Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ný Macros samloka í Lemon

Birting:

þann

Ingi Torfi og Linda Rakel - Lemon og ITS Macros í samstarfi um þróun á ferskri og hollri macrosvænni samloku.

Ingi Torfi og Linda Rakel
Lemon og ITS Macros í samstarfi um þróun á ferskri og hollri macrosvænni samloku.

Ingi Torfi og Linda Rakel - Lemon og ITS Macros í samstarfi um þróun á ferskri og hollri macrosvænni samloku.

Ingi Torfi og Linda Rakel
Lemon og ITS Macros í samstarfi um þróun á ferskri og hollri macrosvænni samloku.

Eftir sólríkar og sælar stundir í sumar og með veturinn á næsta leiti huga sífellt fleiri landsmenn að ræktun á líkama og sál. Lemon býður upp á ferskan, hollan og safaríkan mat á sjö sölustöðum sínum.

Nú býður Lemon upp á nýja macros samloku sem þróuð var í samstarfi við Inga Torfa Sverrisson og Lindu Rakel Jónsdóttur eiganda ITS Macros. Samlokan heitir Spicy Macros og inniheldur kjúkling, spínat, papriku og jalapenosósu.

Hugmyndafræði macros er að vigta og skrá niður allt sem að borðað er yfir daginn og unnið er með ákveðin grömm af næringarefnum, kolvetni, próteini og fitu á dag.

„Við höfum verið að halda námskeið undanfarin ár með það að markmiði að bæta heilsu og líðan landsmanna með macros hugmyndafræðinni sem að er í raun eins og bókhald. Af hverju ekki að skrá niður það sem maður borðar alveg eins og maður skráir og heldur utan um peningamálin. Það hafa verið forréttindi að taka þátt í þessu verkefni með Lemon.

Við leggjum mikla áherslu á að vinna með gott hráefni og bjóða upp á holla vöru. Starfsfólk Lemon deildi alveg sömu hugsjón og við og var vöruþróunin einstaklega ánægjulegt ferli. Við vonum að viðskiptavinir Lemon kunni vel að meta nýju Spicy Macro samlokuna enda hollur og góður valkostur fyrir fólk á ferðinni“

segir Ingi Torfi Sverrisson hjá ITS Macros.

„Við hjá Lemon leggjum áherslu á að mæta ólíkum þörfum okkar viðskiptavina með bragðgóðum og hollum samlokum og djúsum. Við sjáum að sífellt fleiri af okkar viðskiptavinum aðhyllast macro hugmyndafræðina og því var okkur bæði ljúft og skylt að mæta þeim þörfum.

Það var einstaklega ánægjulegt að fá Inga Torfa og Lindu Rakel til samstarfs við þróunina á Spicy Macros samlokunni enda okkur mikilvægt að hún væri fyrsta flokks og stútfull af íslensku hráefni.

Við hvetjum alla til að prófa samlokuna og lofum að taka vel á móti þér“

segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.

Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Grétar Matthíasson endurkjörinn formaður Barþjónaklúbbs Íslands

Birting:

þann

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson er margverðlaunaður þjónn
Mynd: úr einkasafni

Aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands var haldin á þriðjudaginn síðastliðinn og var margt á dagskrá. Farið var yfir félagsstarfið fyrir veturinn sem framundan er, kosið var til forseta ásamt 3 nýir meðlimir í stjórn kosnir í klúbbinn til tveggja ára.

Grétar Matthíasson var endurkjörinn formaður Barþjónaklúbbs Íslands, en nýja stjórnin er eftirfarandi:

Grétar Matthíasson
Teitur Riddermann Schiöth
Elna María Tómasdóttir
Andreas Peterssen
Helgi Aron
Jóhann B. Jóhannsson
Raúl Apollonio

Keppni um titilinn Hraðasti barþjónninn var haldin í lok fundsins, en nánari umfjöllun um keppnina ásamt myndum er hægt skoða hér að neðan:

Teitur Riddermann hreppti titilinn Hraðasti barþjónninn 2021 – Myndir frá keppninni

 

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þessi veitingahús taka þátt í Kjötsúpudeginum á Skólavörðustíg

Birting:

þann

Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg - 2017

Frá Kjötsúpudeginum 2017

Íslensku kjötsúpunni verður gert hátt undir höfði með árlegum Kjötsúpudegi fyrsta vetrardag, laugardaginn 23. október næstkomandi og hefst klukkan 13.00 þar sem kjötsúpur í mismunandi búningi verða í boði fyrir gesti og gangandi.

Allir Íslendingar elska kjötsúpu, enda eiga allar íslenskar fjölskyldur sína uppáhalds uppskrift af kjötsúpunni sinni. Hún vekur góðar minningar, kallar fram bros og yljar hjartanu jafnt sem hún er bragðgóð, seðjandi og næringarrík. Kjötsúpudagurinn er haldinn af veitinga- og verslunarmönnum á Skólavörðustíg með stuðningi bænda.

Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg - 2017

Kjötsúpudagurinn var upprunalega haldinn árið 2002 þegar Ófeigur Björnsson í Ófeigi gullsmiðju og Jóhann Jónsson í Ostabúðinni leiddu saman hesta sína til að gera daginn að veruleika.

Fyrsti vetrardagur varð fyrir valinu þar sem móðir Ófeigs hafði alltaf gert kjötsúpu þann dag. Segja má að Kjötsúpudagurinn sé ein af fyrstu sjálfssprottnu hátíðunum í miðbænum sem hefur svo sannarlega laðað að gesti og gangandi en árlega koma um tíu þúsund manns til að bragða á hinum ýmsu tegundum af íslenskri kjötsúpu.

Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg - 2017

Þessi veitingahús taka þátt í Kjötsúpudeginum:

Kaffi Loki

Krua Thai

Sjávargrillið

Snaps

Ostabúðin veisluþjónusta

Reykjavík Fish

Mikil stemning er á Skólavörðustíg þennan dag og myndast langar raðir upp um allan stíg þar sem kjötsúpuþyrstir Íslendingar fá fría kjötsúpu eins og þeir geta í sig látið.

Með fylgja myndir frá Kjötsúpudeginum 2017.

Fleiri myndir hér.

Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Iðandi mannlíf undir berum himni – Ottó: „Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg.“ – Myndir

Birting:

þann

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Verkefni á vegum Reykjavíkurborgar með yfirskriftinni „Iðandi mannlíf undir berum himni“ hefur verið í gangi í tvö ár og hefur Pétur Andreas Maack borgarhönnuður haldið utan um það ásamt Salóme Þorkelsdóttur.

„Við höfum unnið að því með rekstraraðilum að fá þá til að vera sýnilegri og teygja sig út í borgarlandið.  Það gerum við með því að veita til dæmis eigendum veitingastaða og kaffihúsa svæðið fyrir utan reksturinn til afnota.

Þessir rekstraraðilar geta þá búið til notaleg útisvæði og jafnvel dekkað upp borð og fengið þannig stærra svæði fyrir sinn veitingarekstur. Þetta ýtir auðvitað undir sölu á stöðunum en það sem borgin græðir á þessu er aukið mannlíf.

Við viljum hafa borgina okkar lifandi.“

segir Pétur í frétt á reykjavik.is.

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Allir mega nota aðstöðuna

21 hvílustæði hafa verið í notkun í borginni í sumar.

„Þetta eru 35 bílastæði sem hafa verið lögð undir fólk í stað bíla,“

segir Pétur. Í mörgum stæðanna hafa verið byggðir pallar með borðum og stólum og víða hefur verið lagt gervigras. Þá hafa sumir skapað aðstöðu fyrir hjólreiðafólk til að geyma hjól sín í stæðunum, en markmiðið er alltaf það sama, þ.e. að fólk vilji nýta svæðin til að hafa það gott.

„Þetta er meira en tvöföldun frá því í fyrra. Eigendur veitingastaða og aðrir rekstraraðilar eru að vakna til lífsins. Þeir sjá nágranna sína byggja upp flott útisvæði, sem iða af fólki og vilja vera með, sem er frábært.“

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Allir rekstraraðilar í borginni geta sótt um að vera með í verkefninu. Nú í sumar gilda afnotaleyfi útisvæðanna til fyrsta október s.l., en Pétur segir að virki verkefnin vel sé sjálfsagt að leyfa þeim að standa áfram yfir veturinn.

Dæmi um rekstraraðila sem hafa tekið þátt og skapað skemmtileg útisvæði eru Salka Valka á Skólavörðustíg, Fish and chips á Frakkastíg, Kaktus Espressobar við Vitastíg og blómabúðin Barónessan, við Barónsstíg.

„Það eru því ekki bara veitingaaðilar sem fá þessi afnot af borgarlandinu heldur einnig verslanir,“

bendir Pétur á.

„En við minnum líka alltaf á að þessi svæði eru almannaeign og þau mega allir nýta. Allir mega fá sér sæti og njóta þessara svæða þótt ekkert sé keypt. Borgin á þetta land en rekstraraðilar fá þessi afnot.“

„Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg“

Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson eigendur Fish & Chips

„Þetta útisvæði hefur gengið vonum framar hjá okkur.  Ekki síst fyrir minni staði og eftir lokanir og fl. útipallar eins ólíkir og mest má vera.“

Segir Ottó Magnússon eigandi Fish & Chips í samtali við veitingageirinn.is.

„Frábært að fá líf út á götur þessa fáu daga vikur yfir sumarið eins og víða þekkist erlendis.  Hjá okkur er þetta bara yfir sumartímann og við munum klárlega sækja um aftur.

Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg.“

Myndir: reykjavik.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið