Vertu memm

Frétt

Nemendur kanna heim tómata með öllum sínum skynfærum

Birting:

þann

Eit food

Sýndarveruleiki matar – lærum um mat með öllum okkar skynfærum

“Tómatar eru mjög góðir fyrir frumurnar“ sagði nemandi í grunnskólanum CEIP Leopoldo Calvo Sotelo í Madrid í október síðastliðnum eftir að hafa lokið námskeiðinu Sýndarveruleiki matar – að læra um mat með öllum okkar skynfærum eða Food Imaginarium – learning about food with all senses eins og það útleggst á ensku.

Námskeiðið er tilraunaverkefni sem Matís leiðir, styrkt af EIT Foodog er eitt af nokkrum forverkefnum sem miða að því að prófa aðferðir til að virkja almenning og fræða sérstaklega yngri kynslóðir um hollar og sjálfbærar neysluvenjur. Í verkefninu var rúmlega 100 nemendum á aldrinum 10-12 ára boðið upp á ýmsar kennsluaðferðir, þar á meðal sýndarveruleika, með áherslu á ræktun, framleiðslu og neyslu tómata.

Verkefnið miðar að því að örva ímyndunarafl barna tengt mat, með gagnvirkum aðferðum sem kveikja áhuga og auka þekkingu. Markmiðið er að ná til barna á þeim aldri þegar þeim er hætt við að byrja að þróa með sér offitu og hjálpa þeim að tileinka sér hollar og sjálfbærar matarvenjur. Námsefnið leggur áherslu á heildræna sýn á mat og matarupplifun og snertir á ýmsum flötum s.s. ræktun, loftslagi og matarsóun.

Þemað í forverkefninu er tómatar en markmiðið með því er að prófa hugmyndafræði verkefnisins. Með sýndarveruleika myndböndum og líflegum þrautum, gátu nemendur kafað ofan í heim tómata og komist að næringargildi þeirra og því hvernig þeir eru ræktaðir á sjálfbæran hátt í mismunandi loftslagi.

Eit food

Með aðstoð sýndarveruleika ferðuðust börnin jafnframt á sjálfbæra tómataræktunarstöð á Íslandi þar sem þau horfðu á myndbönd og spiluðu spurningaleik. Þegar nemendurnir fóru út í ræktunargarð skólans gátu þeir einnig fengið kynnast útliti, bragði og lykt mismunandi tómatafbrigða sem eru ræktuð á Spáni, undir leiðsögn sérfræðinga. Þannig fengu börnin tækifæri til að skynja hvað gerir tómata heilsusamlega, hvernig þeir eru ræktaðir, lykta og bragðast.

Bein og óbein áhrif verkefnisins á þekkingu barnanna í CEIP Leopoldo Calvo Sotelo skólanum í Madrid voru mæld fyrir áframhaldandi þróun námsefnisins en verkefnishópurinn stefnir á að útvíkka verkefnið m.a. til Íslands á næstu árum.

Verkefnið er unnið í samvinnu við IMDEA Alimentación, EUFIC og Háskólann í Árósum.

Food imaginarium er byggt á tveimur fyrri verkefnum sem Matís hefur leitt: Future Kitchen og Krakkar kokka.  Í Future Kitchen  (einnig styrkt af EIT Food) voru hefðbundin myndbönd og sýndarveruleikamyndbönd um nýsköpun í matvælatækni og næringargildi matar (t.d. Tómatarækt á Íslandi) gerð  með notkun hugmyndafræði svokallaðrar skemmtimenntar (að mennta og skemmta). Sama hugmyndafræði var notuð í Krakkar kokka en það verkefni hlaut styrk frá Matarauði Íslands og er mennta- og menningarmálaráðherra Íslands verndari verkefnisins.

Þú getur horft á upplifun spænsku nemendanna á Food Imaginarium í myndbandinu hér að neðan:

Um EIT Food

EIT Food er stórt leiðandi evrópskt þekkingar- og nýsköpunarsamfélag um matvæli, undir Evrópusambandinu,  sem  vinnur að því að gera hagkerfi matvæla sjálfbærara, heilnæmt og traust.
Framtakið er byggt af nýsköpunarsamfélagi með lykilaðilum iðnaðarins yfir alla Evrópu, sem samanstendur af yfir 90 samstarfsaðilum og yfir 50 sprotafyrirtækjum frá 16 aðildarríkjum ESB. Það er eitt af þekkingar- og nýsköpunarsamfélögunum (KIC) sem voru stofnuð af stofnun Evrópu fyrir nýsköpun og tækni [European Institute for Innovation & Technology] (EIT), sem er sjálfstæð stofnun ESB  sett á fót 2008 til að efla nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi víðsvegar um Evrópu.

Þú getur fylgst með EIT Food í gegnum www.eitfood.eu eða í gegnum samfélagsmiðlana: TwitterFacebookLinkedInYoutube eða Instagram.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið