Vertu memm

Markaðurinn

Nú er allt að verða klárt fyrir Norrænu nemakeppnina – Flogið til Noregs í dag

Birting:

þann

Norræna nemakeppnin 2015

F.v. Sigurður Daði Friðriksson, Arnar Ingi Gunnarsson og Karl Óskar Smárason

Nú er allt að verða klárt hjá matreiðslu og framreiðslunemunum sem munu leggja af stað til Þrándheims í dag fimmtudaginn 16. apríl til að taka þátt í Norrænu nemkeppninni sem fram fer dagana 17. – 19. apríl.

Arnar Ingi og Karl Óskar sem munu keppa í matreiðslu fyrir Íslands hönd komu til okkar ásamt Sigurði Daða þjálfara og náðu í keppnisgallana sína ásamt glaðning frá Progastro og F.Dick sem innihélt hnífa, smáverkfæri og hnífatösku.

Logo ProGastro

Progastro hefur stutt við bakið á matreiðslunemum sem hafa farið fyrir Íslands hönd í Norrænu nemakeppnina frá því fyrirtækið var stofnað og mun halda áfram þessu skemmtilega samstarfi við Iðuna sem sér um keppnina fyrir Íslands hönd.

Við hjá Progastro óskum Íslensku keppendunum góðs gengis í keppninni.

 

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið