Vertu memm

Frétt

Noma opnar á ný | Selur Noma íslenskan mat

Birting:

þann

Það verður nú að segjast að mikið hefur verið í gangi á veitingastaðnum Noma í Danmörku að undanförnu, en í júlí hafa staðið yfir miklar framkvæmdir að breyta öllu eldhúsinu og stækka það töluvert og opnaði staðurinn að nýju núna 1. ágúst 2013.

Þegar staðurinn opnaði fyrst í nóvember 2003 þá voru níu til tíu manns að starfa á staðnum: þrír þjónar og einn lærlingur og í eldhúsinu, þrír matreiðslumenn og tveir lærlingar.  Eldhúsið var þá ekki stórt, fjórir gasbrennarar og ásamt ýmsum búnaði sem fylgir eldhúsi.  Í gegnum árin hefur starfsfólkið þurft að nýta sér allt pláss sem hægt er að nýta og núna tíu árum síðar eru tæp fimmtíu manns sem starfa í eldhúsinu og nær tuttugu í sal.

Ný matreiðslubók frá René
René Redzepi eigandi Noma hefur unnið að nýrri bók í um þrjú ár og er hún komin í forsölu á Amazon, en René hefur gefið út fjölmargar bækur.  Nýjasta bókin er með 100 nýjum uppskriftum frá Noma og nokkurskonar persónuleg dagbók skrifuð af René.

Myndir úr nýjustu bók René:

 

Selur Noma íslenskan mat
Eyjólfur Friðgeirsson, sem rekur og á Íslenska Hollustu, framleiðir allsérstakan mat úr íslenskum hráefnum. Hann notar m.a. fjallagrös, ætihvönn og þara og einn viðskiptavinurinn er veitingastaðurinn Noma.  Eyjólfur var morgunútvarpi Rásar tvö þar sem hann ræddi um fyrirtækið sitt, en hann safnar hráefninu í vörurnar hérlendis og beinir með starfi sínu athygli að því að í náttúran sjálft er meiri matarkista en margur hyggur og stuðlar jafnframt að því að endurvekja þjóðlega íslenska matargerð. Eyjólfur ræddi um þessar matvörur í Morgunútvarpinu og segir frá hvernig þetta byrjaði allt saman að selja íslenskan mat til Noma.

Meðfylgjandi myndir og teikning er af nýja eldhúsi Noma:

 

Myndir: noma.dk

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið