Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ný heimasíða í veitingabransanum slær í gegn – Jón Kári: „Við sáum að það er ekki svona þjónusta hér á landi og því ákvaðum að prófa þetta….“

Birting:

þann

Privatedining.is

Nú á tímum Covid 19, þar sem veitingastaðir geta einungis verið með 10 viðskiptavini samtímis inni í veitingasal, þá er tilvalið að skoða fleiri möguleika.

Nú er vinsælt að fá matinn sendan heim, en hvað með að fá kokkinn og þjóninn með?

Nú fyrir stuttu opnaði ný heimasíða á vefslóðinni privatedining.is, með yfirskriftinni „Kokkinn heim – breyttu heimili þínu í þinn uppáhalds veitingastað“.

Heimasíðan er í samstarfi við fjölmarga veitingastaði þar sem megin markmiðið er að viðskiptavinurinn býður í mat heima hjá sér með aðstoð matreiðslumanna og þjóna frá helstu veitingastöðum landsins.

Þú velur veitingastaðinn og matseðilinn

Matreiðslumaður og þjónn mæta frá veitingastaðnum og sjá um að gera upplifunina óaðfinnanlega fyrir þig og gesti þína.

„Þessi hugmynd varð til hjá meðeiganda og félaga mínum en hann á vini í Danmörku sem hafa verið með svipaða þjónustu þar í nokkur ár. Núna á tímum Covid hefur aldrei verið meira að gera og margir af Michelin stöðunum þar, sem ekki vildu vera með, eru farnir að hringja í hann og vilja vera með. Við sáum að það er ekki svona þjónusta hér á landi og því ákvaðum að prófa þetta.“

Sagði Jón Kári Hilmarsson eigandi vefsíðunnar í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um hugmyndina.

Til gamans má geta að Jón Kári er sonur Hilmars Braga Jónssonar matreiðslumeistara.

Að sögn Jóns Kára þá hefur privatedining.is farið mjög vel af stað og eru fjölmargar fyrirspurnir sem berast á hverjum degi.

Hefur pabbi hjálpað eitthvað?

„Hann pabbi hefur gefið mér góð ráð sem hefur hjálpað mér við verkefnið. Ég hef reyndar verið tengdur veitinga- og ferðaþjónustu allt mitt líf og bý í miðbænum. Borða á veitingastað næstum alla daga og hef kynnst eigendum helstu veitingastaðanna. Það var því ekki stórt skref að kynna mér þetta. Ég vann áður hjá WOW air, Iceland Express, Icelandair og hef unnið hjá auglýsingaskrifstofum.“

Sagði Jón Kári að lokum.

Kynntu þér nánar á www.privatedining.is

Kynningarmyndband

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Árið er 1989 – Veitingahúsarekstur á villigötum – Gömul saga og ný?

Árið er 1989 – Veitingahúsarekstur á villigötum – Gömul saga og ný?

Birting:

þann

Árið er 1989 - Veitingahúsarekstur á villigötum - Gömul saga og ný?

Árið er 1989 - Veitingahúsarekstur á villigötum - Gömul saga og ný?

Mynd: Tímaritið Heimsmynd – 6. tölublað – 01.09.1989

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Tilraunaveiðar með humargildrur ganga vonum framar

Birting:

þann

Humar - Leturhumar

Tilraunaveiðar með humargildrur á Ingu P SH ganga vonum framar og er auðsjáanlega humar víða í Breiðafirði.

Á mbl.is kemur fram að nokkuð óvænt tókst að ná í 120 kíló undan Arnarstapa, en þar hafa slíkar veiðar ekki verið stundaðar áður.

Fyrst voru gildrurnar í tilraunaveiðunum lagðar ellefu mílur vestur af Öndverðarnesi og var afli með ágætum en veður hamlaði þó veiðum. Í síðustu viku voru svo gildrurnar færðar í svokallað Jökuldýpi sem er þekkt humarsvæði, en áður fyrr voru humartogskip þar að veiðum, að því er fram kemur á mbl.is sem fjalla nánar um það hér.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Einn besti matreiðslumaður á Íslandi gefur út matreiðslubók – Sjáðu sýnishorn úr bókinni hér

Birting:

þann

Matreiðslubókin Sumac - Þráinn Freyr Vigfússon

Þráinn Freyr Vigfússon

Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins um árabil og nú lítur matreiðslubók staðarins dagsins ljós. Áhersla er lögð á ferskt og gott hráefni sem matreitt er undir áhrifum Mið-Austurlanda og Norður-Afríku.

Eldur, framandi krydd, fjölbreytileiki og hollar og girnilegar nýjungar eru meginstef bókarinnar sem inniheldur fleiri en hundrað uppskriftir sem prýtt hafa matseðil Sumac.

Höfundur bókarinnar, matreiðslumeistarinn Þráinn Freyr Vigfússon, ólst upp á Sauðárkróki. Hann hóf ungur störf við uppvask á sumarhóteli föður síns og heillaðist samstundis af hasarnum og spennunni í eldhúsinu.

Þráinn hefur starfað á mörgum virtum veitingastöðum á Íslandi og erlendis. Hann opnaði veitingastaðina Sumac og ÓX árið 2017. Þráinn hefur verið valinn kokkur ársins hérlendis, keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or og verið meðlimur og þjálfari kokkalandsliðs Íslands.

Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir eftir Heiðdísi Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

Bókina er hægt að kaupa í gegnum heimasíðuna Sumac.is.

Fleiri fréttir um Þráinn hér.

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag