Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nemendur í Hótel- og matvælaskólanum fóru á kostum í Granda Mathöll

Birting:

þann

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

Vel heppnaður viðburður

Nemendur í Hótel- og matvælaskólanum komu sáu og sigruðu öll sem eitt í nýafstöðnum viðburði sem var í hádeginu 9. apríl s.l. í Granda Mathöll.

Sjá einnig: Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

Á heimasíðu Matarauðs Íslands kemur fram að viðburðurinn var samvinnuverkefni þeirra og Hótel- og matvælaskólans til heiðurs vannýttra hráefna sem ýmist fengu nýtt hlutverk eða nýjan búning.

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

„Við sjáum fram á nýja kynslóð kokka sem eru hvattir til að láta sig sjálfbærni og umhverfisvernd varða.

Það er sorglegt til þess að hugsa að um þriðjungi allra matvæla er sóað í gegnum virðiskeðju matvæla og hráefni fargað sem ella mætti nýta í ótrúlega bragðgóða rétti í meðförum fagmanna og hugmyndaríkra leikmanna. Það væri virkilega spennandi ef einhver veitingastaður myndi sérhæfa sig í matreiðslu á vannýttum hráefnum, þar sem matseðillinn væri árstíðabundinn og háður því hráefni sem gnægð væri af hverju sinni. Vissulega áskorun en myndi eflaust falla neytendum samtímans vel í geð.“

Segir í frétt á mataraudur.is.

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

Dómnefnd að störfum.
F.v. Ragnar Wessman, Eliza Reid og Gísli Matthías Auðunsson

Dómnefnd valdi þrjár bestu útfærslurnar, en í dómnefnd voru:

  • Eliza Reid, forsetafrú
  • Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari
  • Ragnar Wessmann, matreiðslumeistari

Þau brögðuðu og dæmdu alls 10 rétti. Við matið þurftu þau að taka tillit til matarupplifunar, hversu einkennandi íslenskt hráefnið væri, bragð og áferð, nýsköpunarinnar við réttinn og hversu vannýtt hráefnið í raun væri.

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

1. sæti: Djúpsteikt hvelja, reyktur rauðmagi með líframayonnaise

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

2. sæti: Hafís: Þangís gerður úr stórþara og þangskeggi borið fram á íslenskri pönnuköku.

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

3. sæti: Húsdýragarðurinn: Brasseraður nautaháls og mergur borin fram á laufabrauði með rauðvínssósu.

Hnossgæti úr vannýttum hráefnum

Ragnar Wessman, Eliza Reid og Gísli Matthías Auðunsson

„Mikið var gaman að vera dómari í dag í nýrri herferð, „Þjóðlegir réttir á okkar veg – gerum vannýtt hráefni að nýju hnossgæti.“ Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn standa að herferðinni. Hún snýst í stuttu máli um það nemendur skólans blésu til sóknar í baráttunni við matarsóun.

Þeir biðluðu til almennings um hugmyndir að réttum úr íslenskum hráefnum, sem eru vannýtt í matargerð, og útfærðu þannig að úr varð hnossgæti sem sómir sér vel á diskum landsmanna. Allir réttirnir voru frumlegir – og afar gómsætir!“

Skrifar Eliza Reid á facebook síðu sinni.

Aðrir réttir sem boðið var upp á:

  • Brasseruð sítrónutónuð grísakinn á mjúkri hveiti tortilla með stökkri grísapuru.
  • Lambarif með amerísku hrásalati.
  • Lifrafrauð úr rauðmagalifur á stökku kexi.
  • Reykt bleikja með íslenskum ostrusveppum og sítrónu tónuðu kartöflukremi.
  • Uxahala taco með suðrænu mayonnaise og sýrðum rauðlauk.
  • Rófu bollakaka með smjörkremi og gúrkukrapa.
  • Hunangs Torrone með ristuðum möndlum og pistasíum.
  • Grafið Lambahjarta með sýrðum ávöxtum.
  • Hvannarkrisp, kræklingakrisp, mysukrisp, hreindýramosi, fjallagrös.

Þarna mátti bragða rétti og snarl sem ekki fóru fyrir dómnefnd eins og lambabris, mysukrisp sem var eftirlæti gesta og hreindýramosi.  Lambaslög með salati, agúrkusósa, sviða “pura“ og djúpsteikt grísaeyru voru ennfremur á boðstólum til að smakka.

Gestir og gangandi fengu að kjósa sína uppáhaldsútfærslu.

Þar var Brasseraður nautaháls og mergur á laufabrauði í uppáhaldi, síðan kom lambarif með hrásalati og í þriðja sæti rauðmagalifrarfrauð á stökku kexi.

Myndir: facebook / Eliza Reid og Matarauður Íslands

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið