Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Myndir frá Brauð-, kjöt- og bjórveislunni í Hótel og Matvælakólanum

Birting:

þann

Brauð-, kjöt- og bjórveisla í Hótel og Matvælakólanum - 2019

Í nóvember var haldin vegleg veisla í Hótel og Matvælakólanum. Um var að ræða samæfingu nemanda í bakstri, kjötiðn og framreiðslu sem bar yfirskriftina „Brauð, kjöt og bjór“ þar sem nemendur sýndu sitt lítið af hverju sem þeir hafa verið að læra í skólanum.

Bakaranemar bökuðu brauð af ýmsum gerðum á borð við baguette, foccacia- og hvítlauksbrauð. Brauð með sólþurrkuðum tómötum var borið fram að ógleymdu aðalbláberjabrauði sem nemarnir hafa verið að þróa.

Brauð-, kjöt- og bjórveisla í Hótel og Matvælakólanum - 2019

Lakkrís-og trönuberjabrauð var einnig boðstólum en það fékk 1.verðlaun í brauðkeppni Kornax sem haldin var á dögunum.

Sjá einnig: Úrslit – Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð

Kjötiðnaðarnemar krydduðu alls konar skinkur með fjölbreyttum kryddum á borð við chili, engifer, rósmarín og fennel. Þeir útbjuggu meðal annars reyktan lax, nauta-jerkey og gómsætar pylsur úr hreindýri og gæsum.

Framreiðslunemar sáu um að stilla kræsingunum upp ásamt því að eldsteikja hörpuskel og upplýsa gesti um mismunandi tegundir af bjór.

Gestir komu úr ýmsum áttum úr atvinnulífinu ásamt aðstandendum nemenda og velunnurum skólans og átti hópurinn góða stund enda er matur manns gaman.

Brauð-, kjöt- og bjórveisla í Hótel og Matvælakólanum - 2019

Brauð-, kjöt- og bjórveisla í Hótel og Matvælakólanum - 2019

Brauð-, kjöt- og bjórveisla í Hótel og Matvælakólanum - 2019

Brauð-, kjöt- og bjórveisla í Hótel og Matvælakólanum - 2019

Myndir: Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari og kennari

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar >>

Nemendur & nemakeppni

Listakonan AnaÏs kom í heimsókn í Hótel-, og matvælaskólann

Birting:

þann

Listakonan AnaÏs

Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu fengu listakonuna AnaÏs í heimsókn nú á dögunum, en hún var stödd á Íslandi á vegum franska sendiráðsins.

Anaïs er sérleg áhugakona um hverskonar gerjun og vinnur hún með gerjun í listsköpun sinni í formi skúlptúra og ljósmynda.

Ostagerð var megin viðfangsefnið í þessari heimsókn. Hún fjallaði um gerlana kefir, matsoni og filmjölk. Hún leiddi nemendur í gegnum ferlið á gerjun á mjólk og síun svo úr verði ostur og fengu nemendur og kennarar að bragða á osti sem Anais hafði gert 3 dögum áður.

Þetta vakti mikinn áhuga og fengu allir nemendur ostagerla til að gera sína eigin osta í framtíðinni.

Listakonan AnaÏs

Myndir: mk.is

Lesa meira

Keppni

Besti kokkanemi Spánar valinn á viðburði Bacalao de Islandia

Birting:

þann

Kokkanemi ársins - Bacalao de Islandia

Dómarar og keppendur

Á Spáni er íslenskur saltfiskur þekktur fyrir gæði og á sér sérstakan stað í hjörtum margra. Mikilvægt er að kynna þetta hráefni fyrir yngri kynslóðum matreiðslumanna.

Því hefur markaðsverkefnið Bacalao de Islandia lagt ríka áherslu á að heimsækja kokkaskóla og kynna íslenskan saltaðan þorsk undanfarin ár, í samstarfi við þekkta matreiðslumenn. Bacalao de Islandia hefur nú náð til yfir 1000 matreiðslunema á þeim fimm árum sem verkefnið hefur staðið yfir.

Þann 14. nóvember sl. var stigið nýtt skref í þessu verkefni, en þá fór fram glæsilegur viðburður í CETT matreiðsluskólanum í Barcelona, á vegum Bacalao de Islandia. Blásið var til keppni þar sem færasti saltfiskkokkanemi Spánar var valinn. Hópur fulltrúa frá íslenskum framleiðendum og söluaðilum gerði sér ferð til Barcelona til að fylgjast með keppninni og kynna sér starfið, m.a. með heimsóknum á matarmarkaði og í saltfiskverslanir. Á meðan heimsóttu nemarnir höfuðstöðvar Iceland Seafood í Barcelona.

Kokkanemi ársins - Bacalao de Islandia

Í keppninni öttu kappi átta kokkaskólar víðsvegar frá Spáni

Kokkanemi ársins - Bacalao de Islandia

Dómnefndin að störfum.
Á meðal dómara var Michelin kokkurinn Carles Gaig.

Í keppninni öttu kappi átta kokkaskólar víðsvegar frá Spáni, meðal annars frá Barcelona, Sevilla, Bilbao, Valencia og Toledo, sem eru einmitt skólar sem Bacalao de Islandia verkefnið hefur heimsótt á undanförnum árum. Sköpunargleði og metnaður einkenndi framlag allra nemanna sem tóku þátt og þurfti dómnefndin, sem m.a. var skipuð Michelin kokkinum Carles Gaig, að taka á honum stóra sínum til að komast að niðurstöðu.

Kokkanemi ársins - Bacalao de Islandia

Odalrich Chivia frá Barcelona varð hlutskarpastur og hreppti titilinn Kokkanemi ársins 2019

Matreiðsluneminn Odalrich Chivia frá Barcelona varð hlutskarpastur, en hann mun koma til Íslands í byrjun næsta árs, ásamt kennara, og sýna íslenskum nemum hvernig Spánverjar elda saltfisk.

Stefnt er að því að hafa þessa keppni árlegan viðburð héðan í frá.

Myndir: islandsstofa.is

Lesa meira

Nemendur & nemakeppni

Kokkanemar í fjöruferð

Birting:

þann

Matreiðslunemar í 2. bekk í Hótel-, og matvælaskólanum fóru í fjöruferð

Matreiðslunemar í 2. bekk í Hótel-, og matvælaskólanum fóru í fjöruferð nú á dögunum og söfnuðu ýmsar tegundir af þara og elduðu síðan herlegheitin í skólanum.

Þátturinn Landinn var með í för og hægt er að horfa á fjöruferðina með því að smella hér (Fjöruferðin hefst 01:30).

Mynd: skjáskot úr myndbandi á ruv.is

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
  • Hjörvar Óli Sigurðsson 05.12.2019
    Hjörvar Óli Sigurðsson | BjórdælanHappy Hour með The Viceman Viceman heldur áfram að breikka sjóndeildarhringinn þegar kemur að veigum í fljótandi formi. Að þessu sinni með fyrsta þátt af Bjórdælunni þar sem fyrsti bjór spekingurinn var Hjörvar Óli Sigurðsson sem starfar á Brewdog Reykjavík. Hjörvar er alinn upp á Akureyri en eftir að hafa heillast […]
  • Selma Slabiak 03.12.2019
    Happy Hour með The VicemanSelma Slabiak | Íslandsvinurinn Selma er frá Danmörku en fluttist til New York til að vinna með og læra af þeim bestu í heimi kokteilana. Síðan þá hefur hún smátt og smátt orðið einskonar sendiherra Norrænu kokteilsenunar sem hún tekur hinsvegar fram að hafi komið til vegna uppruna síns í Danmörku […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar