótt er um á vefnum www.menntagatt.is

Nánari upplýsingar hjá áfangastjóra, Baldri Sæmundssyni í síma 594 4000 frá kl. 9:00 til 15:00 alla virka daga og á netfanginu: [email protected]

Mynd: mk.is

Lesa meira

Keppni

Róbert Demirev í 13. sæti í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna – Hlaut sérstaka viðurkenningu – Myndbönd

Birting:

þann

Ægir Friðriksson, Dagur Hrafn Rúnarsson og Róbert Demirev

Ægir Friðriksson, Dagur Hrafn Rúnarsson og Róbert Demirev

Nú liggja fyrir úrslit í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna 2021. Íslenski keppandinn, Róbert Demirev, lenti í 13. sæti í aðalkeppninni en Ólympíuverðlaunin að þessu sinni hreppti matreiðsluneminn Lee Maan Ki frá Hong Kong.

Keppendum sem lentu í 11.-20. sæti í aðalkeppninni var boðið að taka þátt í sérstakri „Plate Trophy“ keppni þar sem eldaður var einn réttur. Róbert endaði í 2.-3. sæti í þeirri keppni en aðeins voru veitt ein verðlaun og hlaut þau nemi frá Búlgaríu.

Hlaut sérstaka viðurkenningu

Auk „stóru“ verðlaunanna tveggja voru veittar viðurkenningar í ýmsum flokkum og fékk Róbert sérstaka viðurkenningu (Ambassador Award) fyrir ritgerð sína um það hvers vegna hann ákvað að læra matreiðslu.  Einnig fengu Róbert og Ægir Friðriksson, kennari og þjálfari Róberts, viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award).

Róbert og Ægir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award)

Róbert og Ægir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award)

Skilyrði fyrir þátttöku í keppninni er að viðkomandi sé enn í námi og á aldursbilinu 18- 24 ára. Vegna aðstæðna hafa skólarnir heimild til að tilnefna tvo varamenn ef skyndileg veikindi kynnu að koma upp og urðu nemarnir Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðgeir Ingi Steindórsson fyrir valinu.

Myndbönd

Hægt er að nálgast lokaathöfn Ólympíukeppninnar hér en viðurkenningar Róberts og Ægis má sjá á mínútum 39:00 og 46:00:

Hápunktar frá keppninni:

Kynning á Íslenska liðinu:

Sjá einnig:

Róbert Zdravkov keppir í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna

Myndir: aðsendar

 

Lesa meira

Keppni

Róbert Zdravkov keppir í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna

Birting:

þann

Róbert Zdravkov keppir í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna

Mánudaginn 1. febrúar mun matreiðsluneminn Róbert Zdravkov Demirev taka þátt í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna.

Keppnin hefur verið haldin á Indlandi frá árinu 2015 og hafa keppendur frá Hótel- og matvælaskólanum í MK tvívegis áður tekið þátt, árin 2018 og 2020.

Sjá einnig:

Frábær frammistaða Ásdísar í stærstu ungkokka keppni á Indlandi

Í fréttatilkynningu kemur fram að keppnin sé með öðru sniði í ár en verið hefur. Vegna heimsfaraldursins verður hún haldin á netinu. Sextíu lönd eiga hvert sinn fulltrúa í keppninni en í alþjóðlegu dómarateymi keppninnar eru 23 matreiðslumeistarar.

„Í fyrstu umferð fá keppendur tvær og hálfa klukkustund til að hluta í sundur og matreiða kjúkling og búa til eftirrétt og grænmetisrétt. Vinna við keppnisverkefnið fer fram í kennslueldhúsi Hótel- og matvælaskólans í beinu streymi á vef Ólympíukeppninnar.

Lokaútkoman og vinnubrögð eru síðan metin af alþjóðlegu dómarateymi en þrír íslenskir fagmenn munu veita umsögn um bragð og áferð.

Skilyrði fyrir þátttöku í keppninni er að viðkomandi sé enn í námi og á aldursbilinu 18- 24 ára. Vegna aðstæðna hafa skólarnir heimild til að tilnefna tvo varamenn ef skyndileg veikindi kynnu að koma upp og urðu nemarnir Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðgeir Ingi Steindórsson fyrir valinu.

Þeir hafa tekið þátt í öllu undirbúnings- og æfingaferlinu og unnið sem einn maður með Róberti. Að sögn Ægis Friðrikssonar matreiðslukennara, sem hefur séð um þjálfun nemanna, hafa þeir allir sýnt mikinn metnað við undirbúning og stefna langt í faginu.

Sjá einnig:

Íslenskur keppandi keppir á Ólympíuleikum í matreiðslu

Róbert mun keppa í undanrásum mánudaginn 1. febrúar kl. 14:00 að okkar tíma. Þann 3. febrúar mun hann kynna matreiðslu á þjóðlegum rétti og sitja fyrir svörum og ef heppnin er með honum, þá verður keppt til úrslita föstudaginn 5. febrúar. Því miður er ekki hægt að fylgjast með keppninni á netinu en úrslit liggja fyrir í lok hvers keppnisdags.“

Mynd: matvis.is / ycolympiad.com

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið