Vertu memm

Frétt

Noma lokar vegna COVID-19 Kórónaveirunnar

Birting:

þann

Noma

Veitingastaðurinn Noma þykir meðal bestu veitingastaða í heiminum.

René Redzepi matreiðslumaður og eigandi veitingastaðnum Noma í Danmörku birti myndband á Instagram og tilkynnti að Noma verður lokaður til 14. apríl n.k. vegna COVID-19 Kórónaveirunnar.

Noma mun halda áfram að borga laun til allra starfsmanna og önnur gjöld.

Hægt er að horfa á myndbandið hér að neðan:

Mynd: Instagram / Rene Redzepi Noma

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Skortur á innlendum kartöflum og þær innfluttu hækka

Birting:

þann

Kartöflur - Kartöflurækt

Í ljósi þess að heimild ráðherra til að gefa út skortkvóta hefur verið afnumin, munu innfluttar kartöflur hækka verulega í verði frá fyrra ári.

Horfur eru á að skortur verði á íslenskum kartöflum í verslunum á næstu vikum. Jafnframt stefnir í að innfluttar kartöflur verði á umtalsvert hærra verði en á sama tíma í fyrra þar sem Alþingi felldi úr búvörulögum ákvæði sem heimila ráðherra að lækka eða fella niður tolla af innflutningi ef skortur er á innlendri framleiðslu og ákvað að tollar skyldu lagðir á kartöflur allt árið, að því er fram kemur á vef Félags atvinnurekenda (FA).

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flutti í fyrra frumvarp sem fól í sér ýmar breytingar á tollaumhverfi innflutnings búvara. Felld voru niður ákvæði sem heimiluðu ráðherra að gefa út svokallaðan skortkvóta ef innlenda framleiðslu vantar á markaðinn en þess í stað skilgreind fastákveðin tímabil, sem flytja má inn viðkomandi vöru á lægri eða engum tolli.

FA gagnrýndi þau ákvæði frumvarpsins og lagði til verulega rýmkun á tímabilunum. Í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis þrengdust þau hins vegar, þannig að á kartöflur leggjast til dæmis tollar allt árið, þrátt fyrir að árlega vanti íslenskar kartöflur á markað og innflutningur sé nauðsynlegur til að fullnægja eftirspurn neytenda.

Tollar hækka verð

Í ljósi þess að heimild ráðherra til að gefa út skortkvóta hefur verið afnumin, munu innfluttar kartöflur hækka verulega í verði frá fyrra ári. Á innfluttar kartöflur leggst samkvæmt tollskrá 30% verðtollur og 60 króna magntollur á kíló. Séu þær fluttar inn frá ríkjum Evrópusambandsins gildir eingöngu 60 króna magntollurinn, sem getur engu að síður numið hátt í þriðjungi kostnaðarverðs vörunnar.

Tveggja vikna birgðir

Mat innflytjenda kartaflna og innlendra framleiðenda er að eitthvað sé til af kartöflum í söluhæfum gæðum til næstu tveggja vikna, en ekki nægilegt framboð til að anna eftirspurn. Innfluttar kartöflur eru væntanlegar í næstu viku.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

COVID-19: Fjöldamörk úr 50 í 200 manns og fleiri tilslakanir

Birting:

þann

Reykjavík - Loftmynd

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi mánudaginn 25. maí. Þar með verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú, heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og einnig spilasölum, verður heimilt að hafa opið til kl. 23.00. Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er, eins og nánar er fjallað um í auglýsingunni. Auglýsingin er í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ráðherra kynnti ákvörðun sína um breytingar á takmörkun á samkomum á fundi ríkisstjórnar í morgun.

Með nýrri auglýsingu verður framkvæmd tveggja metra reglurnar breytt nokkuð. Horft er til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu. Þannig verði til dæmis á veitingastöðum, í leikhúsum og bíósölum boðið upp á að minnsta kosti nokkur sæti sem geri þetta kleift.

Á líkamsræktarstöðvum verður, líkt og á á sund- og baðstöðum, takmörkun á fjölda gesta sem miðast við að þeir séu aldrei fleiri en nemur helmingi af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Eins og fram kemur í auglýsingunni verða áfram gerðar sömu kröfur um sótthreinsun og þrif almenningsrýma og hingað til.

Frá upphafi COVID-19 faraldursins hér á landi hafa greinst smit hjá rúmlega 1.800 einstaklingum. Undanfarið hefur nýsmitum fækkað verulega og hafa aðeins fimm einstaklingar greinst það sem af er maímánuði. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að þær tilslakanir sem gerðar voru á samkomutakmörkunum 4. maí síðastliðinn virðist ekki hafa leitt til fjölgunar sjúkdómstilfella.

Ný auglýsing um takmörkun á samkomubanni gildir til 21. júní.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði í fjórða sinn á einu ári

Birting:

þann

Kjúklingur - Kjúklingabringur

Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi (bringum, lundum, bitum og vængjum) frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Er þetta í fjórða sinn á einu ári sem varað er við neyslu á kjúklingi frá Reykjagarði.

Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

Vöruheiti: Holta og Kjörfugl
Vörutegund: Ferskar bringur, lundir, bitar og vængir
Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
Rekjanleikanúmer: 019-20-16-1-01
Dreifing: Verslanir Iceland, Hagkaupa og Costco

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri geta skilað vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Sjá einnig:

Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Mynd: úr safni

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Paloma dagurinn 22.05.2020
    Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn.  Hvað er Paloma?  Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla. Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin […]
  • Ameríski Handverks Bjórdagurinn 19.05.2020
    Síðastliðin sunnudag var hin árlegi American Craft Beer Day haldin. Í tilefni þess ákváðu Viceman og bjórsérfæðingurinn Hjörvar Óli að halda Bjórsmakk á facebook síðu Viceman. Teknir voru fyrir sex bjór stílar og tveir bjórar smakkaðir í hverjum stíl. Annarsvegar Amerískur bjór og hinsvegar Íslenskur bjór. Samtals voru því smakkaðir tólf bjórar í heildina . […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag