Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nemendur í Hótel- og matvælaskólanum fóru á kostum í Granda Mathöll

Birting:

þann

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

Vel heppnaður viðburður

Nemendur í Hótel- og matvælaskólanum komu sáu og sigruðu öll sem eitt í nýafstöðnum viðburði sem var í hádeginu 9. apríl s.l. í Granda Mathöll.

Sjá einnig: Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

Á heimasíðu Matarauðs Íslands kemur fram að viðburðurinn var samvinnuverkefni þeirra og Hótel- og matvælaskólans til heiðurs vannýttra hráefna sem ýmist fengu nýtt hlutverk eða nýjan búning.

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

„Við sjáum fram á nýja kynslóð kokka sem eru hvattir til að láta sig sjálfbærni og umhverfisvernd varða.

Það er sorglegt til þess að hugsa að um þriðjungi allra matvæla er sóað í gegnum virðiskeðju matvæla og hráefni fargað sem ella mætti nýta í ótrúlega bragðgóða rétti í meðförum fagmanna og hugmyndaríkra leikmanna. Það væri virkilega spennandi ef einhver veitingastaður myndi sérhæfa sig í matreiðslu á vannýttum hráefnum, þar sem matseðillinn væri árstíðabundinn og háður því hráefni sem gnægð væri af hverju sinni. Vissulega áskorun en myndi eflaust falla neytendum samtímans vel í geð.“

Segir í frétt á mataraudur.is.

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

Dómnefnd að störfum.
F.v. Ragnar Wessman, Eliza Reid og Gísli Matthías Auðunsson

Dómnefnd valdi þrjár bestu útfærslurnar, en í dómnefnd voru:

 • Eliza Reid, forsetafrú
 • Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari
 • Ragnar Wessmann, matreiðslumeistari

Þau brögðuðu og dæmdu alls 10 rétti. Við matið þurftu þau að taka tillit til matarupplifunar, hversu einkennandi íslenskt hráefnið væri, bragð og áferð, nýsköpunarinnar við réttinn og hversu vannýtt hráefnið í raun væri.

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

1. sæti: Djúpsteikt hvelja, reyktur rauðmagi með líframayonnaise

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

2. sæti: Hafís: Þangís gerður úr stórþara og þangskeggi borið fram á íslenskri pönnuköku.

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

3. sæti: Húsdýragarðurinn: Brasseraður nautaháls og mergur borin fram á laufabrauði með rauðvínssósu.

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

Ragnar Wessman, Eliza Reid og Gísli Matthías Auðunsson

„Mikið var gaman að vera dómari í dag í nýrri herferð, „Þjóðlegir réttir á okkar veg – gerum vannýtt hráefni að nýju hnossgæti.“ Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn standa að herferðinni. Hún snýst í stuttu máli um það nemendur skólans blésu til sóknar í baráttunni við matarsóun.

Þeir biðluðu til almennings um hugmyndir að réttum úr íslenskum hráefnum, sem eru vannýtt í matargerð, og útfærðu þannig að úr varð hnossgæti sem sómir sér vel á diskum landsmanna. Allir réttirnir voru frumlegir – og afar gómsætir!“

Skrifar Eliza Reid á facebook síðu sinni.

Aðrir réttir sem boðið var upp á:

 • Brasseruð sítrónutónuð grísakinn á mjúkri hveiti tortilla með stökkri grísapuru.
 • Lambarif með amerísku hrásalati.
 • Lifrafrauð úr rauðmagalifur á stökku kexi.
 • Reykt bleikja með íslenskum ostrusveppum og sítrónu tónuðu kartöflukremi.
 • Uxahala taco með suðrænu mayonnaise og sýrðum rauðlauk.
 • Rófu bollakaka með smjörkremi og gúrkukrapa.
 • Hunangs Torrone með ristuðum möndlum og pistasíum.
 • Grafið Lambahjarta með sýrðum ávöxtum.
 • Hvannarkrisp, kræklingakrisp, mysukrisp, hreindýramosi, fjallagrös.

Þarna mátti bragða rétti og snarl sem ekki fóru fyrir dómnefnd eins og lambabris, mysukrisp sem var eftirlæti gesta og hreindýramosi.  Lambaslög með salati, agúrkusósa, sviða “pura“ og djúpsteikt grísaeyru voru ennfremur á boðstólum til að smakka.

Gestir og gangandi fengu að kjósa sína uppáhaldsútfærslu.

Þar var Brasseraður nautaháls og mergur á laufabrauði í uppáhaldi, síðan kom lambarif með hrásalati og í þriðja sæti rauðmagalifrarfrauð á stökku kexi.

Myndir: facebook / Eliza Reid og Matarauður Íslands

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvað er Za’atar? – Í dag er Za’atar dagurinn

Birting:

þann

Kryddmarkaður

Kryddmarkaður

Þú hefur eflaust aldrei heyrt um orðið „Za’atar“, en það er hugtak sem notað er til að lýsa matargerð úr jurtum.

Það er einnig notað til að lýsa kryddblöndu sem notuð er sérstaklega í matargerð frá Mið-Austurlöndum, sem inniheldur blóðberg (timian), salt, þurrkað sumac, ristuð sesamfræ og annað krydd.

Sérstakt villt blóðberg sem finnst í Miðausturlöndum og Levantine svæðinu er notað til að búa til Za’atar blönduna.

Bragðið á Za’atar blöndunni er bragðmikið og það kemur mikið eftirbragð.

Blönduna er hægt að blanda við ólífuolíu, baba gannouj, hummus og labne, sem er þykkt jógúrt. Margir bæta blöndunni við salatdressingu, steiktu og soðnu grænmeti ofl.

Hægt er að nota blönduna með að krydda fisk, kjöt og kjúkling. Eins og þú sérð þá er í raun engin takmörk þegar kemur að því hvernig hægt er að nota „Za’atar“ blönduna.

Til gamans skal þess getið, að dagurinn í dag, 23. september, er tileinkaður Za’atar.

Za’atar uppskriftina er hægt að skoða með því að smella hér.

Za’atar uppskrift – Kryddblanda

Mynd: úr safni

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

„Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf“

Birting:

þann

Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir - Siglufjörður

Báðar fjölskyldurnar hafa keypt sér hús á Siglufirði og ætla að búa þar áfram.
F.v. Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir

Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir fluttu til Siglufjarðar fyrri hluta árs 2018 þegar þau tóku við veitingasviðinu hjá Hannes Boy, Rauðku og Sigló Hóteli.
Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir fluttu svo í ágúst sama ár. Áður störfuðu þau öll fjögur saman hjá stórri íslenskri hótelkeðju, Íslandshótel.

Þau eru öll mjög viðkunnanlegar manneskjur sem hafa þægilega nærveru og eru mjög metnaðarfull við uppbyggingu á rekstrinum.

Hvernig kunnið þið við ykkur á Siglufirði?

“Bara geggjað” segir Bjarni, “elska það” segir Jimmy og konurnar taka undir með sínum mönnum. “Fólk hér er jákvætt, gott að búa hér með börn, fólk er ekki á bremsunni þegar komið er með nýjar hugmyndir”.

Þegar þau eru spurð um titla, er svarið:

“Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf”.

Halldóra er menntaður þjónn, sér um bókanir og samskipti við hópa, starfaði sem hótelstjóri á Fosshotel Núpum og Fosshotel Heklu, er menntaður framreiðslumaður, Bjarni er kokkur og stýrir eldhúsinu, Jimmy er þjónn og sér um daglegan rekstur “á gólfinu” og Sólrún er talnaglöggur Tálknfirðingur og sér um morgunmatinn. Vaktirnar voru oft langar hjá þeim í sumar, allt upp í 3 mánuðir án frídaga.

Smellið hér til að lesa ítarlegt viðtal við fjölskyldurnar á trolli.is.

Mynd: trolli.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Afturblik til fyrra tíma – Árið er 1837 „Öldin okkar“

Afturblik til fyrra tíma – Árið er 1837 „Öldin okkar“

Birting:

þann

Árið er 1837 "Öldin okkar"

Lesa meira
 • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
  Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
 • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
  Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag