Vertu memm

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Nemakeppni í kjötiðn

Birting:

þann

Parmaskinka - Skinka

Nemakeppni í kjötiðn fer fram í Laugardalshöllinni dagana 16. – 18. mars 2017 samhliða Íslandsmóti iðngreina.  Keppnisfyrirkomulag er þannig að hver keppandi fær lambaskrokk í hendur, sem hann vinnur eftir eigin höfði, með þeim hjálpargögnum sem þeir kjósa að koma með sjálfir.

Keppnistími er 120 mínútur. Skila á allri tilbúinni vöru í kjötborð.

Keppnistímanum verður skipt í tvennt,  þannig að hver keppandi fær 60 mínútur til að hluta  og úrbeina skrokkinn. Keppendur fá þá 10 mínútna pásu. Þá skoða dómarar bein og fleira. Þá hafa keppendur aðrar 60 mínútur til fullvinna skrokkinn í tilbúna vöru í  kjötborð.

Leyfilegt er að hafa með sér eftirfarandi: grænmeti, ávexti, mjólkurvörur, bökunarvörur, krydd, öll leyfileg aukaefni, skinku, bacon, spekk, mareneringar og svo framvegis.    Þetta þarf hver keppandi að koma með sjálfur, auk þess að koma með fagbúning FÍK, svuntu, hnífa, stál, handsög, salt/kryddsprautu, hrærivél/mixara og allt annað sem þeir óska sér að hafa með.

Keppendur hafa með sér merkisspjöld fyrir vörurnar þeirra, en þessi spjöld má koma með tilbúin.  Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Allir nemar sem eru á samning hjá meistara mega keppa, ekkert aldurstakmark er í þessa keppni.

Á staðnum verður einungis skurðarborð, hakkavél sem keppendur nota í sameiningu. Einnig verður borð fyrir keppendur til að setja fullbúnar vörur á til sýnis.

Skurðarkeppnin verður dæmd eftir eftirfarandi flokkum:

  • Útliti
  • Fjölbreytni
  • Nýbreytni
  • Nýtingu
  • Fagmennsku

Hver keppandi á einnig að koma með sér í keppnina soðið/bakað álegg, sem hann er búinn að gera í sinni vinnslu eða bara heima hjá sér. Meistari hvers nema á auðvitað hjálpa honum eins mikið og hann vill. Ætlast er til að hvert stykki sé minnst eitt kíló svo að hægt sé að dæma það og  hafa til sýnis. Áleggið verður dæmt eftir:

  • Útliti
  • Bragði
  • Frumleika
  • Fagmennsku

Umsóknir berist til Ólafs Jónssonar [email protected]

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Kristinn og Sigurður verða fulltrúar Íslands á Euro Skills keppninni í Búdapest

Birting:

þann

Euro Skills - Búdapest 2018

Kristinn Gísli Jónsson

Í forkeppni Euro Skills keppninnar í matreiðslu kepptu fimm til úrslita. Niðurstöður keppninnar voru eftirfarandi:

1. sæti Kristinn Gísli Jónsson – Dill
2. sæti Íris Jana Ásgeirsdóttir – Fiskfélagið
3. sæti Kara Guðmundsdóttir – Fiskfélagið

Euro Skills - Búdapest 2018

Sigurður Borgar

Í forkeppni Euro Skills keppninnar í framreiðslu kepptu einnig fimm til úrslita. Niðurstöður keppninnar voru eftirfarandi:

1. sæti Sigurður Borgar – Vox
2. sæti Alma Karen Sverrisdóttir – Icelandair Natura
3. sæti Gréta Sóley Arngrímsdóttir – Icelandair Natura

Kristinn Gísli Jónsson og Sigurður Borgar verða fulltrúar Íslands á Euro Skills keppninni í Búdapest sem haldin verður á næsta ári dagana 26. – 28. september 2018.

 

Myndir: Skills Iceland

Lesa meira

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Úrslit úr nemakeppni í kjötiðn – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Nemakeppni í kjötiðn 2017

Jóhannes Geir Númason yfirdómari og Helga Hermannsdóttir við vinningskæliborðið

Helga Hermannsdóttir kjötiðnaðarnemi hjá Norðlenska sigraði nemakeppnina í kjötiðn sem haldin var á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í Laugardalshöllinni nú um helgina.

Það voru fimm keppendur sem kepptu til úrslita og fékk hver nemandi einn lambaskrokk og tvær klukkustundir til að úrbeina skrokkinn og stilla upp í kæliborðinu með réttunum.  Allir keppnisréttir voru síðan til sölu á sýningunni.

Úrslit urðu þessi:

1. sæti – Helga Hermannsdóttir – Norðlenska
2. sæti – Alex Tristan Gunnþórsson – Kjöthúsið
3. sæti – Rakel Þorgilsdóttir – Kjarnafæði

Vídeó

Myndir

Myndir: Skills Iceland

Lesa meira

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Úrslit úr forkeppni Norrænu nemakeppninnar

Birting:

þann

Forkeppni Norrænu nemakeppninnar 2017

Dómarar fylgjast vel með

Forkeppni Norrænu nemakeppninnar var haldin á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í Laugardalshöllinni nú um helgina.

Framreiðsla

Samtals kepptu sjö að þessu sinni í framreiðslunni. Þau fimm hæstu sem komust áfram í forkeppninni sem haldin verður í Hörpunni í september n.k., samhliða keppninni Kokkur ársins, eru eftirfarandi í stafrófsröð.

Axel Árni Herbertsson – Bláa lónið
Rakel Siva – Radisson Blu Hótel Saga
Sandra Óskarsdóttir – Bláa lónið
Sandra Sif Eiðsdóttir – Radisson Blu Hótel Saga
Sigurður Borgar – Vox

Matreiðsla

Samtals kepptu níu að þessu sinni í matreiðslunni.  Þau fimm hæstu sem komst áfram í úrslistakeppninni sem verður haldin í Hörpu í september n.k., samhliða keppninni Kokkur ársins, eru eftirfarandi í stafrófsröð.

Bjarki Þorsteinsson – Kolabraut
Elmar Ingi Sigurðsson – Radisson Blu Hótel Saga
Michael Pétursson – Vox
Hinrik Lárusson – Radisson Blu Hótel Saga
Svala Sveinsdóttir – Icelandair Marina

Tveir efstu í úrslitum í matreiðslu og framreiðslu munu keppa í Norrænu nemakeppninni í Danmörku 2018.

Mynd: Skills Iceland

 

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið