Vertu memm

Frétt

Neytendastofu barst kvörtun frá Ísey Skyr Bar vegna markaðssetningar S.G. Veitinga

Birting:

þann

Ís í boxi

Neytendastofu barst kvörtun frá Ísey Skyr Bar vegna markaðssetningar S.G. Veitinga, sem rekur Ísbúð Garðabæjar, á skálum og drykkjum. Í kvörtuninni kom fram að Ísey Skyr Bar telji markaðssetninguna brjóta gegn góðum viðskiptaháttum þar sem uppskriftir og heiti réttanna séu mjög lík vörum Ísey Skyr Bars sem og kynning á heimasíðu Ísbúðar Garðabæjar, að því er fram kemur á heimasíðu Neytendastofu.

Þá séu umbúðir og framsetning vöru í umbúðum svo lík að hætta sé á að neytendur ruglist á vörum Ísey Skyr Bars og Ísbúðar Garðabæjar. Gerði Ísey Skyr Bar kröfu um að S.G. Veitingar skyldi breyta uppskriftum sínum, heitum á réttunum og framsetningu á vefsíðu og í öðru markaðsefni.

S.G. veitingar höfnuðu því að brotið væri gegn góðum viðskiptaháttum eða að líkt hafi verið eftir vörum eða markaðssetningu Ísey Skyr Bars. Engin uppskrifta Ísey Skyr Bars sé þannig að einn aðili geti átt lögvarinn einkarétt til þeirra heldur sé þetta mismunandi samsetning vinsælla hráefna. Umbúðirnar séu glær plastílát sem séu fjöldaframleidd og flestir seljendur slíkra vara hér á landi noti. Þá séu vörur S.G. Veitinga skilmerkilega merktar Ísbúð Garðabæjar sem ætti að koma í veg fyrir rugling.

Í niðurstöðum ákvörðunarinnar er fjallað um að Neytendastofa telji útlit umbúða og vara sem og innihald og heiti á vörum Ísey Skyr Bar almenn og lýsandi fyrir vörurnar. Því skorti nægilegt sérkenni til þess að fyrirtækið geti notið einkaréttar. Að sama skapi féllst stofnunin ekki á það að framsetning S.G. Veitinga á vörunum, þ.e. útlit, innihald, heiti og framsetning á vefsíðu, brjóti gegn góðum viðskiptaháttum gagnvart neytendum eða Ísey Skyr Bar.

 Ákvörðunina má lesa í heild sinni á heimasíðu Neytendastofu hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið