Vertu memm

Starfsmannavelta

Núðluskálin lokar – Auglýst til sölu fyrir áhugasama

Birting:

þann

Núðluskálin á Skólavörðustíg

Nú í vikunni var Núðluskálin auglýst til sölu á facebook síðu staðarins.  Núðluskálin er lítill „fusion“ núðlubar neðst á Skólavörðustíg sem hefur frá upphafi haft að markmiði að bjóða saðsaman, hollan og góðan mat.

Staðurinn hefur verið í rekstri í ellefu ár á Skólavörðustígnum og neyddust eigendur hennar til að loka staðnum og auglýsa nú reksturinn, sem er ekki kominn í þrot, til sölu.

Það eru veitingahjónin Kristján Hannesson og Sigurður Jónas Eysteinsson sem standa að Núðluskálinni. Þeir höfðu dregið reksturinn mikið saman áður en þeir þurftu endanlega að loka staðnum og hafði það úrslita­áhrif þegar þeir þurftu báðir að fara í sóttkví í lok síðasta mánaðar.

„Það sem eiginlega setti endapunktinn á reksturinn er að við erum í sóttkví. Við vorum búnir að draga reksturinn saman þannig að það var enginn eftir nema við sjálfir svo við höndluðum það ekki.“

Sagði Kristján í samtali við mbl.is.

Mynd: facebook / Núðluskálin

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið