Vertu memm

Markaðurinn

Námskeið – Ný brögð, kraftar og kúnstir í boði Garra og Essential Cuisine

Birting:

þann

Garri - Húsnæði

Garri í samstarfi við Essential Cuisine heldur spennandi námskeið þriðjudaginn 25. febrúar 2020. Skráning á námskeiðið stendur nú yfir.

Námskeiðið er í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða spennandi réttir og nýjar hugmyndir kynntar ásamt því að matreiðslumenn frá þróunardeild Essential Cuisine útbúa smakkrétti.

Farið verður yfir hvernig hægt er að nota sósur og soð, krafta, kryddblöndur og gljáa sem hafa mikil náttúruleg gæði með áherslu á nýja vinkla.

Skráning hér.

 

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Markaðurinn

Þessir veitingastaðir hlutu tilnefningu til Íslensku lambakjötsverðlaunin

Birting:

þann

Lamb - Lambakjöt - Lambaréttur

Íslenskt lambakjöt er af mörgum talið hið besta sem fæst

Tilkynnt hefur verið hvaða veitingastaðir eru tilnefndir til Íslensku lambakjötsverðlaunin eða Icelandic Lamb Award of Excellence 2020, en viðurkenningarnar verða afhentar fimmtudaginn 28. maí 2020.

Þetta er í fjórða sinn sem Markaðsstofan Icelandic Lamb veitir þessar viðurkenningar, en þær eru veittar veitingastöðum sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári í framreiðslu á íslensku lambakjöti.

Eliza Reid, forsetafrú, ávarpar samkomuna og veitir viðurkenningarnar.

Veittar verða viðurkenningar í þremur flokkum; Sælkeraveitingastaðir, Bistro og götumat.

Hér er yfirlit yfir þá veitingastaði sem eru tilnefndir í flokkunum þremur:

Sælkeraveitingastaðir (Fine Dining)
Fiskfélagið
Hótel Geysir
Hver
Geiri Smart
Silfra

Bistro
Forréttabarinn
Heydalur
Kaffi Krókur
Lamb Inn
Mímir

Götumatur (Street Food)
Fjárhúsið
Icelandic Street Food
Lamb street food
Le Kock
Shake and pizza

Mynd: aðsend

Lesa meira

Markaðurinn

Vínarpylsur úr þorski – Logi: „…bragðaðist alveg dásamlega“

Birting:

þann

Fiskipylsur - Hafið Fiskverslun

Sala á fiskipylsunum hófst í gær hjá Hafinu fiskverslun og er verðið á pakkanum 500 krónur fyrir 5 stk. af vínarpylsum.

Hafið fiskverslun hefur hafið sölu á fiskipylsum, en pylsurnar eru unnar eins og hefðbundnar vínarpylsur.

Hér er án efa góð viðbót í íslenskri skyndibitaflóru.

Fiskipylsurnar eru hitaðar upp fyrir neyslu, líkt og venjulegar pylsur, en þykja einnig mjög góðar á grillið eða djúpsteiktar:

Logi Brynjarsson

Logi Brynjarsson matreiðslumeistari og framleiðslustjóri Hafsins

„Við fengum okkur djúpsteiktar pylsur með tómatsósu, dijon sinnepi og steiktum lauk í hádeginu í vinnunni og það bragðaðist alveg dásamlega“

Sagði Logi Brynjarsson matreiðslumeistari og framleiðslustjóri Hafsins í samtali við veitingageirinn.is.

Um Fiskipylsurnar

Byrjað er á að útbúa bindifars með sér sérblönduðu kyddi og repju olíu sem er bundið saman við farsið til að gera pylsurnar silkimjúkar.

Að lokum er bætt í farsið hreinu þorsk-hakki fyrir ögn grófari áferð og stífri kókosfeiti til að pylsurnar séu eins safaríkar og hægt er.

Í pylsunum er einungis hreinn fiskur og íblöndunarefni unnið úr plönturíkinu, því hentugar fyrir þá sem kjósa að neyta ekki kjötmeti en einnig fyrir alla aðra.

Pylsurnar innihalda EKKI egg, hveiti eða mjólk en einu ofnæmisvaldar í pylsunum eru sinnep, sellerí og soja.

Farsinu er síðan sprautað í kolagen garnir, léttreyktar og soðnar því þarf einungis að hita fyrir neyslu.

 Sjá nánari vörulýsingu á pylsunum hér.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Markaðurinn

Cortyard by Marriott opnar í Reykjanesbæ

Birting:

þann

Fastus - Cortyard by Marriott opnar í Reykjanesbæ

Cortyard

Í apríl síðastliðnum var nýtt og glæsilegt 150 herbergja hótel Cortyard by Marriott opnað í Reykjanesbæ. Hótelið er einstaklega vel staðsett í eingöngu 3ja mínútna akstri frá Keflavíkurflugvelli. Allt frá árinu 2018 hefur Fastus unnið að þessu verkefni með Aðaltorgi ehf. sem eru eigendur hótelsins sem og helstu samstarfsaðilum Fastus.

Öll hönnun og uppsetning á tækjum og búnaði í eldhúsi hótelsins fóru eftir ströngum gæðakröfum Marriott hótelkeðjunnar. Vandað var til allra verka og sáu tæknimenn frá Fastus um alla uppsetningu á staðnum.

Útkoman er sérlega glæsileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fullbúið eldhús með hágæða tækjum frá Electrolux og stálborðum frá Assi.

Hér fyrir neðan má sjá Einar Þór Guðmundsson frá Aðaltorgi ehf. og Jóhannes Kristjánsson deildarstjóra hjá Fastus í eldhúsi hótelsins.

Fastus - Cortyard by Marriott opnar í Reykjanesbæ

Einar Þór og Jóhannes Kristjánsson

Fastus - Cortyard by Marriott opnar í Reykjanesbæ

Fullbúið eldhús

Fastus - Cortyard by Marriott opnar í Reykjanesbæ

Vinnuborð með lausum plötum

Fastus - Cortyard by Marriott opnar í Reykjanesbæ

Hótelbarinn

Fastus - Cortyard by Marriott opnar í Reykjanesbæ

Veitingasalur

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Paloma dagurinn 22.05.2020
    Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn.  Hvað er Paloma?  Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla. Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin […]
  • Ameríski Handverks Bjórdagurinn 19.05.2020
    Síðastliðin sunnudag var hin árlegi American Craft Beer Day haldin. Í tilefni þess ákváðu Viceman og bjórsérfæðingurinn Hjörvar Óli að halda Bjórsmakk á facebook síðu Viceman. Teknir voru fyrir sex bjór stílar og tveir bjórar smakkaðir í hverjum stíl. Annarsvegar Amerískur bjór og hinsvegar Íslenskur bjór. Samtals voru því smakkaðir tólf bjórar í heildina . […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag